Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 42
5. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið x-factor
Jógvan var barnastjarna í
Færeyjum og barðist um hylli
landa sinna við Brand Enni.
Jógvan hefur gefið út þó nokkrar
plötur í Færeyjum og ein þeirra er
ein sú mest selda þar í landi. Hann
hefur hins vegar ekki viljað spila neitt
af sínum lögum í keppninni og vill
lítið tjá sig um frægðina í Færeyjum.
Hara-stúlkurnar Hildur og
Rakel og Jógvan eru ekki
fornir fjendur heldur alda-
gamlir vinir. Og svo góð er vináttan
að Jógvan söng brúðkaupsvalsinn
fyrir Rakel þegar hún gifti sig. Lagið
sjálft var titillagið úr sjónvarpsþátt-
unum Nikolaj og Julia.
Páli Óskari hefur verið
tíðrætt um kynþokka
Jógvans og kannski ekki síst
kynþokka raddarinnar. En dómarinn
góðkunni er ekki sá eini sem hefur
komið auga á þetta því gagnrýnandi
Berlingske Tidende sagði að rödd
Jógvans snerti „g-blettinn“.
Og meira af Páli Óskari því
hann hefur haldið því fram í
heyranda hljóði að Hara-
systurnar hafi brotið blað í íslenskri
tónlistarsögu. Þær séu einu systkinin
sem bæði dansi og syngi. Reyndar
hefur því verið fleygt fram að bæði
RÚV og Stöð 2 bíði í ofvæni eftir að
klófesta Rakel, eldri systurina, enda
þykir hún hafa einstaklega sjón-
varpsvænt andlit.
Hara-systurnar hafa vakið
mikla athygli fyrir lifandi og
skemmtilega framkomu. Og
þá ekki síst fyrir danshæfileika sína
á sviðinu. Ólíkt því sem flestir halda
þá er enginn her af danshöfundum
á bak við hvert atriði heldur semja
systurnar þetta allt saman sjálfar
auk þess að ákveða búningana og
raddsetja lögin sín.
Þau Jógvan og Hara-stúlk-
urnar luma jafnframt á
sameiginlegu leynivopni.
Þegar keppnin í Vetrargarðinum var
að hefjast þá bauð jógakennarinn
Ragnheiður Eiríksdóttir öllum upp á
smá jóga fyrir hvern þátt. Allir nema
Jógvan og Hara ákváðu að nýta sér
þetta ekki og sjá eflaust mikið eftir
því enda gengur tíminn út á að losa
þátttakendur við allt stress og virkja
útgeislun og kraft.
Margir sjónvarpsáhorfendur gera sér ef-
laust ekki grein fyrir því hversu mikil
vinna liggur að baki hverju atriði í X-Fact-
or. Bæði Jógvan og Hara hafa yfir að
ráða hópi aðstoðarmanna sem sjá um
að allt verði eins og best verði á kosið
þegar úrslitastundin rennur upp.
Á bak við Jógvan er Kristjana Stef-
ánsdóttir raddþjálfari, Yasmin Olson,
sem sér um framkomu, og fatahönnuð-
irnir Dýrleif og Magga sem passa upp á að
færeyski hjartaknúsarinn klæðist réttu föt-
unum.
Að baki dúettnum Hara er
Árni Pétur Guðjónsson, sem
annast framkomu stúlknanna
tveggja, Hera Björk Þór-
hallsdóttir raddþjálfari, og
Skjöldur Eyfjörð, sem sér
um búninga.
Ljóst er að allir þess-
ir aðilar hafa unnið sína
vinnu ákaflega vel fram
til þessa, enda afar
hæfir einstaklingar þar
á ferð.
Bak við tjöldin
Yasmin Olson
og Kristjana
Stefáns-
dóttir ásamt
Jógvan.
Skjöldur Eyfjörð hefur verið
þeim Hara-stúlkum ómetanlegur
stuðningur hvað varðar fataval.
Dýrleif
Örlygsdóttir.
Hera
Björk.
Árni
Pétur
Guðjóns-
son.
ATRIÐI SEM ÞÚ
VISSIR EKKI UM
HARA OG JÓGVAN