Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 104
 Eiður Smári Guðjohn- sen, sem hafði gagnrýnt félaga sína í Barcelona eftir leikinn gegn Liverpool fyrir að leggja ekki nógu hart að sér og fyrir lé- legan liðsanda, dró ekkert úr þeirri gagnrýni sinni í viðtali við spænska ríkissjónvarpið sem sýnt var í gær. „Ég er aðeins að tala um það hvernig menn standa sig innan vallar,“ sagði hann en mörg- um þótti þessi gagnrýni benda til þess að lítill vinskapur væri meðal leikmanna. Victor Valdés markvörður, Deco og fleiri leikmenn hafa svo gagn- rýnt Eið Smára fyrir að láta þessa skoðun sína í ljós í fjölmiðlum. „Þessa hluti á að ræða í herbúð- um liðsins en ekki í fjölmiðlum,“ sagði Deco. Eiður Smári talaði spænsku í viðtalinu og vakti það athygli hversu fær hann er orðinn eftir svo stuttan tíma. „Ég er ekki með neinn kennara,“ svaraði hann. „Ég bara hlusta og tek vel eftir.“ Gagnrýnir félaga sína harðlega Iceland Express deild karla UEFA-bikarkeppnin Meistaradeild Evrópu Það var gríðarleg stemning í Fjárhúsinu í Stykkis- hólmi í gær og öll umgjörð heima- mönnum til mikils sóma. Það var fullt út úr dyrum nokkru fyrir leik og allir áhorf- endur staðráðnir í að skemmta sér vel. Allt ætlaði síðan um koll að keyra þegar Stebbi og Eyfi tróðu upp rétt fyrir leik og að sjálfsögðu hljómaði Nína. Stebbi og Eyfi tróðu upp Þrautsegja Breiðhylt- ina, reynsla Keiths Vassell og gríð- arlega mikilvægar þriggja stiga körfur Steinars Arasonar tryggðu ÍR-ingum sigur á KR í fyrsta leik liðanna í fjórðungsúrslitum Ice- land Express deildar karla. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur en mikil barátta einkenndi þann síðari. ÍR virtist baráttuglaðara á vellinum og náði á endanum sigri, 73-65. KR byrjaði betur og komst í 5- 1 forystu. ÍR-ingar léku þó vel og náðu fljótt að jafna leikinn og kom- ast í forystu. Keith Vassell og Ei- ríkur Önundarson héldu um taum- ana og skoruðu góðar körfur. Hægt og rólega sigu þó KR- ingar aftur fram úr og náðu fjög- urra stiga forystu í lok fyrsta leik- hluta, 19-15. KR skoraði fyrstu körfu annars leikhluta en þá tók Steinar Ara- son til sinna mála og setti niður tvo þrista í röð og jafnaði þar með leikinn, 21-21. Til að bæta gráu á svart fékk einn besti varnarmaður KR, Ed- mund Azemi, sína þriðju villu um miðjan annan leikhluta og var tek- inn beint út af í kjölfarið. Hann kom lítið við sögu eftir það en tókst samt að næla sér í fimm villur. Jeremiah Sola tókst að halda sínum mönnum á floti með frá- bærum sóknarleik og var því for- ysta ÍR í leikhléi aðeins eitt stig, 40-39. Sama baráttan einkenndi leikinn í upphafi þriðja leikhluta en leik- mönnum tókst illa að safna stigum. Það var ekki fyrr en vel var liðið á leikhlutann að Sola setti niður þriggja stiga körfu og kom KR yfir að hann kveikti í sínum mönn- um. Önnur karfa fylgdi í kjölfar- ið og ÍR-ingar, sem höfðu staðnað eftir frábæran fyrri hálfleik, tóku leikhlé. KR hélt áfram á sömu braut og komust í sjö stiga forystu, 53-46. Samtals skoruðu þeir tólf stig gegn engu hjá ÍR á þessum leikkafla. ÍR skoraði aðeins tólf stig í þriðja leikhluta og samtals leiddi KR með fimm stigum fyrir loka- sprettinn. Keith Vassell hafði hægt um sig í þriðja leikhluta skoraði þó fyrstu körfu þess fjórða. Nate Brown skoraði svo mikilvæga þriggja stiga körfu er hann jafnaði leikinn í stöðunni 56-56. Steinar fylgdi svo eftir með sinni þriðja þristi í leikn- um. Hann bætti við þeim fjórða og svo fimmta skömmu síðar og kom ÍR í sjö stiga forystu. Sá munur reyndist einfaldlega of mikill fyrir heimamenn á þeim skamma tíma sem var til leiks- loka. Steinar og Keith Vassell kláruðu KR-inga Grétar Rafn Steinsson og félagar í hollenska úrvals- deildarliðinu AZ Alkmaar slógu út lið Newcastle í 16-liða úrslit- um UEFA-bikarkeppninnar. Leik- ar fóru 2-0 og hafði því AZ betur með fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Newcastle komst í 4-1 for- ystu strax í fyrri hálfleik liðanna í Englandi í fyrri viðureigninni. Leikmenn AZ gáfu hins vegar aldrei eftir og unnu á endanum dýrmætan sigur. Grétar Rafn lék allan leikinn fyrir AZ Alkmaar. AZ sló New- castle úr leik Keflvíkingar