Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2007, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 16.03.2007, Qupperneq 94
Mér finnst eins og hin goðsagnakennda og stórfenglega hljómsveit Suicide sé að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Af hverju dettur mér slíkt í hug? Er ég kannski í einhverju nostalgíuskapi og innst inni dreymir mig um uppreisn æru Suicide. Jú, vissulega er það rétt en það býr meira að baki og ýmis teikn eru á lofti um að tónlist Suicide, ekki síður en þeir sem hljómsveitina skipuðu, sé á leið aftur í tísku. Hljómsveitin var skipuð þeim Alan Vega og Martin Rev og saman mynduðu þeir einn sérstæðasta og ekki síður sérstakasta anga pönk- bylgjunnar. Frumburður og meistaraverk sveitarinnar, samnefndur sveitinni, frá 1977 er þannig ekki pönk í sinni hreinustu mynd heldur blasa við argandi trommuheilar og rjúkandi rokkabillí-söngur. Atferl- ið, útlitið og viðmótið var hins vegar pönk eins og það gerist hvað sval- ast. Áhrif Suicide, á til dæmis post-pönkið og nú nýlega á elektroclash stefnuna, má þannig líkja við áhrif Velvet Underground á seinni tíma sveitir. Sveitin var hins vegar ekki mjög langlíf og samstarfið milli Alans og Martins brösugt með eindæmum. En aftur að endurnýjun lífdaganna. Fyrsta kurrið sem ég tók eftir var þegar norska poppdívan Annie smellti hinu stórbrotna lagi Juk- ebox Baby með Alan Vega (tekið af fyrstu sólóplötu hans frá 1981) á mixplötuna sína DJ-Kicks sem kom út í lok árs 2005. Það sem hins vegar vakti almennilega athygli mína var tvennt sem ég sá í íslensk- um fjölmiðlum á síðustu vikum. Fyrst sá ég grein í blaðinu Verðanda, blað gefið út af menntaskólanemum, um þessa ágætu sveit. Fín grein þó að margt hafi verið ábótavant í greininni og nokkuð frjálslega farið með ýmsar staðreyndir. Gleðilegt samt að sjá svona metnaðarfulla grein um svo merka hljómsveit sem hefur ekki verið sett á þann háa stall sem hún ætti að vera á en það er vonandi að breytast. Annað atriði sem ýtti undir þessa hugdettu mína var að finna á tískusíðum Fréttablaðsins en í síðustu viku er sérstaklega mælt með sólgleraugum à la Suicide. Kannski ekki skrítið því svalari tónlistarstjörnur eru vandfundnar. Kannski er ég reyndar að gera úlfalda úr mýflugu en Suicide á svo sannarlega skilið að vera úlf- aldi, með tveimur hnúðum, ekki einum. Suicide-æði í uppsiglingu? Hljómsveitin Ampop hefur gert samning við iTunes um að þar verði fáanlegar þrjár síð- ustu plötur sveitarinnar. „Við vorum að reyna þetta fyrir ári. Þá þurftum við að hafa samning við plötufyrirtæki en við kom- umst einhvern veginn inn núna. Það er væntanlega vegna þess að við erum komnir með útgáfu- samning í Frakklandi og höfum verið sýnilegir í Bandaríkjun- um,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari Ampop. „Það eru virki- lega góð tíðindi að þeir höfðu áhuga á þessu.“ Ampop spilaði á dögunum á tónleikum í Los Angeles og New York. „Það gekk feiki- vel og það er verið að skoða ákveðin tilboð í augnablikinu,“ segir Birgir. Ampop hefur einnig fengið góðar viðtökur í Frakklandi og var My Delusions það smáskífulag sem var mest sótt á netinu þar í landi á síð- asta ári. Að sögn Birgis vonast þeir félagar til að fara þangað í tónleikaferð til að fylgja eftir vinsældum sínum. Fyrst er þó stefnan sett á Bandaríkjamark- að auk þess sem Bretland er vel inni í myndinni. Ampop átti nýverið lag í þætt- inum I´m From Rolling Stone á tónlistarstöðinni MTV sem er sýndur víðs vegar um heiminn. Um var að ræða lagið Don´t