Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 70

Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 70
BLS. 14 | sirkus | 30. MARS 2007 Hvað á að gera um helgina? „Ég mæli með líkamsrækt hjá JSB í Lágmúlanum fyrir allar konur. JSB er æðisleg dekurstöð þar sem góður andi ríkir. Þar eru konur til að hafa það skemmtilegt en ekki til að sýna sig og sjá aðra. Ekta á forsendum kvenna.“ Guðrún Gunnars- dóttir söng- kona „Ég mæli með South Park, 11. sería er komin á fullt og þættirnir verða bara betri og betri. Ég mæli líka með að hlusta á „Sýnið tillitssemi ég er frávik“ með hljómsveitinni Ælu, ef fólk er ekki búið að því, og svo er alveg óhætt að hvetja fólk til að fara að sjá Gretti í Borgarleikhúsinu því þar eru bara töffarar að sjá um tónlistina. Svo eru Blonde Redhead og Reykjavík! að fara að spila á Nasa í vikunni. Um að gera fyrir fólk að fara þangað því þar verður stuð.“ Ágúst Bogason, útvarps- og tónlistarmaður „Ég mæli með nýja disknum með Caroline af Ugglas. Það getur ekki hver sem er farið í fótspor hennar Janis Joplin, en Caroline tókst það á sænsku. Hljómdisk- urinn, sem kom út í janúar, hefur vissulega fengið misjafna dóma í Svíþjóð og víðar, en fyrir gamla aðdáendur Janis heitinnar Joplin er þessi diskur eins og himnasending og fær að hljóma aftur og aftur í tækinu mínu, mér og kisunum mínum til ánægju.“ Anna Kristjáns- dóttir „Ég mæli með landsbyggð- arfólki. Að láta rigninguna lemja sig í andlitið a.m.k. einu sinni í viku. Tinnabókun- um. Brauðuppskriftinni aftan á spelt- hveitipökkunum frá Himneskri hollustu.“ Brynhildur Ólafsdóttir fréttakona „Við ætlum að vera á staðnum og ef einhver vill koma og hitta okkur þá er það velkomið,“ segir Aníta Kristín Jónsdóttir en Aníta og vinkona hennar, Una Nikulásdóttir, sögðu sögu sína í síðasta Sirkus-blaði. Stelpurnar hafa báðar gengist undir magaminnkunaraðgerð og eru alsælar með árangur sinn. Nú hafa þær ákveðið að stofna hóp þeirra sem hafa farið í aðgerðina eða eru að hugsa um að láta slag standa. „Við ætlum að hittast í fyrsta skiptið á Café Aroma í Hafnarfirði klukkan 3 sunnudaginn 15. apríl. Þeir sem vilja vita meira áður en þeir mæta geta sent mér tölvupóst á anita@vortex.is eða kíkt á spjallið okkar www. magaadgerd.com,“ segir Aníta og bætir við að það sé gott að geta talað við þá sem búa yfir svipaðri lífsreynslu. „Kannski mæta tíu en kannski enginn og þá verður bara að hafa það. Við vonum að einhver mæti því það eru alls kyns spurningar sem liggja á manni eftir að hafa farið í aðgerðina og áður en maður tekur ákvörðun um að fara í hana. Það verður gaman að skiptast á reynslu- sögum og svo getum við jafnvel farið saman í göngutúra þegar á líður,“ segir Aníta Kristín. indiana@frettabladid.is Hittast og deila reynslu sinni VINKONUR Una Nikulásdóttir og Aníta Kristín Jónsdóttir vilja deila reynslu sinni með fleirum og skipuleggja hitting sunnudaginn 15. apríl. