Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 1

Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 1
 Stærstu hlut- hafar Glitnis, fyrir utan FL Group, lögðu í gær lokahönd á samkomu- lag um sölu á öllum hlut- um sínum í Glitni. Þetta eru Milestone undir for- ystu Karls Wernerssonar og Einar Sveinsson, for- maður stjórnar bankans, og aðilar tengdir honum. Alls skipta hlutir fyrir 110 milljarða króna um hend- ur. Unnið var að því að fín- pússa samkomulagið en samkvæmt heimildum lá það fyrir í stórum drátt- um síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að samkomu- lagið hafi verið undirritað eftir að blaðið fór í prent- un. Við söluna innleys- ir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjármagnskostnað, sem er Íslandsmet af inn- lendri eign og af svipaðri stærðar- gráðu og innleystur hagnaður Björgólfs Thors Björgólfssonar af sölu í tékkneska símafyrirtæk- inu cRA. Kaupandi hlutanna er Kaupþing banki, sem mun miðla bréfun- um áfram til nýrra fjárfesta sem koma að bankanum. Einar Sveins- son og tengdir aðilar inn- leysa einnig veruleg- an hagnað. Kaup þeirra á hlutum í félaginu voru í kringum gengið sjö en verðmæti hlutarins hefur fjórfaldast frá kaupum. Þreifingar hafa verið á milli manna eftir að snurða hljóp á þráðinn í sam- skiptum stærstu hluthafa. FL Group gerði kröfu um aukin völd í bankanum en Einar og Milestone vildu halda dreifingu í hópn- um og að enginn hluthafi tæki afgerandi forystu. Niðurstaða þeirra varð sú að hreinlegast væri í stöð- unni að selja hluti sína og einbeita sér að öðrum verkefnum. Ekki eru neinar áætl- anir uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingu á yfirstjórn. Helstu breytingar á bank- anum gætu orðið að aukið vægi yrði á fjárfestingarbankastarf- semi í Bretlandi. Samkvæmt heimildum munu seljendur mynda nýtt félag og kaupa hlut af því sem selt var og því ekki hverfa alveg úr hópi hlut- hafa bankans. Gert er ráð fyrir að nokkrir er- lendir aðilar komi að hluthafahópi bankans, svo sem Tom Hunter, sem þegar er í hluthafahópi Glitn- is, og fleiri viðskiptafélagar Baugs í Bretlandi. Auk þess muni innlendir aðilar sem fjárfest hafa með Baugi og FL Group kaupa hlut í bankanum. Við söluna innleysir Milestone milli 45 og 50 milljarða hagnað fyrir utan fjár- magnskostnað, sem er Íslandsmet af innlendri eign. www.xf.is ÓHEFTUR INNFLUTTNINGUR VINNUAFLS ER HAGSTJÓRNARMÁL EKKI TILFINNINGAMÁL! Opið 13–17 í dag Bréf í Glitni seld fyrir 110 milljarða Milestone og Einar Sveinsson selja hluti sína í Glitni. Kaupþing kaupir og miðlar hlutum áfram til nýrra fjárfesta sem munu koma að bankanum. Umfang viðskiptanna á við verðmæti Kárahnjúkavirkjunar. si rk us Sjónvarpsdrottningin Eva MaríaFJÖLSKYLDANfram yfir flatskjáinn 5. apríl 2007 Úrslitin ráðast í X-Factor Á morgun kemur í ljós hvort hinn færeyski Jógvan eðasysturnar í Hara úr Hveragerði fara með sigur af hólmi í X-Factor.Dómnefnd Sirkuss er á einu máli um að Jógvan sigri en það er íslenska þjóðin sem kýs sigur-vegarann. BLS. 10 Forstjóri á Formúlubíl Róbert Wessman, forstjóri Actavis, slakar á og tæmir hugann með því að keyra 800 hestafla formúlubíl á 300 kíló-metra hraða. BLS. 2 mættu mátaðu upplifðu Rauðarárstíg 14 sími: 551 5477 Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir að Alcan í Straumsvík styrkti flokkinn um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir komandi al- þingiskosningar. Drífa Snædal, framkvæmda- stýra VG, segir ekki óeðlilegt að flokkurinn óski eftir fjárstuðningi frá álfyrirtækinu. „Við sendum bréf á hundrað stærstu fyrirtækin í landinu og báðum um fjárstyrk. Annars er gengið mismunandi hart eftir þessu, við höfum til dæmis ekki ítrekað beiðnina við Alcan.“ Fulltrúar VG börðust síðast- liðna helgi gegn stækkunaráform- um Alcan í Hafnarfirði. Drífa leggur áherslu á að þótt flokkurinn þiggi peninga frá fyrirtækjum hafi það engin áhrif á stefnu hans. „Við erum í þeirri að- stöðu að vera upp á náð og miskunn fyrirtækja komin, og úrtakið okkar var hundrað stærstu fyrirtækin á Íslandi. Alcan er eitt þeirra.“ Samkvæmt stefnu Alcan um allan heim styrkir fyrirtækið ekki stjórnmálaflokka. Ætlar fyrirtækið hvorki að verða við beiðni Vinstri grænna né annarra flokka. Auk VG hefur Frjálslyndi flokkurinn sótt um styrk til Alcan.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.