Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 88

Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 88
Kl. 16.00 Uppákoma í húsi Ó. Johnson & Kaaber við Sæbraut. Franska leik- konan Anne Brochet flytur níu síðna setningu „L‘image“ ásamt dansaranum Damien Jalet sem túlkar við tónlist eftir Kiru Kiru og Alexöndru Gilbert. Franski leik- stjórinn Arthur Nauzyciel stýrir viðburðinum sem er liður í menn- ingarkynningunni Pourquoi Pas? Viðburðurinn verður endurtekinn kl. 15 á morgun. Af handahófi Vídeó- og kvikmyndahátíðin 700IS Hrein- dýraland stendur nú yfir á Austurlandi. Á hátíðinni eru sýnd tæplega níutíu verk víðsvegar að úr heiminum en tvö verkanna voru verðlaunuð á dögunum. Valnefnd kaus verk bandarísku listakon- unnar Angelu Ellsworth, „HOT AIR“ sem verk hátíðarinnar. Helena Stefánsdóttir hlaut verðlaun fyrir besta íslenska verkið en mynd hennar „Anna“ þykir afar vel heppnuð. Hátíðinni lýkur um helgina. Bestu myndirnar Einn vinsælasti heimspekingur samtímans, Slavoy Zizek, er kom- inn hingað til lands í stutta heim- sókn og heldur tvo fyrirlestra í dag: þann fyrri í Háskólanum á Bifröst kl. 11 og hinn seinni í Öskju, nátt- úrufræðahúsi Háskóla Íslands kl. 16.30 í dag. Í gær var heimildar- mynd Sophie Fiennes um álit og ályktanir Zizeks um kvikmynda- listina sýnd í Norræna húsinu og verður Fiennes með masterclass þar sem hún byggir á kvikmynd- inni í Öskju á morgun. Í heimi hugvísinda og heimspeki er gesturinn stórt nafn og vafið miklum ljóma. Það glampar mikið á þennan háskólakennara frá Ljub- ljana í Slóveníu. Hann hefur um langt skeið verið áhrifamikill í umræðu um ólíklegustu efni enda kvikur andi og óvenju frjór í víð- feðmum áhuga sínum og sláandi málflutningi og niðurstöðum. Hann í miklu áliti víða um lönd og á sér taumlitla aðdáendur. Hann fæddist í Ljubljana 1949 og heldur þar heimili þó hann ferð- ist mikið og víða en hann er auð- fúsugestur víða í háskólum og menntastofnunum. Han lærði heimspeki Í heimalandi sínu og lauk þaðan doktorsprófi sem leiddi hann til frekara náms í París. Zizek er kenndur við skóla franska sál- könnuðarins Lacan, en varasamt er að kenna hann við einhvern skóla, svo frjór er hans akur og sprettan bæði mikil og fjölbreytt á bragð- ið. Hann hefur gefið út yfir fimm- tíu rit um ýmis efni og hefur verið þýddur mikið. Zizek er gjarna dreginn í dilk með menningarfræðingum, fyrst og fremst sökum þess að gagn- rýni hans og deilurit sækja í brunn menningar Vesturálfu og kennir þar margra grasa í gríðarlegri þekkingu hans og beinskeyttum skoðunum á ólíklegustu hlutum sem hann nýtir í samtal sitt við les- andann. Hann er sagður afar lif- andi og ögrandi fyrirlesari. Zizek hefur víða farið: hann var gistiprófessor í París á nýjunda áratugnum og kenndi við banda- ríska skóla á þeim tíunda. Hann hefur haldið yfir 350 þing af ýmsu tagi á síðustu tveimur áratugum. Heimspekingur í heimsókn Í gær var gengið frá nokkr- um samstarfssamningum Listahátíðar í Reykjavík við einkaaðila sem koma að ein- stökum viðburðum á Lista- hátíð sem stendur yfir frá 10. til 26. maí í vor. Actavis og Icelandair gengu frá styrktarsamningum sínum, sem eru hvor með sínum hætti. