Fréttablaðið - 16.03.2007, Side 112
Einu sinni var ég að leita að saumastofu í Hafnarfirði. Ég
hringdi dyrabjöllu í húsi sem ég
hélt að væri rétta heimilisfangið
og til dyra kom feitur, tattúverað-
ur maður á sextugsaldri á pínulitl-
um, fjólubláum nærbuxum einum
fata. Klukkan var þrjú að degi til.
Hann tjáði mér kurteislega að ég
væri á vitlausum stað og ég afsak-
aði mig pent.
hef ég oft velt því fyrir
mér hvað gekk á hjá þessum dul-
arfulla manni, í þessu dularfulla,
gamla húsi þar sem allar gardín-
ur voru dregnar fyrir. Ætli ég hafi
vakið hann? Af hverju var hann á
nærbuxunum?
var ein af fjölmörgum
mysteríum sem ég hef orðið var við
gegnum tíðina. Dularfullar hliðar á
fólki. Eitthvað óáþreifanlegt sem
virkar grunsamlegt í fyrstu og
hefur síðan annaðhvort einhverj-
ar eðlilegar skýringar eða held-
ur áfram að vera grunsamlegt og
verður síðan hreinlega glæpsam-
legt. Ég hef lesið nóg af glæpasög-
um til að vita að gott er að hugsa
málin frá öllum hliðum.
t.d. mennirnir á svörtu
Cadillac-jeppunum sem þeir
leggja fyrir utan Laugar. Í sjón-
varpinu eru það bara glæpamenn
og rapparar sem aka um á svona
bílum. Á bílastæðinu í Laugum eru
þetta smávaxnir menn í jakkaföt-
um. Hvort eru þetta bankastarfs-
menn eða dílerar? Ungir, talandi í
gemsa, með æfingatöskuna á öxl-
inni. Glæpamenn stunda líkams-
rækt eins og aðrir. Það hefur oft
komið fram.
keyrir gaurinn
sem vinnur í tölvudeildinni um á
Porsche-jeppa? Er hann líka díler?
Ekki lítur hann út fyrir að vera
það. Er mér sama eða á ég að styðja
ákvæðið í jafnréttisfrumvarpinu
um afnám launaleyndar?
mundi það þýða? Jú, ég
gæti spurt gaurinn í tölvudeild-
inni hvað hann hafi í laun og hann
mætti svara mér, en hann þyrfti
þess ekki. Í dag má hann hreinlega
ekki svara mér. Ef hann svaraði
mér væri hann að brjóta ákvæði í
samningnum sínum.
launaleyndar er útópísk
hugsun einhverra kvenna sem
halda að við það að vita hvað Gunn-
ar í dreifingardeildinni er með í
laun hljóti þær að geta hækkað sig.
En hvað ef það yrði nú bara hrein-
lega til þess að aumingja Gunn-
ar mundi lækka í launum í stað-
inn.? „Ókei Gunnar, nú er verið að
afnema launaleynd þannig að við
þurfum að segja upp gamla samn-
ingnum með þagnarskyldunni …
þú manst. Við ráðum þig bara aftur
á lægri launum … ókei?“ Er þá ekki
skárra að hafa mysteríurnar allt í
kring? Þær eru meira spennandi.
Dularfulla
fólkið
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
90% HÚSNÆÐISLÁN
AF MARKAÐSVIRÐI
Við kaup á fyrstu íbúð getur lánshlutfall skipt verulegu máli. Því geta viðskiptavinir
Glitnis sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð fengið allt að 90% húsnæðislán af markaðsvirði,
ekki brunabótamati eins og aðrir bjóða. Reiknaðu dæmið til enda.
Kynntu þér útskriftartilboð Gullvildar á glitnir.is
*ÖLL LÁN ERU VEITT Í SAMRÆMI VIÐ ÚTLÁNAREGLUR GLITNIS
MUN LÆGRI VEXTIR Á YFIRDRÆTTI Í HEILT ÁR
ALLT AÐ 90% HÚSNÆÐISLÁN* AF MARKAÐSVIRÐI VIÐ KAUP Á FYRSTU ÍBÚÐ
NÁMSLOKALÁN* Á SÉRSTAKLEGA GÓÐUM KJÖRUM
MASTERCARD KREDITKORT MEÐ 20.000 KR. FERÐAÁVÍSUN
TRYGGINGAR HJÁ SJÓVÁ Á SÉRKJÖRUM
Ennþá til miðar í stæði
28. mars