Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2007, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 30.03.2007, Qupperneq 84
„Eingöngu þeir sem sofa gera engin mistök.“ Alþingi samþykkir aðild Íslands að NATO Jón Hnefill Aðalsteinsson þjóðfræð- ingur varð áttræður í gær og af því tilefni efna samstarfsmenn hans og félagar til málþings honum til heið- urs í dag. Jón Hnefill er fæddur á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal árið 1927. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1948 og hélt síðan til frek- ara náms í Svíþjóð þar sem hann nam trúarbragðasögu, heimspeki og trú- arsálarfræði við Stokkhólmsháskóla. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1970 og hélt síðan aftur til Svíþjóðar þar sem hann lagði stund á þjóðfræði og lauk doktorsprófi frá Uppsalaháskóla árið 1979. Jón Hnefill á að baki farsælan feril sem fræðimaður og kennari en hann er af mörgum álitinn faðir þjóðfræð- innar hér á landi enda hafði hann frumkvæði að því að komið var á fót þjóðfræðiskor við félagsvísinda- deild Háskóla Íslands og mótaði hann áherslur í kennslu hennar fyrstu árin auk þess að kynna hingað til lands er- lenda strauma og stefnur í faginu. Hann varð fyrstur manna dósent í þjóðfræði árið 1988 og prófessor fjór- um árum síðar. „Mér finnst nú bara ánægjulegt að vera svona sæmilega frískur og fá að njóta lífsins,“ segir Jón Hnefill hóg- vær þegar hann er inntur eftir hugð- arefnum sínum á þessum tímamót- um. Hann segist hafa notið þess mjög að fá að fylgjast með þjóðfræðinni vaxa og dafna innan íslenska fræða- samfélagsins. „Þetta gengur mjög vel, nú hafa færir menn tekið við og þeir eru líklegir til góðra og eftirminni- legra verka,“ segir hann. Jón Hnef- ill er prófessor emeritus við skorina og segist fylgjast með starfinu þar af áhuga. Jón Hnefill hefur ritað fjölda bóka og eftir hann liggja margar ritgerð- ir í íslenskum og erlendum tímaritum auk þess sem hann hefur lagt mikið af mörkum til þjóðfræðirannsókna hér á landi. Áhugaefni hans eru fjöl- breytt en gjarnan af trúarlegum toga svo sem norræn trú og goðsögur, þjóð- trú og ævintýri, gátur, spádómar og tækifæris-skáldskapur svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur langt því frá lagt fræðin á hilluna því hann kveðst enn vera að skrifa, á næstunni birtist til dæmis grein eftir hann um Eddukvæðin í Skírni og önnur í þýsku fagtímariti. Á málþinginu sem haldið verður í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í dag verður hugað að fortíð og fram- tíð en þar flytja nemendur og fleiri velunnarar Jóns erindi um fjölbreytt þjóðfræðileg efni. Málþing þetta er til marks um þá grósku sem ríkir í þjóð- fræðarannsóknum nútímans en þar verður til að mynda fjallað um goða- nöfn, keðjubréf og grínefni í íslensk- um fjölmiðlum. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Þorbjörn Gunnarsson, fyrrv. forstjóri, lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík, hinn 28. mars sl. Útför hans verður auglýst síðar. Gunnar Ingi Gunnarsson Erna Matthíasdóttir Hjördís G. Thors Ólafur Thors Ólafur Þór Gunnarsson A. Linda Róberts Ingibjörg Gunnarsdóttir Grétar Örvarsson og afabörn. Ástkær eiginkona mín, Sigríður Ragnhildur Valsdóttir, Hlíðarbyggð 28, Garðabæ, lést miðvikudaginn 28. mars sl. Útförin fer fram í Vídalínskirkju miðvikudaginn 4. apríl kl. 13. Helgi Pétursson Björg Hoe Helgadóttir Jóhann Birgir Jóhannsson Anna Maren Hoe Helgadóttir Berglind Helgadóttir Pétur Ottesen Björg Julie Hoe Hermannsdóttir Ingibjörg Kristín Valsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur, tengdadóttur, systur og mágkonu, Sólveigar Ólafsdóttur Efri Brúnavöllum 1. Hermann Þór Karlsson Sigurlína Margrét Hermannsdóttir Ólafur Hjaltason Steinunn Ingvarsdóttir Hjalti Ólafsson Ragnheiður Líney Pálsdóttir María Karen Ólafsdóttir Valdimar Bjarnason Atli Sigurðsson, Kattie Nielsen Snæfríður Ólafsdóttir Hjalti Gestsson Karl Stefánsson, Þóra Hermannsdóttir og aðrir aðstandendur. Bróðir minn Þormóður Eiríksson, sem lést í Hulduhlíð, Eskifirði, mánudaginn 26. mars verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 31. mars kl. 11.00. F.h. aðstandenda, Þorbjörg Eiríksdóttir. „Já, eða hálfri milljón minna fátæk- ari,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, fram- kvæmdastjóri Vísindasiðanefndar. Ólöf sló í gegn í sjöundu og næstsíð- ustu viðureign fyrstu umferðar Meist- arans sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ekki einasta gerði hún sér lítið fyrir og krækti sér í hálfa milljón heldur rúllaði hún upp gömlum kennara sínum, Erlingi Sigurðssyni, sem kenndi henni í MA. Góður lærimeistari. Ólöf er hógværðin uppmáluð og vill alls ekki meina að hún sé betur að sér en Erlingur. Þarna skipti öllu heppni með spurningar og dagsform- ið. Hún bjóst ekki við því að komast áfram enda óæfð sökum anna við nám og vinnu. En með frammistöðu sinni er Ólöf Ýrr komin í fjórðungsúrslit ásamt Pálma Óskarssyni, Birni Guðbrandi Jónssyni, Illuga Jökulssyni, Magnúsi Þorláki Lúðvíksyni, Páli Ásgeiri Ás- geirssyni og Helga Árnasyni. Keppnin milli þeirra Ólafar og Er- lings var lengi vel í járnum. Og þegar komið var í síðasta hlutann, töluspurn- ingarnar, var staðan jöfn eða 20 stig gegn 20. Þá ákvað Erlingur að tefla djarft, lagði tvisvar undir fimm stig en tapaði í bæði skipti. Ólöf lagði hins vegar eitt stig undir, hafði svarið en er þá komin í 21 – 10 sem þýðir að „stóra spurningin“ er hennar. Hún tók áhætt- una sem borgaði sig. Lenti á hálfrar milljóna króna spurningu, var spurð út úr Biblíunni og kannaðist við sig þar. Hún var því orðin 500 þúsund krónum ríkari og búin að vinna keppnina. „Hvað ég ætla að gera við pening- inn? Ætli hann fari ekki að einhverju leyti í hítina. En maður reynir að gera sér glaðan dag fyrst það losast ögn um tökin í bili. Hugsa að þetta fari svolítið í ferða- sjóð. Enda stórferðalög sem standa fyrir dyrum.“ Hálf milljón í hítina og ferðasjóð Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.