Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 94

Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 94
30 milljónir á fjórum mínútum Breski tónlistarmaðurinn Sir Cliff Richard hélt vel heppnaða tónleika í Laugar- dalshöll í fyrrakvöld. Söng hann flest sín þekktustu lög við frábærar undirtektir viðstaddra. Richard söng í rúmar tvær klukku- stundir og tók sér jafnframt góðan tíma á milli laga til að spjalla við áheyrendur. Áður en hann söng Eurovision-lag sitt Congratulat- ions spurði hann hvort Íslending- ar hefðu getað kosið þegar hann tók þátt 1968, því einungis mun- aði einu stigi að hann hefði unnið keppnina. Á fimmta þúsund manns voru í Höllinni og skemmtu sér konung- lega. Einhverjir áttu þó í erfiðleik- um með hitann og loftleysið sem skapaðist í salnum og þurftu þeir að- hlynningu hjúkrunarliða frá björg- unarsveitunum, sem eru ávallt til taks á tónleikum sem þessum. Richard hélt af landi brott í gær og að sögn tónleikahaldarans Guð- bjarts Finnbjörnssonar var hann rosalega ánægður með tónleik- ana. Var hann einnig ánægður með veðrið og lýsti yfir áhuga á að koma hingað aftur. „Hann langaði mjög mikið til að sjá norðurljósin en það var því miður skýjað,“ sagði Guð- bjartur, sem snæddi með honum kvöldverð eftir tónleikana. Í kvöld ræðst hvaða tveir kepp- endur koma til með að keppa um X-Factor titilinn í næstu viku. Þrjú atriði standa eftir og í kvöld verður einn dómari að bíta í það súra epli að þurfa að vera þátttakandalaus í úrslita- þættinum. Þau Jógvan, Hara og Guðbjörg syngja öll tvö lög en það verður síðan þjóð- arinnar að velja þá tvo áfram en senda einn heim. Undir- búningur fyrir sjálfan úrslita- þáttinn er í fullum gangi og á þriðjudaginn verður tilkynnt hverjir semja lagið sem þátt- takendurnir tveir koma til með að flytja, hvor með sínu nefi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru það upptökustjór- inn Óskar Páll Sveinsson og Stefán Hilmarsson sem semja lagið og verður það frumflutt á þriðjudaginn þegar úrslita- kvöldið verður kynnt fyrir fjölmiðlum. Til stóð að fá sjálfan Simon Cowell til að krýna fyrsta sig- urvegarann. Heimildir Frétta- blaðsins herma að þessi orð- heppni og kjaftfori dómari hafi verið mjög spenntur fyrir að kíkja á næturlíf Reykjavík- urborgar en sú áætlun ku ekki hafa gengið upp sökum þétt- skipaðrar dagskrár hjá sjón- varpsstjörnunni. Og fellur það því í hlutskipti Höllu Vil- hjálmsdóttur að tilkynna hver hreppir hnossið eftir viku. Jógvan, Hara og Guðbjörg berjast „Ég er ekkert að djóka og þetta eru engar ýkjur; miðarnir á Josh Groban fóru á fjórum mínútum,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Concert. Hann upp- lýsir jafnframt að aukatónleikum hafi verið bætt við 15. maí en úti- lokar að þeim þriðju verði skotið einhvers staðar inn. Það sé ómögulegt sökum dagskrár- innar hjá Groban. „Við byrjum miða- sölu á aðra tónleikana strax á mið- vikudaginn og ef að líkum lætur þá verður sami handagangurinn í öskjunni þá,“ segir Ísleifur. Og miðarnir eru ekki seldir á neinum spottprís. Þrettán hund- ruð miðar seldir á tæpar þrettán þúsund krónur og tólf hundruð á tæplega tíu þúsund. Tölurnar sem koma út úr því reikningsdæmi eru ansi skemmtilegar; á fjórum mín- útum eða svo keyptu Íslendingar miða á tónleika Josh Groban fyrir þrjátíu milljónir. Þótt Groban njóti mikillar kven- hylli segist Ísleifur vera sann- færður um að kynjahlutfallið verði jafnt. „Ég held að karlarnir muni ekki sleppa konunum sínum svona nálægt sjarmörnum og svo held ég að þeir hafi lúmskt gaman af Gro- ban, er ekki annars í tísku að vera mjúki maðurinn? Sjáðu bara Einar Bárðarson, hann grét í beinni út- sendingu.“ Írski tónlistarmaðurinn Bono var sæmdur heiðursriddara- krossi bresku drottningarinnar í gær. Bono, sem er söngvari U2, lýsti því yfir eftir athöfnina að hann tæki við riddarakross- inum með einu skilyrði, að hann yrði ekki kallaður „Sir Bono“. Bono var sæmdur riddara- krossinum fyrir störf sín að mannúðarmálum undanfarna tvo áratugi. Félagar hans úr U2, þeir Adam Clayton og The Edge, mættu með til athafnar- innar ásamt eiginkonu söngv- arans og fjórum börnum. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði við þetta tilefni að Bono hefði lagt einstaklega mikið af mörkum í baráttunni gegn fátækt í heiminum. „Ég læt mér vitrari menn um að tala um tónlist U2. Ég segi það eitt að ég er mikill aðdáandi eins og milljónir manna um allan heim,“ sagði Blair. Bono verður riddari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.