Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 48
BLS. 8 | sirkus | 30. MARS 2007 G rettir á sennilega betur við í dag en hann gerði árið 1980 því „skyndifrægð“ er líklega þekktara fyrirbæri í dag en þá,“ segir Birgitta Birgisdóttir leikkona, sem leikur Breddu í Gretti. „Ég verð afar sjaldan vör við að fólk þekki mig úti á götu. Það er aðallega á barnum þegar fólk er í bjór sem það kannast við mig úr auglýsingum,“ segir Birgitta og bætir við að hún hafi litla þörf fyrir að vera þekkt andlit. „Í dag geta allir orðið frægir og fyrir hvað sem er en svo eru margir hæfileikaríkir og flottir leikarar sem eru þekktir fyrir vinnuna en ekki fyrir að birtast í slúðurblöðunum svo þeir sem fara í leikhúsin þekkja þá en ekki hinir.“ Birgitta segir ákveðinn hóp einfaldlega frægan fyrir að vera frægur. „Ég vil ekki nefna nein nöfn. Frægð er skrítið hugtak og af hverju má fólk ekki vera frægt fyrir áhugamál sín eða fyrir að gefa öðrum ráðleggingar eins og þeir sem eru frægir fyrir störf sín? Sú tilhneiging ríkir að þeir sem eru frægir fyrir að afreka eitthvað eru viðurkenndari en hinir og sjálf dæmi ég ef ég sé sömu andlitin í blöðunum aftur og aftur en veit ekki af hverju fólkið er þarna. Landið er lítið og fjölmiðlar geta auðveldlega búið til frægt fólk. Ég held að fólki finnist frægð tiltökumál en það vilja allir vera kúl á því. Það eru allir að passa upp á sitt svæði og vilja ekki missa það þegar þeir sjá einhvern frægan. Það þykir ekki töff,“ segir Birgitta og bætir við að ef fræg persóna gangi inn á veitingastað breytist andrúmsloftið gjarnan á staðnum. „Það stekkur samt enginn af stað og biður um eiginhandaráritun en einhvern veginn verða allir meira varir um sig. Stemningin er ekki orðin eins og í Ameríku þar sem fólk er sett upp á stall þar sem það er ósnertanlegt og jafnvel komið yfir mannlegt eðli. Hlutirnir eru samt að breytast hér og þegar fólk getur ekki fengið að fara í sund í friði þá er þetta orðið kjánalegt.“ Aðspurð hvort hún þekki einhvern sem hafi látið frægðina breyta sér segir hún ekki svo vera. „Engan persónulega en okkur er mannlegt að dæma og það er ofsalega auðvelt að fletta í gegnum blöð eins og Séð og heyrt með kaffibollann sinn og dæma þá sem þar eru án þess að hafa eitthvað fyrir sér. Ég get samt alveg ímyndað mér að ef maður yrði allt í einu rosalega frægur þá væri auðveldara að fara í þá áttina og verða svolítil prímadonna. Það þarf örugglega sterka manneskju til að halda sér niðri á jörðinni eða það ímynda ég mér.“ Birgitta segir takmarkið sitt með leiklistinni ekki það að verða fræg. Leiklistin snúist að vissu marki um að vera sýnilegur en hver og einn þurfi að hafa sitt prinsipp. „Nema hjá þeim sem hafa það takmark að verða frægur. Þeir hljóta að gera ansi margt sem er gott og blessað fyrir þá sem það velja en sjálf myndi ekki gera hvað sem er fyrir frægðina.“ indiana@frettabladid.is Þ essi ádeila á dýrkun fræga fólksins á mjög vel við í dag,“ segir Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona, sem leikur nokkur hlutverk í söngleiknum Gretti, þar á meðal kennara, skriftu og unglingsstelpu sem er kölluð Feita. „Leikritið er ádeila á þessa tilbeiðslu á fræga fólkið, einnig á ásóknina í að verða frægur og eiga sitt pláss í fjölmiðlum en í leiðinni að týna kannski hluta af sjálfum sér,“ segir Álfrún og bætir við að það sé líklega auðveld- ara að verða frægur og slá í gegn í dag en fyrir aldarfjórðungi. „Fjölmiðlarnir eru orðnir ágengari og það eru fleiri glanstímarit og slúðurblöð. Að sama skapi og það er auðvelt að rísa er hægt að falla fljótt aftur eins og gerist í leikritinu.“ Álfrún Helga segist ekki finna fyrir að vera þekkt persóna í daglega lífinu. Hins vegar þegar hún skelli sér út á lífið finni hún stundum fyrir að vera þekkt andlit. „Þegar fólk er í glasi er það ófeimnara við að koma upp að manni en ég finn meira fyrir því eftir að hafa verið í sjónvarpi eða kvikmyndum en á sviði. Börnin eru líka dugleg að benda og tala við mig þegar ég leik í barna- leikritum.