Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 12

Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 12
Arabaleiðtogar hafa á ný lagt fram tilboð sitt til ísraelskra stjórnvalda um land fyrir frið. Kalla þeir eftir beinum viðræðum í von um að blása lífi í friðarviðræður í Mið-Austurlönd- um. Tilboðið var fyrst lagt fram árið 2002 en þá hafnað af Ísrael. Leiðtogarnir komu saman í Sádi-Arabíu þar sem vandamál svæðisins voru rædd. Auk Ísra- els var farið yfir ástandið í Írak, aukinn mátt Írans og lýstu leið- togarnir yfir ótta við kjarnorku- vopnakapphlaup í Mið-Austur- löndum. Talskona ísraelskra stjórnvalda sagði tilboðið áhugavert og hugs- anlegan grundvöll viðræðna en vildi ekki tjá sig meira um það að svo stöddu. „Ísrael verður að velja á milli tveggja kosta: að lifa í hringrás stöðugs stríðs og vaxandi haturs eða að samþykkja möguleikann á friði og sambúð þjóða,“ sagði kon- ungur Jórdaníu, Abdullah II, sem kallaði eftir því að Bandaríkin settu þrýsting á Ísrael. Í tilboðinu felst viðurkenning á Ísraelsríki og varanlegur friður við arabaríki gegn því að Ísrael hverfi frá því landi sem var her- tekið árið 1967. Kveðið er á um palestínskt ríki og „sanngjarna lausn“ á málum palestínskra flóttamanna sem voru þvingaðir af landi sínu sem nú er Ísrael. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 36 39 0 02 /0 7 High Peak Redwood svefnpoki Þægilegur að -3C° Mesta kuldaþol -20C° fermingargjöf Flott hugmynd að Fermingartilboð 5.990 kr. Verð áður 7.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Búrfell er heiti á fjalli . . . raunar mörgum fjöllum á Íslandi sem öll eru svipuð að lögun. Sumir telja að heitið Búrfell sé skírskotun til kistuformsins, nánar tiltekið búrkistu eða matarkistu. Það er fín tilgáta. Vörurnar frá Búrfelli eru ljúffengar gæðakjötvörur en á sérlega góðu verði. Búrfellsáleggið er í endurlokanlegum umbúðum, enda er gott að geta lokað matarkistunni sinni. Búrfell, góður matur á borð Búrfell álegg í nýjum og endur- lokanlegum umbúðum. í nýjum búningi, Samfylkingin kynnti í gær aðgerðaáætlun í málefnum barna sem nefnist Unga Ísland. Samkvæmt henni mun flokkur- inn beita sér fyrir markvissum aðgerðum til að bæta stöðu barna og barnafjölskyldna á Íslandi á næsta kjörtímabili. Þetta verð- ur gert í samstarfi við foreldra, skóla, sveitarfélög og fleiri. Meðal aðgerða sem kynntar voru í gær eru bætt tannvernd barna með ókeypis eftirliti og forvörnum, hækkun barnabóta, ókeypis skólabækur fyrir fram- haldsskólanema og stóreflt for- varnastarf gegn kynferðisof- beldi. Einnig ætlar flokkurinn að auka stuðning við börn innflytj- enda í skólakerfinu. „Við teljum skipta mestu máli að draga úr skerðingu barna- bóta, gera öllum sem vilja kleift að sækja framhaldsskóla með því að létta af þeim bókakostnaðinn og tryggja að öll börn eigi greið- an aðgang að tannvernd og -eftir- liti,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar- innar. Hún segir kostnaðinn við fyrstu níu aðgerðirnar í áætluninni vera um tvo til þrjá milljarða króna. „Það eru ekki stórar upphæð- ir miðað við útgjaldaloforð ríkis- stjórnarinnar.“ Bæta stöðu barna og unglinga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.