Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 110

Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 110
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Mér finnst einfaldlega fáir plúsar fylgja því að vera búsett- ur hér á landi.“ „Þetta er mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og íbúa Hofsóss enda ekki á hverjum degi sem okkur er gefin sundlaug,“ segir Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Skagafjarðar. Frá því var nýverið greint í héraðsblaðinu Feyki að athafnakonurnar Steinunn Jónsdóttir og Lilja Pálmadóttir hefðu skrifað undir viljayfirlýs- ingu að færa íbúum Hofsóss sundlaug. Ekki náð- ist í Lilju vegna málsins en Steinunn Jónsdóttir vildi ekkert tjá sig um málið og vísaði alfarið á sveitarstjórann. Lilja og Steinunn eiga báðar jarð- ir fyrir norðan þar sem þær dveljast löng- um stundum og hafa lagt sitt af mörk- um til að efla bæjarlífið. Lilja er sem kunnugt er dóttir Pálma heitins í Hag- kaup og kona Baltasars Kormáks kvikmyndaleik- stjóra. Steinunn er dóttir Jóns Helga Guðmundsson- ar í Byko og fyrrum eiginkona Hannesar Smárason- ar. Báðar eru Lilja og Steinunn í hópi ríkustu kvenna landsins og haupa eignir þeirra á milljörðum. Samkvæmt vefmiðlum nyrðra er áætlað að sund- laugin verði opnuð 2008 og mun sveitarfélagið ann- ast rekstur hennar eftir að byggingunni er lokið. Að sögn Guðmundar ríkir mikil gleði meðal bæjarbúa en sundlaugin verður með öllu; 25 metra á lengd með bæði heitum potti og þjónustuaðstöðu. „Við erum af- skaplega þakklátt og hrærð yfir þessari gjöf og það er augljóst að þær bera mikinn hlýhug til nágranna sinna á svæðinu og staðarins,“ bætir Guðmundur við. Að sögn sveitarstjórans liggur fyrir gróf kostn- aðaráætlun og er þegar byrjað að frumhanna sund- laugina. „En við treystum okkur ekki til að gefa upp kostnaðinn að svo stöddu en slík formsatriði ættu að liggja fyrir á næstunni,“ útskýrir Guðmundur. Veiðileyfin í Langá á Mýrum hafa hækkað um hundrað prósent á um- liðnum fimm árum, þar af verulega nú milli ára. Þetta staðfestir stað- arhaldarinn Ingvi Hrafn Jónsson. „Menn eru að borga 2 til 3 þús- und dollara fyrir daginn. [Allt að 200 þúsund krónum íslenskum.] Ég hef af þessu miklar áhyggj- ur en nú er kominn sá tími að stór hópur Íslendinga á enga mögu- leika á að komast í toppveiði. Enga. Nema menn séu í boði stórfyrir- tækja,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson staðarhaldari við Langá á Mýrum. Hann talar frá Florida, Key West, þar sem hann dvelst þessa dagana í hægum andvara af hafi og í 30 stiga hita. „Mjög þægilegt.” Fyrrverandi ritstjóri Viðskipta- blaðsins, Óli Björn Kárason, upp- lýsir á nýrri bloggsíðu sinni (bus- inessreport.blog.is) að góður vinur sinn, sem veitt hefur í mörg ár í Langá, sé hættur. „Ástæðan sé sú að Ingvi Hrafn tilkynnti honum að verðið myndi hækka um nær 80 prósent milli ára.” Ingvi Hrafn segir hér einfald- lega markaðinn að verki. Íslend- ingum hafi auðnast að halda svo vel á málum að laxveiði á Íslandi sé ekki bara lúxus hér heldur lúxus á heimsmælikvarða. Eigi sér hvergi hliðstæðu án þess að lítið sé gert úr laxveiðum á Kólaskaga í Rúss- landi þar sem menn upplifa frum- stæð skilyrði. „En hér, þegar komin er júlí- byrjun, standa á Reykjavíkurflug- velli tíu einkaþotur. Allar á vegum laxveiðimanna en hingað sækja ástríðufullir fluguveiðimenn í stór- um hópum,“ segir Ingvi Hrafn. Ingvi Hrafn upplýsir að hann sé nú að borga 50 milljónir fyrir leigu- rétt að ánni. Fyrir fimm árum hafi sú tala verið 20 milljónir. Þrettán aðilar standa að veiðifélagi Langár en þar hefur Ingvi Hrafn verið í 30 ár. Var lengst af með fjórar stangir en er nú með tólf eða alla ána. Ell- efu hundruð veiðidagar eru í ánni á ári. Leiga Langár hefur hækkað um hundrað prósent á fimm árum. Ingvi Hrafn segir hér um enga smáræðis búbót að ræða fyrir bændur sem geta verið að fá, þeir sem eigi til dæmis 10 prósenta eignaraðild að ánni, brúttó um fimm milljónir á ári. Stoð í raun fyrir landbúnað. „Nú veit ég ekki hvaða góði vinur Óla þetta kann að vera. Hins vegar er það staðreynd að þegar nýr samningur tók gildi á þessu ári þá varð ég að afleggja fastakúnna- vildarafslætti. Þá duttu út tvö holl hjá mér. Því miður fyrir veiði- menn, til allrar hamingju fyrir bændur, er verðið orðið venjuleg- um mönnum algerlega ofviða. Það er ekkert öðruvísi.“ „Kaup DV á Krónikunni eru liður í þeirri sókn sem fram undan er hjá blaðinu,” segir Hjálmar Blöndal framkvæmdastjóri DV. Í gær yfirtók útgáfufélag DV vikublaðið Krónikuna eftir aðeins rétt rúmlega mánaðarútgáfusögu tímaritsins. Aðaleigendur tímarits- ins, Sigríður Dögg Auð- unsdóttir og Valdi- mar Birgisson framkvæmdastjóri hefja bæði störf á DV og mun Sig- ríður Dögg stýra helgarútgáfu DV. Krónikan er keypt til að leggja hana niður og er kaupverð trúnað- armál en talið er það sé jafn hátt og nemur skuld þeirra hjóna við Björgólf Guðmundsson athafna- mann sem lánaði þeim fé til rekst- ursins sem mun vera um 20 millj- ónir. Öllum blaðamönnum Krónik- unnar, níu talsins, verður boðið að starfa áfram á sömu kjörum en þá undir merkjum DV og rit- stjórn Sigurjóns M. Eg- ilssonar. Örnu Schram, sem starfaði sem aðstoðar- ritstjóri á Krónikunni, hefur verið boðin staða aðstoðarritstjóra á DV en ekki er vitað hvort hún mun þiggja hana. Var tíðindunum frem- ur illa tekið á starfsmanna- fundi þegar ritstjórinn Sigríður Dögg tilkynnti um yfirtökuna. Ekki er vitað á þessu stigi hverjir blaðamanna fara yfir og hverjir hætta eða leita á önnur mið. Hjálmar segir að á næstu vikum verði DV að áskriftarblaði alla fimm útgáfudaga blaðsins. „Við teljum að það sé eftirspurn eftir vönduðu og góðu lesefni í áskrift- arformi. Og DV ætlar sér að sækja inn á þann markað. Við finnum fyrir miklum meðbyr með útgáfunni og vonumst til þess að blað- ið nái að dafna enn frekar með nýju starfsfólki.“ DV gleypir Krónikuna Hofsóssbúar hrærðir yfir gjöf auðkvenna 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Gnoðavogi 44, s. 588 8686. Opið alla laugardaga 11-14 STÓR HUMAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.