Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 96
Ísraelsk stjórnvöld hafa blandað
sér í fjölmiðlafárið sem ríkt hefur
í kringum dvöl Leonardo DiCaprio
og unnustu hans, hinnar ísraelsku
fyrirsætu Bar Raphali. Stjórnvöld
hafa biðlað til paparazzi-ljósmynd-
aranna um að reyna að halda „eðli-
legri“ fjarlægð frá skötuhjúun-
um. Kemur þetta í kjölfar þess að
til ryskinga kom milli lífvarða leik-
arans og ljósmyndara en í kjölfarið
voru tveir starfsmenn stjörnunnar
handteknir.
DiCaprio og Raphaeli hafa heim-
sótt flesta vinsæla ferðamannastaði
í Ísrael, þar á meðal safn tileinkað
minningu þeirra sem létust í helför-
inni og grátmúrinn.
Allt hefur verið á öðrum end-
anum í Ísrael síðan DiCaprio og
Raphaeli lentu á mánudagsmorg-
un eftir stutta dvöl í Jökulsárlóni
og Frankfurt. Helsta ástæðan fyrir
öllum þessum æsingi er talin vera
að fjölmiðlar þar í landi eru orðnir
langþreyttir á hvers kyns blóðsút-
hellingum sem hafa einkennt mann-
lífið í Ísrael og eru fegnir að fá að
fjalla um eitthvað annað en víga-
menn og sjálfsmorðssprengingar.
Stjórnvöld vernda
Leonardo DiCaprio
Fyrstu óvæntu úrslitin eru fyrir-
liggjandi í Meistaranum. Kemp-
an Sigurður G. Tómasson útvarps-
maður – gjarnan kallaður Bubbi
– var sleginn úr keppni af Birni
Guðbrandi Jónssyni líffræðingi:
26 gegn 20 stigum Bubba.
Ekki að Björn Guðbrandur sé
einhver kettlingur þegar spurn-
ingar og svör eru annars vegar.
En líklega kemur þetta útvarps-
hlustendum Sögu algerlega í opna
skjöldu því þeir og fleiri vita að
sjaldan eða aldrei er komið að
tómum kofanum hjá Bubba þegar
hina margvíslegu þætti þjóðlífs-
ins ber á góma. En keppnin varð
strax mjög jöfn. Börðust þeir
Björn og Bubbi um að berja á
bjölluna og höfðu svör á reiðum
höndum. Björn náði þó yfirhönd-
inni einkum vegna ívið betri við-
bragðsflýtis en í töluspurningun-
um náði Bubbi að snúa stöðunni
sér í hag. Var þá með 25 stig gegn
21 stigi Björns. Gríðarleg spenna
var þegar Björn átti eina spurn-
ing eftir, lagði fimm stig undir
og hafði svarið. Björn þar með
kominn einu stigi yfir en síðustu
spurninguna átti Bubbi. Lagði
fimm stig undir en spurningin
reyndist hinum fróða Sigurði G.
ofviða og því fór sem fór.
Stigatölur eru þó með því hæsta
sem sést hafa í Meistaranum og
ljóst að þarna voru tveir sterkir
keppendur sem áttust við. Bubbi
kveður því með þeim hætti að geta
borið höfuðið hátt og telst eftir
sem áður með fróðari mönnum.
Bubbi sleginn úr hringnum
Árlegt konukvöld Létt
Bylgjunnar var haldið í
Smáralindinni á miðviku-
dagskvöldið.
Skemmtilegar uppákomur krydd-
uðu kvöldið og Smáralindin iðaði
af lífi. 600 konur voru svo heppnar
að vinna miða á sérstaka skemmt-
un í Vetrargarðinum þar sem fjöldi
tónlistarmanna og skemmtikrafta
steig á svið. Jafnframt var kyn-
þokkafyllsti maður Íslands 2007,
að mati hlustenda Létt Bylgjunn-
ar, kynntur til leiks, en þann eft-
irsótta titil hlaut handboltamaður-
inn Alexander Petterson að þessu
sinni.
Typparexía klámstjarnanna
SMS
LEIKURV
inn
ing
ar
ve
rð
a a
fh
en
dir
hj
á B
T S
m
ár
ali
nd
. K
óp
av
og
i. M
eð
þv
í a
ð t
ak
a þ
át
t e
rtu
ko
m
inn
í S
M
S k
lúb
b.
99
kr
/sk
ey
tið
.
Sendu SMS JA BCF
á 1900 og þú gætir
unnið bíómiða fyrir tvo!
8
H V E RV I N N U R !
Vinningar eru
bíómiðar, fullt af Pepsi,
DVD myndir og margt fleira!