eru komn- ir með bakið upp við vegg eftir tap gegn Snæfelli í Stykkishólmi í gær. Heimamenn sýndi mikla seiglu og andlegan styrk með því að tapa aldrei hausnum og á seiglunni sigldu þeir til sigurs fyrir fullu húsi Hólmara þar sem ekki sást einn einasti Kefl- víkingur. Það voru gestirnir frá Keflavík sem mættu mun grimmari til leiks, spiluðu hörkuvörn og ákveðna sókn. Þeir voru fljótir að byggja upp gott forskot og leiddu með með sjö stig- um, 4-11. Heimamenn voru fljót- ir að hrista af sér sviðsskrekkinn fyrir framan fullt hús áhorfenda og söxuðu smám saman á forskotið og gerðu gott betur með því að leiða eftir fyrsta leikhluta, 19-17. Annar leikhluti var meira og minna eign heimamanna. Þeir bætti sífellt við forskot sitt og á sama hélt áfram að síga á ógæfuhliðina hjá Keflvíkingum. Þeir misstu Hermeni- er og Gunnar Einarsson fljótlega af velli vegna villuvandræða og Magn- ús Gunnarsson var einnig kominn í villuvandræði undir lok hálfleiksins. Þess utan hittu Keflvíkingar ákaf- lega illa úr skotum sínum. Þeir náðu þó að rétta út kútnum undir lok hálf- leiksins og munurinn aðeins sjö stig í leikhléi, 43-36. Þriðji leikhluti var lítt spennandi því Snæfell yfirspilaði gestina sem urðu verulega pirraðir fyrir vikið og gerðu lítið annað en að safna villum sem og tæknivillum. Mestur varð munurinn sextán stig, 58-42, í leik- hlutanum en munurinn var fjórtán stig eftir þriðja leikhlutann, 61-47. Keflvíkingar fengu flugstart í þriðja leikhlutanum er Magnús Gunnarsson hitti úr þrem þriggja stiga skotum í röð og kveikti smá vonarneista hjá gestunum. Snæfell- ingar létu Magnús ekki slá sig út af laginu, heldur réttu strax út kútnum og eftir það var leiðin greið. Kefla- vík náði aldrei að ógna þeim af viti og Snæfell innbyrti öruggan og sann- gjarnan sigur, 84-67. „Það er mikill vilji í mannskapn- um núna. Við höfum margir hverj- ir verið nálægt því að fara alla leið og því vantar ekki viljann núna,“ sagði Hlynur Bæringsson í léttu spjalli í áhaldageymslunni en hann átti frábæran leik. „Mér fannst við líka sterkir andlega og var aðallega ánægður með það.“ Hlynur segir það vera skrítna til- finningu að mæta Keflavík í átta liða úrslitum eftir að hafa barist við þá áður í úrslitum. „Ef róðurinn á að þyngjast eftir þetta þá veit ég ekki hvað bíður okkar,“ sagði Hlynur sem kvíður ekki næsta leik. „Við höfum oft tapað í Keflavík og hluti af því er sú staðreynd að þeir voru betri en við en við erum betri núna.“ Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflavíkur, var þokkalega sátt- ur við sína menn í leikslok en sagði að leikstjórnanda hefði vantað hjá þeim. Hann var einnig hundfúll með að Keflvíkingar létu ekki sjá sig á leiknum. „Það er sorglegt að koma í stemn- inguna hingað og uppgötva það að fólkið í Keflavík sé að snúa baki við strákunum sem hafa staðið sig eins og hetjur síðustu ár. Um leið og það gefur aðeins á bátinn hverfur fólkið. Ég er gríðarlega sár og svekktur yfir þessu. Ég hef sjaldan eða aldrei orðið eins hissa á ævinni. Við munum samt mæta klárir í næsta leik og vonandi koma einhverjir til að styðja okkur,“ sagði Sigurður sársvekktur. Snæfell vann öruggan og sanngjarnan sigur á Keflavík í gær, 84-67. Snæfelling- ar réðu ferðinni nánast allan leikinn og hleyptu Keflavík aldrei of nærri sér. „Þetta var frábær sigur og við áttum þetta fyllilega skilið. Við komum hingað kok- hraustir, rétt töpuðum hér í síð- asta deildarleik, erum búnir að vera á miklu skriði eftir áramót. Við unnum bikarinn og okkur langar í annan bikar,” sagði Stein- ar Arason, fyrirliði ÍR sem setti niður fimm af sjö þriggja stiga skotum og var með 20 stig á 23 mínútum. „Ég var með sjálfs- traustið í botni og maður verður að nýta sér þegar maður fær opin skot. Þetta er það sem ég geri í ÍR-liðinu, ef ég hitti þá spila ég ef ég hitti ekki þá fer ég á bekkinn,“ sagði Steinar. Steinar hafði hægt um sig í deildarleikjum liðanna í vetur og í þeim skoraði hann einungis þrjú stig, eða eina þriggja stiga körfu. Hann skoraði hins vegar fimm í gær, þar af þrjár í lokaleikhlutan- um. Með sjálfs- traustið í botni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.