Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 96

Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 96
Brettafélag Íslands stendur fyrir svokölluðu brettasessjóni í Hlíð- arfjalli á laugardaginn. „Þeir eru búnir að kaupa tíu „rail“ sem við ætlum að vígja,“ útskýrði Linda Björk Sumarliðadóttir hjá Bretta- félaginu. Þar að auki verða pallar og pípa í hlíðinni, ef snjórinn dugar til. „Þetta verður ekki formlegt mót, og öllum er velkomið að taka þátt. En við munum samt veita verðlaun fyrir besta trikkið í pípu, á palli og á reili,“ sagði Linda. Félagar í Brettafélaginu, eins og aðrir skíðamenn, elta snjóinn norð- ur yfir heiðar, og segir Linda lítið hafa verið hægt að gera í vetur vegna snjóleysis. Með nýjum tækj- um í Hlíðarfjalli virðist hagur brettafólks þó vænkast. „Aðstað- an ætti að verða mjög fín. Þeir hafa verið með pípu í vetur, og við setjum væntanlega upp tvo palla,“ sagði Linda, sem segir Hlíðar- fjall þar með státa af einu alvöru brettaaðstöðunni á landinu. „Það hefur verið aðstaða í Bláfjöllum, en það hefur bara verið svo lítill snjór og svo stopult hvenær það er opið, að það hefur bara ekki verið hægt að gera neitt. Síðast þegar það var svona góð aðstaða í fjalli var í Skálafelli í kringum 2000. Það er langt síðan,“ sagði hún. Eftir brettaskemmtunina þeyta plötusnúðarnir Benni B-Ruff, DJ Moonshine og DJ Sverrir skífum á Dátanum á Akureyri fyrir þá sem hafa aldur til. Brettafólk flykkist norður Rafskinna er heitið á nýju íslensku DVD-tímariti sem mun fjalla um tónlist, myndlist, bókmenntir og hönnun á algerlega nýjan hátt. Tvær klukkustundir af myndböndum, vídeó- verkum, viðtölum og fleiru verða á disknum en jafn- framt fylgir honum hefð- bundið, prentað tímarit með ýmsu efni. „Þetta verður mikið til tónlist- ar-oríenterað en samt er planið að ná yfir allt lista- og menning- ar-spektrúmið, það verða vídeó- verk, heimildarmyndir, dansverk, myndasögur, bara spennandi og flottir hlutir. Við ætlum að reyna að gefa góða mynd af listasenunni á Íslandi og blanda saman því sem er að gerast núna við gamalt fá- gætt efni,“ segir Sigurður Magn- ús Finnsson, bókmenntafræðing- ur og hristuleikari hljómsveit- arinnar Singapore Sling, sem er einn af aðstandendum þessa nýja tímarits. „Það hefur hlotið nafnið Raf- skinna og er DVD-diskur og tíma- rit saman í pakka en aðaláhersl- an er á diskinn. Það verða um það bil tvær klukkustundir af ýmsu snilldarefni á honum. Svo verð- ur líka prentefni, bæði sem styð- ur efnið á disknum og sjálfstætt efni. Til dæmis verður viðtal við Jimi Tenor í blaðinu og stuttmynd eftir hann á DVD-disknum en svo verður líka efni eins og fram- haldssaga eftir Örvar [Þóreyj- arson Smárason úr múm] í blað- inu og matreiðsluþáttur með Gho- stigital á DVD disknum.“ Umfjöllunarefni Rafskinnu verður samtímalist; tónlist, myndlist, bókmenntir og hönnun, með áherslu á grasrótina. Þetta form er ótrúlega áhuga- vert því það opnar nýjar víddir í tímaritaheiminum. Í stað þess að lesa bara umsögn um tónlist- ina þá geturðu hlustað á hana og horft á tónlistarmennina flytja lögin. Það er líka óneitanlega allt öðruvísi upplifun að fara á safn og horfa á vídeóverk eða horfa á það heima í stofu. Sigurður bendir á að tímaritið sé hið fyrsta sinnar tegundar á Ís- landi og jafnframt eitt hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Furðulítið er til af svona efni úti í heimi, það sem mætti kannski helst bera Rafskinnu saman við er tímaritið Specialten.“ Special- ten er breskt DVD-rit sem byrj- aði með tiltölulega litla dreifingu en er nú selt vítt og breitt um heiminn, í plötuverslunum, lista- galleríum og bókabúðum. Meðal efnis Rafskinnu verð- ur hreyfimynd eftir myndasögu- höfundinn og leikskáldið Hugleik Dagson. Ný tónlistarmyndbönd með GusGus, múm, Rass og fleir- um og gömul Sykurmola-mynd- bönd. Einnig verða viðtöl við Coco Rosie og Jimi Tenor ásamt stutt- mynd eftir hann eins og fram kom hér að ofan, tónlistarverk eftir Ólöfu Arnalds og ótalmargt fleira. Óhætt er að segja að þetta er eitthvað sem enginn með áhuga á tónlist eða annars konar listum ætti að láta fram hjá sér fara. Auk Sigurðar standa að út- gáfunni Pétur Már Gunnarsson myndlistarmaður og Þórunn Haf- stað og Ragnheiður Gestsdótt- ir kvikmyndaleikstjórar. Öll hafa þau verið áberandi á sínum svið- um. Ragnheiður hefur meðal ann- ars gert þrjár heimildarmyndir um Björk. Rafskinna mun koma út árs- fjórðungslega og stefnt er að því að fyrsta tölublaðið komi út í lok apríl. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á this.is/rafskinna/, heima- síðu Rafskinnu. Nýjasta James Bond-myndin, Cas- ino Royale, hlaut þrenn verðlaun á Empire-verðlaunahátíðinni í Bret- landi, þar á meðal sem besta mynd- in. Aðalleikarinn Daniel Craig, sem var í fyrsta sinn í hlutverki njósnara hennar hátignar, var val- inn besti leikarinn og mótleikkona hans Eva Green, var kjörin besti kvenkyns nýliðinn. Það voru lesendur kvikmynda- tímaritsins Empire sem tóku þátt í valinu. Penelope Cruz var kjörin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Volver. Bar hún meðal annars sigurorð af Helen Mir- ren. Besta breska mynd- in var valin United 93 og besta gam- anmyndin Little Miss Sunshine. James Bond með þrennu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.