Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 80

Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 80
KR-ingar hafa unnið alla þrjá leiki sína í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla í ár þar sem tap hefur þýtt að liðið væri komið í sumarfrí. KR-ingar hafa leikið við hvern sinn fingur í þessum þremur mik- ilvægum leikjum og unnið þá með 15,3 stigum að meðaltali. Tölfræð- in mælir með að KR-liðið sé uppi að vegg í öllum leikjum því nánast allir leikmenn liðsins spila miklu betur en þegar liðið „má“ tapa. KR-ingar tryggðu sér oddaleik gegn Snæfelli með því að vinna 24 stiga sigur í Hólminum en það er stærsta tap Snæfells í Stykkis- hólmi í úrslitakeppninni síðan 21. mars 1999. KR-liðið átti frábæran dag, undir mikilli pressu, setti niður 58 prósent skota sinna, vann fráköst- in í fyrsta sinn í einvíginu (38-37) og gaf alls 31 stoðsendingu gegn einni bestu vörn landsins. KR-liðið skorar 13,2 stigum meira í leik, hittir 9,2 prósentum betur úr skotum sínum og tekur 4 prósentum fleiri fráköst í leikj- unum þar sem liðið hefur verið í hættu að detta út úr úrslitakeppn- inni í ár. Pálmi Freyr Sigurgeirsson hækkar framlagið sitt mest, eða um 11,6 stig. Hann skorar 10,5 stigum meira, hittir 32,5 prósent- um betur úr skotum sínum og 35,7 prósentum betur úr vítunum þegar KR berst fyrir lífi sínu í úr- slitakeppninni. Tyson Patterson bætir sig næst- mest, eða um 11,3 stig. Hann skor- ar 6,9 fleiri stig, gefur 3,3 fleiri stoðsendingar, hittir 24,5 prósent- um betur úr skotum sínum og 28,8 prósent betur úr vítunum. Darri Hilmarsson bætir sig um 9,5 framlagssstig en hann hefur hitt úr 78,9 prósentum skota sinna og skorað 13 stig að meðaltali í leik þegar KR-liðið hefur verið í hættu að detta út úr úrslitakeppn- inni. Stóru strákarnir Fannar Ólafs- son (+7,3 framlagsstig) og Jerem- iah Sola (+6,3) bæta sig líka báðir og þá sérstaklega í skotnýtingu. Saman nýta þeir 55 prósent skota sinna í leikjum sem hafa ekki mátt tapast en hafa sett aðeins 30 prósent skota sinna niður í hinum leikjunum. Þessi tölfræði ætti að boða gott fyrir leik KR-inga í kvöld en þeir fá Snæfell í heimsókn klukkan 19.15 í DHL-Höllina. KR-liðið spilar betur þegar allt er undir musicI Sony Ericsson W880i Örþunnur Walkman tónlistarsími Frábær 2 megapixla myndavél • Léttur og fjölhæfur MP3 tónlistarspilari með tónlistargreini Handfrjáls búnaður fylgir Verð 39.980 kr. Verð áður 49.900 kr. Þú færð símann í vefversluninni á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. Tilboðin gilda til 15. apríl MDS-60 ferðahátalarar Verð 3.980 kr. Verð áður 4.980 kr. ® Haukar unnu Keflavík 87-78, í fyrsta leiknum í lokaúrslit- um Iceland Express-deild kvenna í miklum baráttuleik á Ásvöllum í gær. Haukaliðið vann fráköstin 18- 5 í lokaleikhlutanum og var miklu grimmari eftir að hafa haft frum- kvæðið allan leikinn. Slæm hittni Keflavíkurliðsins sá til þess að liðið gat aldrei ógnað Haukaliðinu af einhverri alvöru. Það munaði líka mikið um 14 stig og 6 fráköst frá Unnu Töru Jónsdóttur í lokal- eikhlutanum en hún er aðeins 18 ára gömul. „Það var rosalega mikilvægt að vinna þennan leik því það hefði verið mjög erfitt að fara með tap í Keflavík,“ sagði Ágúst Björgvins- son „Það var rosalega góð liðs- heild hjá okkur og margir leik- menn voru að spila vel í dag en ég tel að við eigum ennþá mikið inni. Það eru fjórir leikmenn að skora nálægt 20 stigum. Ég held að það hafi blásið á þær raddir að við værum ekki með breidd,“ sagði Ágúst og bætti við: „Það var greinilega dagskipunin hjá þeim að keyra upp hraðann en ég tel það henta okkur ágætlega. Wat- son var frábær í fyrri hálfleik og var að gera okkur lífið leitt en á móti er hún rosalega mikið með boltann. Við erum að fara á erfið- an útivöll í Keflavík og vitum að við þurfum að eiga okkar besta leik til þess að vinna þar,“ sagði Ágúst að lokum. Keflavíkurliðið skoraði aðeins fimm körfur í seinni hálfleik og 24 af 34 stigum sínum í síðustu tveimur leikhlutanum af vítalín- unni en frábær vítanýting hélt lið- inu inn í leiknum því aðeins 18% skota liðsins fóru rétta leið í seinni hálfleik. „Þær vildu þetta meira en við. Fyrstu þrjá leikhlutana var þetta í járnum en svo í fjórða leikhluta skiptir öllu hvort liðið vill þetta meira. Þetta er mjög áþekk lið og Haukarnir voru viljugri í seinasta leikhlutanum og það var það sem skilaði þeim þessum sigri,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. „Við erum ekki að spila illa en skotin duttu bara ekki. Við hitt- um ekki úr einu einasta þriggja stiga skoti og gefum okkur það að við hefðum hitt úr þremur, sem er eðlileg nýting, þá hefði þetta verið jafn leikur. Ég er ánægðastur með hversu margar voru að taka meiri ábyrgð og skila til liðsins,“ bætti Jón Halldór við. „Þetta er bara einn leikur og þær mæta brjálaðar til leiks á laugardaginn en við gerum það líka og ég get lofað því að við hittum úr þriggja stiga skoti þá,“ sagði Jón Halldór að lokum. Haukarnir grimmari undir lokin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.