“ Aðspurð hvort hún telji Íslendinga það góða með sig að þeir nálgist síður stjörnurnar segir hún mikið til í því. „Við erum meira inni í okkur en fólk í suðrænum löndum þar sem flautað er á eftir stelpum. Við erum svo töff og verðum alltaf að halda kúlinu. Svo þekkir líka annar hver maður einhvern frægan því við Íslendingar erum svo fáir svo það er ekki eins merkilegt og í stærri löndum. Við erum bara 300 þúsund svo það er ekki mikið mál að láta alla vita hver þú ert. Hér eru svo fáir fjölmiðlar og þú kemst varla í gegnum daginn án þess að fletta í gegnum Fréttablaðið eða rekast á Séð og heyrt svo það er tiltölulega auðvelt að slá í gegn hér á landi ef fólk ætlar sér það. Allavega ekki gefast upp, þetta er hægt,“ segir hún brosandi. Álfrún segist ekki stunda leiklistina vegna frægðarinnar og hún er ekki á því að allir eigi sér þann draum að slá í gegn. „Ég held það sé afar persónubundið og ég er viss um að það kæri sig ekki allir um að verða frægir. Stundum er frægðin fylgifiskur listarinnar en svo eru sumir frægir fyrir það eitt að vera frægir. Sumt fólk sér maður aftur og aftur í blöðum á við Séð og heyrt en veit ekkert meira um það. Kannski á það peninga eða hefur sýnt á sér brjóstin, það þarf svo lítið í rauninni. Sjálfri finnst mér frekar óþægilegt þegar fólk vendir sér að mér og talar við mig eins og það þekki mig og ég væri í rauninni alveg til í að vera nafnlaus en þetta truflar mig ekki í daglegu lífi enda er ég ekki nógu fræg til þess. Þetta getur samt alveg orðið vandræðalegt en er hluti af lífi leikarans.“ SÖNGLEIKURINN GRETTIR VERÐUR SÝNDUR Í BORGARLEIKHÚSINU Á NÆSTU DÖGUM EN LEIKRITIÐ SLÓ Í GEGN ÞEGAR ÞAÐ VAR SÝNT FYRIR 25 ÁRUM SÍÐAN. SIRKUS RÆDDI VIÐ ÞRJÁR LEIKKONUR ÚR GRETTI OG SPJALLAÐI VIÐ ÞÆR UM UMFJÖLLUNAREFNI SÖNGLEIKSINS, FRÆGÐINA. Það geta allir orðið frægir FRÆGÐIN GETUR VERIÐ VANDRÆÐALEG Við erum svo töff og verðum alltaf að halda kúlinu. Svo þekkir líka annar hver maður einhvern frægan því við Íslend- ingar erum svo fáir svo það er ekki eins merkilegt og í stærri löndum. G rettir passar mjög vel við í dag og umfjöllunarefni verksins tengir okkur við raunveruleikasjón- varpið sem tröllríður öllu í sjónvarpsdag- skránni. Jón og Gunna á götunni geta auðveldlega orðið fræg ef þau hafa áhuga á því og hugtækið frægð er orðið mun víðtækara,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona og bætir við að fólk öðlist ekki aðeins frægð við að skara fram úr á sínu sviði heldur einnig ef það eignast frægan maka og jafnvel ef það hittir einhvern frægan. Aðspurð segist Nanna Kristín ekki finna fyrir að vera þekkt andlit. „Ég get ekki sagt að frægðin sé eitthvað að þvælast fyrir mér. Ég vinn mína vinnu, hef haft mikið að gera og hef unnið í mörgum leikhúsum við fjölbreytt verkefni. Það er helst þegar ég hef leikið í Áramótaskaupinu að ég tek eftir að fólk horfi á mig úti á götu fyrstu tvær vikurnar í janúar. Annars fell ég vel inni í hópinn.“ Nanna Kristín segir að þeir sem ekki fíli athygli hafi varla áhuga á leiklistinni. „Athyglin fylgir leikarastarfinu en það er ekki eins og hún sé eitthvað að angra mann í hinu daglega lífi. Ég held að flestir sem ætli sér að verða leikarar séu eitthvað smá athyglissjúkir en þá ekki í neikvæðri merkingu, það er eiginlega nauðsynlegt að leikarar njóti þess að segja áhorfendum sögu,“ segir hún. Aðspurð hvort sumir séu jafnvel frægir fyrir að vera frægir segir hún svo ekki vera. „Eitthvað gerir þetta fólk til að eftir því sé tekið. Það er frægt þótt það tengist ekki endilega starfi þeirra. Það er hins vegar ekki farið að skipta jafn miklu máli fyrir hvað fólk þekkist, hvort það sé búið að vinna í listageiranum, fjölmiðlum eða stjórnmálum í 30 ár eða hvort það hafi deitað einhvern úr Spice Girls, fólk fær alveg jafn mikið pláss í glans- tímaritunum. Hin svokallaða frægð á Íslandi er nú ekkert endilega eftirsóknarverð. Þú ert t.d. að taka viðtal við mig um frægð af því að ég er leikkona og er að æfa Gretti, en í Gretti er einmitt fjallað um hvernig stjarna er hreinlega búin til. Ég er sem sagt í starfi mínu að deila á þá viðurkenningu sem fólk fær af því að vera frægt en er samt á forsíðunni hjá þér massa hress. Svolítið mótsagnakennt! Ég verð ekki tekin alvarlega sem listamaður eftir þetta,“ segir hún og hlær. „Á þessu litla landi eiga allir möguleika á frægð í einhvern tíma en svo er spurning hvort þeir gleymist ekki þegar næsta stjarna tekur við. Það eru ekki margir Laddar til en við skulum sjá hvort t.d. Sveppi verði kominn í spor Ladda eftir 30 ár. Kannski verður hann orðinn klassík, kannski mun enginn muna eftir honum en líklega verður honum bara slétt sama.“ FRÆGÐIN ÞVÆLIST EKKI FYRIR Stemningin er ekki orðin eins og í Ameríku þar sem fólk er sett upp á stall þar sem það er ósnertanlegt og jafnvel komið yfir mannlegt eðli. ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR FRÆGÐ ER SKRÍTIÐ HUGTAK Það er helst þegar ég hef leikið í Áramótaskaupinu að ég tek eftir að fólk horfi á mig úti á götu fyrstu tvær vikurnar í janúar. Annars fell ég vel inni í hópinn. BIRGITTA BIRGISDÓTTIR NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR SI R K US M YN D IR /V AL LI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.