Fréttablaðið - 16.03.2007, Page 98

Fréttablaðið - 16.03.2007, Page 98
Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli vel- gengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble- don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Jamie Treays hóf ferilinn með því að koma fram á pöbbum og syngja lögin sín við eigin undir- leik á fjögurra strengja órafmagn- aðan kassabassa sem hann hafði mjög takmarkað vald yfir. Fyrsta lagið á Panic Prevention, Brand New Bass Guitar, fjallar einmitt um þetta forláta hljóðfæri. Hann gerði samning við Virgin árið 2005 og vakti í fyrra athygli fyrir smá- skífurnar Sheila og If You Got The Money. Jamie T er ekki rappari. Hann syngur eða sönglar lögin sín. Tón- listin er grípandi popp, en með mjög hráum og frumstæðum „lo- fi“ hljómi og mjög svo alþýðuleg- um söngstíl. Maður heyrir greini- lega áhrif frá listamönnum eins og Elvis Costello, John-Cooper Clarke, Jonathan Richman, The Clash og The Specials, en sterk- ust eru áhrifin frá þeim gróflega vanmetna snillingi Ian Dury. Eins og textar Dury fjalla textar Jamie T á húmorískan hátt um breskan hversdagsleika. Það eru nokkur frábær lög á Panic Prevention. Smáskífurnar Sheila, Calm Down Dearest og lög eins og Salvador og Alicia Quays eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður hefur heyrt á árinu, en slakari lög draga heildina niður. Frumstæður og skemmtilegur Jamie Breska poppstjarnan Lily Allen veldur þó nokkrum samkyn- hneigðum aðdáendum sínum von- brigðum í nýlegu viðtali. Þar þver- neitar hún sögusögnum þess efnis að hún sé lesbía og segir umræðu um slíkt vera „undarlega“. Lily er nú á föstu með plötusnúðnum Seb Chew. „Þetta er undarlegasti orð- rómur sem ég hef heyrt um mig,“ segir Lily Allen. Segist ekki vera lesbía Leikkonan Reese Witherspoon er ánægð með að vera skilgreind sem tískutákn eftir skilnað sinn við Ryan Phillippe á síðasta ári. Reese vakti mikla athygli í gulum kjól og með nýja hárgreiðslu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í janúar. „Mér finnst ég líta allt öðruvísi út en ég hef áður gert. Og er ánægð með það,“ segir Reese sem á nýtt útlit sitt hönnuðinum Olivier Theyskens hjá Ninu Ricci að þakka. „Ég hef áður verið með stílista en þessa dagana geri ég allt sem Olivier vill.“ Ánægð með nýja stílinn Kjarvalsverkið, sem sleg- ið var fyrir metupphæð á uppboði í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði, er ekki komið til landsins. Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen listaverkasala fara danskir forverðir um það höndum og verið er að velja ramma við hæfi. Nafn hins raun- verulega kaupanda verður gefið upp í fyllingu tímans. „Nei, verkið er ekki komið til landsins. Og ekki alveg víst hve- nær það verður. Það er verið að ganga frá því að hún verði hreinsuð og rannsökuð. Að hún verði í góðu ástandi þegar ég af- hendi hana,“ segir Jóhann Ágúst Hansen, listmunasali hjá Galleríi Fold. Fréttablaðið fylgdist grannt með því þegar mikið verk, áður óuppgötvað, eftir Jóhannes S. Kjarval, Hvítasunnudagur, var slegið fyrir metupphæð á upp- boði í Kaupmannahöfn 27. febrú- ar. Enda talið einstakt og lýsa kú- bísku skeiði í list Kjarvals. Jóhann Ágúst hreppti myndina eftir mik- inn og æsispennandi slag og bauð í hana sem nemur rúmum 15 milljónum íslenskra króna. Eru þá ótaldar milljónir í sölulaun