Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 34

Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 34
BLS. 4 | sirkus | 5. APRÍL 2007 R íkasti maður Íslands, Björgólfur Thor Björgólfsson, varð fertugur 19. mars síðastliðinn. Hann hélt upp á afmælisdaginn í rólegheitum með fjölskyldu sinni en bauð 80 manna hópi vina og vandamanna í fjögurra daga óvissuferð nú um helgina. Lagt var af stað frá Reykjavík- urflugvelli snemma á föstudaginn og þaðan var haldið í einkaflugvél til Jamaíku þar sem hópurinn dvaldi í fádæma góðu yfirlæti fram á mánudag. Gist var á fínustu hótelum eyjunnar og herma heimildir að hver fjölskylda hafi haft einkabílstjóra til sinna umráða og barnapíur ef ungum börnum var fyrir að fara. Hátindur ferðarinnar voru þó tónleikar sem Björgólfur Thor stóð fyrir föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Fyrsta kvöldið bauð hann upp á breska popparann Jamiroquai sem sló í gegn með sínu sálar- og fönkskotna poppi. Á laugardaginn sýndi Björgólfur Thor síðan að í honum leynist blakkur þráður og úr óvæntri átt birtist rapparinn umdeildi en jafnframt vinsæli 50 Cent. Stórgóður rómur var gerður að frammistöðu rapparans sem hefur líklega lifað af fleiri morðtil- raunir en allir Bandaríkjaforsetar til samans. Björgólfur Thor kann þá list vel að halda veislur og til að kóróna allt bauð hann síðan upp á það sem Jamaíkar eru hvað þekktastir fyrir. Ekkert partí á Jamaíka er kallað partí án þess að reggítónlist hljómi og fyrst goðsögnin sjálf, Bob Marley, er komin undir græna torfu greip Björgólfur Thor til þess ráðs að fá son hans, Ziggy Marley, til að binda enda á afmælisveisl- una. Má því búast við að Björgólfur Thor og gestir hans hafi sungið með Ziggy: „We‘re jammin‘: I wanna jam it wid you.“ oskar@frettabladid.is Heyrst hefur A thafnakonan og detox-mógúllinn Jónína Benediktsdóttir hélt upp á fimmtugsafmæli sitt á heimili sínu í Stigahlíð síðastliðið laugardagskvöld. Mkill fjöldi boðsgesta mætti á svæðið enda Jónína vinamörg og vinsæl en einhverjir þurftu þó frá að hverfa þar sem misskilnings gætti um hvort Jónína væri með opið hús eða ekki. Svo var ekki og þurftu því nokkrir gestir sem ekki voru með boðskort frá að hverfa samkvæmt heimildum Sirkuss. Að sögn eins veislugesta var afmælisveislan afar glæsileg og vel var veitt bæði af mat og víni. Á meðal rúmlega 60 afmælisgesta voru margir af gömlum vinum hennar frá Húsavík en auk þess heiðruðu sómahjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram afmælisbarnið með nærveru sinni. Fóru Jón Baldvin og Bryndís á kostum í veislunni og léku við hvurn sinn fingur. Jónína var sjálf glæsileg og var um það rætt á meðal veislugesta hversu ungleg og frískleg hún væri þótt hún hefði nýverið hafið göngu sína inn á sextugsaldurinn. Jón Baldvin og Bryndís mættu í afmæli Jónínu PARTÍLJÓN Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson léku á als oddi í afmælisveislu Jónínu Ben enda landsþekkt fyrir að kunna að gera sér glaðan dag. FULLT HÚS Vel var mætt í afmælis- veislu Jónínu Ben í Stigahlíðinni. Róleg byrjun hjá Silvíu Nótt Það er óhætt að segja að salan á nýjustu plötu Silvíu Nóttar Goldmine, sem kom út sunnudaginn 1. apríl, hafi farið rólega af stað. Þegar blaðamaður Sirkuss athugaði hvernig salan hefði gengið í þremur búðum Skífunnar á höfuðborgar- svæðinu frá sunnudegi til miðvikudags kom í ljós að 23 eintök voru seld. Mesta salan var í Skífunni í Kringlunni en þar höfðu selst tíu eintök. Níu eintök höfðu farið í Skífunni í Smáralind en aðeins fjögur í Skífunni á Laugavegi. Ekki er þó víst að þetta endurspegli endilega áhuga þjóðarinnar á tónlist Silvíu því lítið hefur verið lagt í kynningar á þeim dögum sem liðnir eru frá útgáfu plötunnar. Silvía hélt útgáfutón- leika á Nasa í gærkvöld og má búast við að salan glæðist í kjölfar þess. TÖSKUR OG SKÓR Laugavegi 86-94 Sími 511 1060 Opið laugardaginn 7. apríl FERTUGUR BJÖRGÓLFUR THOR FLAUG MEÐ 80 MANNS TIL JAMAÍKU Í ÓVISSUFERÐ „I wanna jam it wid you“ KANN AÐ HALDA VEISLUR Það er óhætt að segja að milljarðamæringurinn Björgólfur Thor Björgólfsson kann að halda vinum og vanda- mönnum veglega veislu. Hætt er þó við því að hann hafi skilið ullarjakkann eftir heima þegar hann flaug til Jamaíku. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Það er óhætt að segja að tónlistarmennirnir sem Björgólfur Thor bauð gestum sínum upp á hafi komið hver úr sinni áttinni. Fyrst var það breski popparinn Jamiroquai, síðan rapparinn 50 Cent og loks heimamaðurinn og reggíhausinn Ziggy Marley.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.