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, gekk frá samstarfssamningi við Vorblót, fyr- irtæki Þorsteins Stephensen og Hr. Örlygs um samstarf vegna tónleika Gorans Bregovic og stórhljómsveit- ar hans í Laugardalshöll 19. maí. Vorblót er nú haldið í annað sinn og verður margt viðburða á þeirri hátíð sem helguð er heimstónlist. Þá var gengið frá samstarfssamningi við Actavis en fyrirtækið stendur sem kunnugt er fyrir viðamiklum rekstri í lyfjaiðnaði í Balkanlönd- unum, Serbíu, Rúmeníu og Búlg- aríu og hefur alls um 11 þúsund starfsmenn á sínum snærum. Acta- vis kemur sérstaklega að heimsókn Bregovic hingað og sagði Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, framkvæmda- stjóri á sölu og markaðssviði fyr- irtækisins, að það hafi verið þeirra mönnum þar eystra sérstakt keppi- kefli að koma að heimsókn Bregov- ic hingað norður. Væri þetta í fyrsta sinn sem Actavis kæmi að stuðningi við atburð á Listahátíð. Þá var gengið frá samningi um stuðning Icelandair við Listahátíð en fyrirtækið á sér lengsta sögu allra einkafyrirtækja sem stutt hafa Listahátíð í sögunni. Þau Þór- unn og Jón Karl Ólafsson forstjóri gátu ekki fyrir sitt litla líf rifjað upp hversu lengi þetta samstarf hefur staðið en leiða má líkur að því að það hafi staðið allar götur frá því Ragnar í Smára setti Listahá- tíð í Reykjavík af stað 1968, tveim- ur árum áður en ríki og borg komu að henni. Þórunn sagði á blaðamannafundi á fimmtudag að hlutur styrkja einka- aðila yrði alltaf stærri hluti af fjár- hagsáætlunum Listahátíðar. Reikn- að væri með að aflafé hennar kæmi að jöfnu úr fjórum áttum: ríki og borg legðu til hvorn sinn fjórðung- inn, sá þriðji kæmi frá miðasölu, en nú væri svo komið að síðasti fjórð- ungurinn frá kostunaraðilum væri orðinn stærstur framlaga við Lista- hátíð og hefði aldrei verið hærri. Sagðist Þórunn vona að það ástand væri ekki bundið við þá veltutíma sem nú færu um íslenskt samfélag. Einkafyrirtæki héldu sínum hlut til framtíðar. Hún sagði allar vinnu- reglur Listahátíðar um kostun mót- ast af reglum sambands alþjóðlegra listahátíða sem Listahátíð í Reykja- vík væri aðili að. Aðrir kostunaraðilar sem koma að Listahátíð eru Kaupþing, Rad- isson og Samskip sem eru auk Ice- landair aðalkostunaraðilar. Stuðn- ing við einstaka viðburði leggja þeir til Landsbankinn (San Francis- co ballettinn), Actavis (Goran Breg- ovic), Straumur-Burðarás (Kon- ono), Glitnir (Dmitry Hvorostovsky og Bryn Terfel). Aðrir samstarfsað- ilar eru Þjóðleikhúsið, Flugfélag Ís- lands, RÚV: rás 1, rás 2 og sjónvarp, Síminn, Byggðastofnun og franska ríkið. Utan þess koma einstök fyr- irtæki að ýmsum atburðum en þá fyrir tilstuðlan sýninga- og sam- komuhaldara. Jacobsen Dagar New Style Restaurant / Pósthússtræti 11 / 578 2008 / www.silfur.is P IP A R • S ÍA • 7 0 5 9 1 Marineruð og bjórsoðin klaustursbleikja „Saaz Blonde“ með spínati, aspas, beikoni og eggjasósu. Íslenskur humar „Saaz Blonde“. Lambafillet og hægeldaður lambaskanki „Brown Ale“ með dilli, kartöflufroðu, blómkáli, ólífum og bjórgljáðum heslihnetum. Crème caramel „páskabjór“ með lime og engifer ásamt pistasíuhjúpuðum banana og karamellu-balsamico ís. Fjögurra rétta seðill með bjór: 8.900,- á sérréttaseðli Silfurs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.