og gjöld. Enn er ekki vitað hvenær verk- ið mikla kemur til landsins en það verður líklega einhvern tíma með vorinu. Eftir að danskir for- verðir hafa farið um hana hönd- um. Jóhann Ágúst var með eigand- ann í eyranu allt uppboðið og seg- ist hafa verið kominn vel yfir þá upphæð sem þeir höfðu ákveð- ið sín á milli að væri þakið. En Jóhann telur þó sinn mann hafa verið reiðubúinn að fara enn hærra. „Ég veit ekki hversu hátt hefði verið farið. En við höfum orðið vör við áhuga úti í bæ fyrir því að greiða enn hærra verð fyrir myndina. Þannig að það eru greinilega fleiri en við sem höfðum tök á þessu eins og sást greinilega. Við vorum ekki bara tveir að bjóða í hana. Fimm í það heila sem fóru yfir milljón danskar,” segir Jóhann Ágúst. Listmunasalinn segir að gefið verði upp í fyllingu tímans hver hinn raunverulegi kaupandi verksins er. Enn sem komið er sé það nafn aðeins milli Jóhanns og kaupandans. Jóhann Ágúst lét þess svo getið í samtali við blaðamann Frétta- blaðsins úti í Kaupmannahöfn strax eftir uppboðið að almenn- ingur á Íslandi fengi að njóta myndarinnar og Jóhann segir það standa. Þótt hún fari á einka- safn mun eigandinn ekki loka hana inni. „Ef beðið verður um mynd- ina á sýningu safna er ekki úti- lokað að það verði leyft. En það er alfarið hans ákvörðun. Þegar að því kemur. Söfnin hafa mik- inn áhuga á þessari mynd. Hafa lýst því yfir og ég geri ráð fyrir að þau vilji sýna hana. Hún var ekki keypt í þeim tilgangi að fela hana. Það er samfélagsleg skylda allra sem eiga fræg listaverk að sýna þau einhvern tíma. Það ætti að vera krafa á alla listaverka- sala að mínu mati.“ Jóhann Ágúst hefur gert upp árið 2006 hvað varðar listaverka- sölu og þar má greina hækkun listaverkavísitölu um 18 prósent. Sem er minni hækkun en var milli áranna 2004 og 2005 – þá hækkun um 124 prósent. „Verð- mæti seldra verka árið 2006 er kr. 105.533.627 á verðlagi ársins 2005 sem er aukning upp á 21% frá fyrra ári.“ Bill Berry, fyrrverandi trommari REM, spilaði með sínum gömlu félögum er þeir voru vígðir inn í Frægðarhöll rokksins í New York. Berry, sem hætti í hljómsveit- inni árið 1997, spilaði með þeim Michael Stipe, Mike Mills og Peter Buck gömul REM-lög. Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, veitti REM viðurkenning- una. Sagði hann sveitina hafa haft mikil áhrif á tónlistarheiminn og bætti því við að rödd Stipe hafi snert við sér þó að hann hafi ekki skilið orð af því sem hann söng. Hljómsveitirnar Van Halen, Grandmaster Flash og The Ron- ettes voru einnig heiðraðar ásamt söngkonunni Patti Smith, sem spil- aði á Íslandi árið 2005. Berry aftur með REM Úrskurðað hefur verið að Brad Delp, söngvari bandarísku hljóm- sveitarinnar Boston, hafi fram- ið sjálfsvíg. Delp, sem var 55 ára, eitraði fyrir sjálfum sér á heim- ili sínu í bænum Atkinson í New Hampshire. „Það er gott að vita að hann geti loksins farið í friði,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldu hans. „Hann var maður sem gaf mikið af sér til allra í kringum sig, hvort sem það var fjölskyldan, vinir eða ókunnugir. Hann gerði það sem hann gat en hann var orð- inn mjög þreyttur.“ Á heimasíðu Boston mátti sjá yfirlýsinguna: „Við höfum misst geðþekkasta ná- ungann í rokkinu.“ Framdi sjálfvíg AF HVERJU EKKI HELGARMEÐ ZERO ENDA?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.