Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 99
Nú styttist óðum í tónleika Sir
Cliffs Richards í Laugardalshöll
28. mars næstkomandi. „Hann
verður hérna í tvo til þrjá daga.
Þetta eru síðustu tónleikarnir hjá
honum í tónleikaferðinni,“ segir
Guðbjartur Finnbjörnsson, tón-
leikahaldari.
Richards mun ásamt stórri
hljómsveit, taka flest sín þekkt-
ustu lög á tónleikunum, þar á
meðal Summer Holiday, Batchel-
or Boy, The Young Ones og We
Don´t Talk Any More. Engu verð-
ur til sparað til að gera þessa tón-
leika sem glæsilegasta og verða
m.a. risaskjáir settir upp sinn til
hvorrar hliðar við sviðið. Það seld-
ist upp í stúkuna á innan við tut-
tugu mínútum en enn eru til miðar
í stæði. Miðasala fer fram á midi.
is og í Skífunni og BT.
Cliff Richards
á leiðinni
Hljómsveitirnar Mínus og
Changer hita upp á fyrri tónleik-
um bandarísku þungarokkssveit-
arinnar Cannibal Corpse á Nasa
hinn 30. júní. Forgarður Helvít-
is, Momentum og Severed Crotch
hita upp á síðari tónleikunum, sem
verða kvöldið eftir.
Mínus tók nýverið upp plötu í
Los Angeles sem kemur út á næst-
unni. Ekki er langt síðan sveitin
hitaði upp fyrir Incubus á tónleik-
um í Laugardalshöllinni.
Miðaverð á hvora tónleikana er
2.500 krónur og hefst miðasala á
fimmtudaginn klukkan 11.00. Tut-
tugu ára aldurstakmark er á fyrri
tónleikunum en ekkert á þeim síð-
ari.
Fimm sveitir
hita upp
Lagið Shine með strákasveitinni
Take That hefur setið í tvær vikur
á breska vinsældarlistanum og er
um leið tíunda lag sveitarinnar til
að fara á toppinn þar í landi.
Take That hefur átt frábæra
endurkomu síðan sveitin kom
aftur saman á síðasta ári. Þá gáfu
þeir félagar út plötuna Beautiful
World eftir ellefu ára hlé og hefur
hún selst í tveimur milljónum ein-
taka. Shine er annað smáskífulag
plötunnar en fyrsta lagið, Pati-
ence, fór einnig beint á toppinn.
Myndbandið við það lag var tekið
upp hér á landi á síðasta ári í sér-
íslenskri náttúrunni.
Shine enn á
toppnum
Fimm atriði standa eftir í X-factor Stöðvar
2. Í síðustu viku fékk Akureyringurinn Gylfi
reisupassann en Einar Bárðarson ákvað að
gefa stúlknadúettinum Gís eitt tækifæri til
viðbótar. Þær stúlkur verða að herða róðurinn
ef ekki á illa að fara en ljóst má vera að ef Gís
verður meðal tveggja neðstu verði þær látnar
fara. Hvaða ása Páll Óskar hefur uppi í erm-
inni kemur í ljós í kvöld en væntanlega mun
slysið frá því fyrir tveimur vikum ekki endur-
taka sig þegar dúettinn Hara þurfti að treysta
á góðvild Ellýar.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er
Einar sjálfur nokkuð taugaóstyrkur vegna
Ingu Sæland. Frammistaða hennar hefur vakið
verðskuldaða athygli og frami hennar í þátt-
unum er meiri en margur þorði að vona. Um-
boðsmaður Íslands lá lengi yfir lagavalinu og
nýtur Inga aðstoðar frá meðlimum Gospelkórs
Reykjavíkur.
Einar þarf hins vegar minni áhyggjur að
hafa af Jógvan en svo virðist sem Færeying-
urinn hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar.
Ellý verður hálfeinmana í kvöld en Guðbjörg
stendur ein eftir úr hennar hópi. Guðbjörg
hefur ekki síður en Inga komið á óvart enda
er hún yngst allra keppenda, aðeins sextán
ára. Söngkonan unga á þó ekki að þurfa kvíða
neinu því hún hefur aldrei verið í hættu.
Vetrargarðurinn titrar af spenningi