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus SIR K USM YN D /VILH ELM „Sýningar á Ronju kláruðust um síðustu helgi svo ég geri ráð fyrir að þetta verði pínu skrýtin helgi. Það er aldrei að vita nema ég setji á mig Ronjuhárið og syngi nokkur lög heima í stofu, svona einræn minningarathöfn! Nei, nei, ætli ég reyni ekki bara að njóta þess að vera í fríi. Borða, sofa og hitta vini, það er alltaf gott. Nú ef ég er að farast úr fráhvörfum frá leikhúsinu væri ekki vitlaust að skella sér á eina sýningu, t.d. Dag vonar í Borgarleikhúsinu.“ Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona „Helgin verður notuð í að slappa af. Á föstudagskvöldið ætla ég að kíkja á rokktónleika á Dillon. Svo verður laugardagurinn notaður í að fara í sund, sitja yfir kaffibolla og kannski grilla. Á sunnudaginn hefst svo vinnuvikan því þá er ég að sýna tvær sýningar á söngleiknum Abbbababb og svo millistjórnanda-dramað Eilífa hamingju um kvöldið, en kannski maður nái samt að kaupa eitt lítið páskaegg og taka forskot á sæluna!“ Orri Huginn Ágústs- son leikari „Það er nóg að gera eins og venjulega. Ég ætla að vinna eitthvað og fá mér osta og rauðvín á laugar- dagskvöldið og hafa það huggulegt heima. Á sunnudaginn þarf ég að syngja í fermingu og fer svo í aðra fermingarveislu og borða þar vonandi góðan mat.“ Alda Ingibergsdóttir sópransöngkona „Ég er að fara að opna nýja lífsstílsverslun í Bæjarlind 16 sem heitir Hann, hún og heimilið. Þar mun ég selja vandaða gjafavöru, allt frá bleikum verkfærasett- um fyrir konur yfir í flotta vínflöskupela. Þótt ég segi sjálfur frá er þetta rosa flott verslun.“ Valur Heiðar Sævarsson söngvari Jóhann H. Harðarson 1. Ekki glóru. 2. Ómar Ragnarsson, Margrét Sverrisdóttir og Jakob Frímann Magnússon. 3. 1959. 4. Val. 5. Bold and the Beautiful. 6. Eddy Murphy. 7. Steingrímur Sævarr Ólafsson. 8. Rokland. 9. 100 ára. 10. Þór Sigfússson. Rétt svör: 1. Kate Middleton.2.ÓmarRagnarsson,Margrét Sverrisdóttir og Jakob FrímannMagnússon.3.1959.4. Val.5. Bold and the Beautiful.6. Eddie Murphy.7. Steingrímur Sævarr Ólafsson.8.Rokland.9.60 ára.10. Þór Sigfússon. Þóra Sigurðardóttir 1. Kate Middleton. 2. Ómar Ragnars, Jakob Frímann og Margrét Sverrisdóttir. 3. 1963. 4. Val. 5. Bold and the Beautiful. 6. Eddie Murhpy. 7. Steingrímur Ólafsson. 8. Rokland. 9. 40 ára. 10. Hef ekki hugmynd. Jóhann Hlíðar stöðvar sigurgöngu Þóru með 8 stigum gegn 7. Þóra skorar á Mörtu Maríu Jónsdóttur. Spennan magnast. Fylgist með. SPURNINGAKEPPNI sirkuss 1. Hvað heitir kærasta Vilhjálms Bretaprins? 2. Hvaða þríeyki stendur fyrir Íslandshreyfing- unni? 3. Hvaða ár fæddist Eiríkur Hauksson? 4. Með hvaða íslenska handboltaliði spilar Markús Máni Mikaels- son? 5. Hvaða sápuópera fjallar meðal annars um Forrester- fjölskylduna? 6. Hver leikur aðalhlut- verkið í kvikmyndinni Norbit sem sýnd er í bíóhúsum þessa dagana? 7. Hver er ritstjóri Íslands í dag? 8. Hvaða bók Hallgríms Helgasonar fjallar um Bödda Steingríms? 9. KSÍ hélt upp á afmæli sitt í vikunni. Hvað er sambandið gamalt? 10. Hver er forstjóri Sjóvár? SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR SIGR- AÐI JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON Í SÍÐUSTU VIKU. JÓNSI SKORAÐI Á REKTOR HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK SEM BAÐST UNDAN. JÓHANN HLÍÐAR HARÐARSON TÓK HINS VEGAR ÁSKORUNINNI. Við mælum með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.