Let Me Down af plötunni My Delusions. „Þetta er fyrsta al- þjóðlega sjónvarpskynningin sem við fáum. Þetta voru mjög hressandi og uppörvandi fréttir fyrir okkur,“ segir Birgir. Ampop á iTunes Það eru margir búnir að bíða spenntir eftir annarri plötu bandaríska dans-rokk risans LCD Soundsystem. Sú bið er nú á enda. Trausti Júlíusson hlustaði á nýju plötuna, Sound of Silver, sem kom út á mánudaginn. Fyrsta plata LCD Soundsystem sem bar nafn sveitarinnar og kom út í ársbyrjun 2005 er eitt af best heppnuðu dæmunum um samruna rokks og danstónlistar. Á henni voru smáskífulög eins og Losing My Edge, Movement og Daft Punk Is Playing in My House sem gerðu allt vitlaust hjá dansþystrum rokk- unnendum út um allan heim. Það er bara einn maður á bak við LCD Soundsystem plöturnar þó að sveitin sé fjölmennari á tónleikum. Sá maður heitir James Murphy og er önnur aðalsprauta DFA-útgáf- unnar í Brooklyn. James er fædd- ur og uppalinn í Princetown Junc- tion í New Jersey. Hann er búinn að vera í hljómsveitum síðan hann var 12 ára gamall. Í upphafi tíunda áratugarins flutti hann til New York til að fara í háskóla, en hætti þegar hljómsveitin sem hann var í þá, Pony, fór í tónleikaferð. „Leið- inda 90‘s indí-rokk. Enn eitt óþarfa bandið,“ segir James um þá sveit í dag. Hann gafst upp á indí-rokk- inu og fór að vinna sem hljóðmað- ur. 1999 hitti hann Bretann Tim Goldsworthy og saman stofnuðu þeir DFA-útgáfuna. Hugmyndin kviknaði þegar James tók E-pillu í fyrsta sinn 29 ára gamall og upp- götvaði að hann hafði gaman af því að dansa. James stundaði klúbbana stíft, en sá fyrir sér að það gæti verið flott að blanda til dæmis Loose við The Stooges saman við teknóið sem hljómaði á dansgólfinu. Fyrsta smáskífan sem DFA-útgáfan gaf út var The House of Jealous Lovers með The Rapture. Klikkað lag sem kom af stað nýrri bylgju af dans- rokki. DFA rak sinn eigin klúbb í Williamsburg í Brooklyn, en á milli þess að spila þar, endurhljóðblanda og stjórna upptökum fyrir aðra listamenn byrjaði James að búa til sína eigin tónlist sem LCD Sounds- ystem. Fyrsta smáskífan Losing My Edge kom út árið 2002 og fyrsta stóra platan 2005 eins og áður segir. Á henni voru áhrif frá post- pönki áberandi, frá sveitum eins og The Fall og Gang of Four. Þessi áhrif eru enn til staðar á nýju plöt- unni, en nú eru það líka Talking Heads, The B-52‘s, David Bowie, New Order, Human League og Defunkt. Eins og á fyrri plötunni tekur James þessi áhrif og setur þau í stuðvél og útkoman er tónlist sem er útilokað að sitja kyrr undir. „Það er rétt, textarnir fjalla marg- ir um tónlist,“ segir James Murp- hy í nýlegu viðtali og hann bætir við: „Það væri gaman að tala um eitthvað annað, til dæmis geim- skip og geimverur, en það er ekki árið 1975 núna.” Reyndar eru text- ar James margir frábærir. Fyrsta smáskífulagið af Sound of Silver heitir North American Scum og er eiginlega viðbrögð James við því að margir halda að hann sé enskur. Þrátt fyrir nafn lagsins er hann mjög stoltur af upprun- anum. Í dag er James 37 ára gam- all, giftur, með hund og æfir jiu- jitsu. Hann veit ekki hvað hann heldur lengi áfram að búa til tón- list: „Mér finnst eins og það eigi að koma einhver 23 ára gaur með eitthvað mikið flottara en það sem við erum að gera,“ segir hann, „en af einhverjum ástæðum er það ekki að gerast.“ Og á meðan heldur hann áfram. Feginn er ég. Sound of Silver er besta plata árs- ins 2007 hingað til. Og samt byrjar árið stórvel... F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.