Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 20

Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 20
Húsið skagar upp úr á risa- vöxnu byggingarsvæði þar sem grafið hefur verið alls stað- ar umhverfis það. Fólk kallar það „Naglahúsið“ vegna stað- festu eiganda þess sem neitar að selja verktökum það, eins og nagli sem ekki er hægt að fjar- lægja, að því er kemur fram á fréttavef Herald Tribune. Barátta Wu Ping fyrir hús- inu sínu undanfarin tvö ár hefur vakið heimsathygli. Yfir 280 nágrannar hennar sættust á bætur sem þeim voru boðn- ar fyrir hús sín en hún stendur föst á sínu. Á hverju ári mótmæla þús- undir Kínverja því að þurfa að víkja af heimilum sínum fyrir nýjum háhýsum, golfvöllum eða iðnaðarhverfum. Sögur eru sagðar af handtökum og jafn- vel barsmíðum á fólki sem mót- mælir brottflutningi. Wu segist hafa meiri trú en aðrir. „Ég trúi því að þetta sé mín löglega eign og ef ég get ekki varið mín réttindi þá hefur það nýju eignalögin að háð- ungi.“ Á hún þar við lög sem kínverska þingið setti fyrr í þessum mánuði þar sem eigna- réttur er í fyrsta skipti tryggð- ur lögum samkvæmt. Þrátt fyrir allt lítur út fyrir að barátta Wu muni tapast á endanum. Verktakarnir sneru sér loks til húsnæðisyfirvalda í borginni sem gáfu út heimild til niðurrifs. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra býður starfsmenn Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði velkomna á starfsmannahátíð á morgun. Ásamt honum verða Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra gestir hátíðarinnar. „Þetta er hátíð sem Bandaríkja- menn kalla welcoming cerem- ony,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarða- áls. Bernt Reitan, aðstoðarfor- stjóri Alcoa í Bandaríkjunum verður einnig meðal gesta á hátíð- inni á morgun. Ráðherrar til Reyðarfjarðar Fulltrúar Persónu- verndar heimsóttu á miðvikudag Alcan í Straumsvík til að skoða kerfi sem stýrir kosningavef fyr- irtækisins. Að sögn Sigrúnar Jó- hannesdóttur, forstjóra Persónu- verndar, var fundurinn gagn- legur. „Við fengum afhent ýmis gögn sem við erum að fara í gegn- um núna. En það hefur ekki verið tekin ákvörðun um frekari að- gerðir og ég get ekkert fullyrt um hvenær sú niðurstaða mun liggja fyrir.“ Alcan gerði ákveðnar breytingar á vefnum þegar fyrirtækinu barst fyrirspurn frá Persónuvernd 15. mars síðastliðinn. Í svarbréfi sem fyrirtækið sendi frá sér síðastliðinn föstu- dag vegna vefsins segir meðal annars að „byrjað var á út- hringingum 10. mars síðastliðinn. Fram til 15. mars gátu þeir starfsmenn sem skráðu upplýsing- ar skoðað svör ein- staklinga, sem og „administrators“ (vefstjóra).“ Þörf fyrir þenn- an aðgang hafi síðar ekki reynst nauðsynlegur „þegar á reyndi og ekki er vitað til þess að aðgangurinn hafi verið nýttur. Var því ákveðið að fella þenn- an möguleika út úr kerfinu.“ Þeim við- mælendum sem skráð- ir voru í kerfið á þess- um tíma var ekki til- kynnt um að vefstjórar hefðu aðgang að öllum svörunum sem þeir gáfu þegar hringt var í þá. Auk þess hefur spurn- ing um forsendur þeirra sem hringt er í verið fjar- lægð úr gagnagrunni kosningavefsins. Starfsmenn gátu skoðað svörin Börn og foreldr- ar sameinuðust í mótmælagöngu í höfuðborg Nýja-Sjálands, Well- ington, á miðvikudag vegna laga- frumvarps sem kveður á um bann við flengingum. Eru mótmælin hluti af andstöðu við áætlun um að afnema ákvæði í hegningarlögum sem leyfir for- eldrum að nota „hæfilegt afl“ til að aga börn sín. Styðjendur frumvarpsins segja gildandi lög hafa verið notuð til að tryggja sýknu fyrir foreldra sem hafa verið ákærðir fyrir að berja börn sín. Í 500 manna mótmælagöngunni mátti sjá skilti með slagorðunum: „Skiptið ykkur ekki af fjölskyld- um“ og „Flengingar eru ekki bar- smíðar“. Ein stúlka veifaði skilti sem á stóð „Þið eruð ekki mamma mín og pabbi“. Á móti banni við flengingum Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735 og 898 1720, fax: 515 1717 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingis- kosninganna 12. maí nk. er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Hjá Sýslumanninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, er kosið alla virka daga kl. 9.00 – 15.30, laugardaga, sunnudaga og aðra helgidaga kl. 12-14, en lokað föstudaginn langa og páskadag. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýsingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosning.is Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS L Litháískur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 20. apríl. Hæstiréttur hefur staðfest þann úrskurð. Maðurinn er grunaður um að hafa stolið ýmsum verðmætum úr verslunum á höfuðborgarsvæð- inu. Við leit á honum fann lög- regla gasvopn og hníf. Maðurinn hefur hlotið fjóra refsidóma á árunum 1993-2001 í heimalandi sínu, samkvæmt upplýsingum frá Interpol. Fyrst þriggja ára fangelsi fyrir rán, þá fjögurra ára fangelsi fyrir rán og eignaspjöll, síðan fjögurra ára fangelsi fyrir rán og loks þriggja ára fangelsi fyrir þjófnað. Stórþjófur í gæsluvarðhald
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.