Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 42
 5. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið x-factor Jógvan var barnastjarna í Færeyjum og barðist um hylli landa sinna við Brand Enni. Jógvan hefur gefið út þó nokkrar plötur í Færeyjum og ein þeirra er ein sú mest selda þar í landi. Hann hefur hins vegar ekki viljað spila neitt af sínum lögum í keppninni og vill lítið tjá sig um frægðina í Færeyjum. Hara-stúlkurnar Hildur og Rakel og Jógvan eru ekki fornir fjendur heldur alda- gamlir vinir. Og svo góð er vináttan að Jógvan söng brúðkaupsvalsinn fyrir Rakel þegar hún gifti sig. Lagið sjálft var titillagið úr sjónvarpsþátt- unum Nikolaj og Julia. Páli Óskari hefur verið tíðrætt um kynþokka Jógvans og kannski ekki síst kynþokka raddarinnar. En dómarinn góðkunni er ekki sá eini sem hefur komið auga á þetta því gagnrýnandi Berlingske Tidende sagði að rödd Jógvans snerti „g-blettinn“. Og meira af Páli Óskari því hann hefur haldið því fram í heyranda hljóði að Hara- systurnar hafi brotið blað í íslenskri tónlistarsögu. Þær séu einu systkinin sem bæði dansi og syngi. Reyndar hefur því verið fleygt fram að bæði RÚV og Stöð 2 bíði í ofvæni eftir að klófesta Rakel, eldri systurina, enda þykir hún hafa einstaklega sjón- varpsvænt andlit. Hara-systurnar hafa vakið mikla athygli fyrir lifandi og skemmtilega framkomu. Og þá ekki síst fyrir danshæfileika sína á sviðinu. Ólíkt því sem flestir halda þá er enginn her af danshöfundum á bak við hvert atriði heldur semja systurnar þetta allt saman sjálfar auk þess að ákveða búningana og raddsetja lögin sín. Þau Jógvan og Hara-stúlk- urnar luma jafnframt á sameiginlegu leynivopni. Þegar keppnin í Vetrargarðinum var að hefjast þá bauð jógakennarinn Ragnheiður Eiríksdóttir öllum upp á smá jóga fyrir hvern þátt. Allir nema Jógvan og Hara ákváðu að nýta sér þetta ekki og sjá eflaust mikið eftir því enda gengur tíminn út á að losa þátttakendur við allt stress og virkja útgeislun og kraft. Margir sjónvarpsáhorfendur gera sér ef- laust ekki grein fyrir því hversu mikil vinna liggur að baki hverju atriði í X-Fact- or. Bæði Jógvan og Hara hafa yfir að ráða hópi aðstoðarmanna sem sjá um að allt verði eins og best verði á kosið þegar úrslitastundin rennur upp. Á bak við Jógvan er Kristjana Stef- ánsdóttir raddþjálfari, Yasmin Olson, sem sér um framkomu, og fatahönnuð- irnir Dýrleif og Magga sem passa upp á að færeyski hjartaknúsarinn klæðist réttu föt- unum. Að baki dúettnum Hara er Árni Pétur Guðjónsson, sem annast framkomu stúlknanna tveggja, Hera Björk Þór- hallsdóttir raddþjálfari, og Skjöldur Eyfjörð, sem sér um búninga. Ljóst er að allir þess- ir aðilar hafa unnið sína vinnu ákaflega vel fram til þessa, enda afar hæfir einstaklingar þar á ferð. Bak við tjöldin Yasmin Olson og Kristjana Stefáns- dóttir ásamt Jógvan. Skjöldur Eyfjörð hefur verið þeim Hara-stúlkum ómetanlegur stuðningur hvað varðar fataval. Dýrleif Örlygsdóttir. Hera Björk. Árni Pétur Guðjóns- son. ATRIÐI SEM ÞÚ VISSIR EKKI UM HARA OG JÓGVAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.