Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 20
K
ynslóðir hafa lesið
bækur Kristínar
Steinsdóttur upp til
agna og nú eru liðin
tuttugu ár frá því að
fyrsta bókin, sagan
Franskbrauð með sultu, kom út en
bók sú hlaut Íslensku barnabóka-
verðlaunin sama ár. Að þessu til-
efni er bókin nú endurútgefin en
hún er sú fyrsta í röð minninga-
sagna Kristínar frá bernskuárum
hennar á Seyðisfirði. „Hún gerir
sig bara ótrúlega vel miðað við
aldur,“ segir höfundurinn hóg-
vær. „Það var auðvitað mikið
ævintýri að fá gefna út bók eftir
sig á sínum tíma, en þetta er
heilmikið ævintýri líka.“ Ritferill
Kristínar hófst með leikritaskrif-
um hennar og systurinnar Iðunn-
ar sem sömdu meðal annars hið
sívinsæla verk „Síldin kemur og
síldin fer“ árið 1986. Það hefur
greinilega blundað mikil sögu-
kona í Kristínu alla tíð því hún
líkir þeim skrifum og aðdrag-
anda fyrstu bókarinnar við það
að skrúfa frá krana. „Þetta var
óskaplega gaman – en númer eitt
var ég að skemmta sjálfri mér,“
segir hún en lækkar róminn, „en
ég man líka hvað ég var undrandi
þegar það var hringt í mig og mér
sagt að handritið hefði verið valið
og það ætti að verðlauna.“ Bókin
Franskbrauð með sultu var líka
gefin út á hljóðbók síðastliðinn
mánudag en þá er einmitt alþjóð-
legi barnabókadagurinn.
Nú hefur Kristín skrifað ríflega
tuttugu bækur fyrir börn og ungl-
inga, tvær skáldsögur, leikrit og
smásögur auk þess að fást við þýð-
ingar og námsgagnagerð. „Já, ég
hef farið út um víðan völl,“ segir
hún hlæjandi, „það er kannski
það skemmtilegasta – að takast
á við alls konar verkefni.“ Sagna-
heimur Kristínar er fjölskrúðug-
ur, persónur hennar úr ýmsum
áttum og af öllum stærðum og
gerðum, þessa heims og annars.
Ein af nýrri bókunum, Engill í
vesturbænum, sem nú hefur verið
gefinn út á fimm tungumálum auk
íslenskunnar, fjallar til dæmis
um varúlf, venjulegri Úlf og Línu
langsokk. Sú víðförla bók, sem
Kristín gerði í félagi við Höllu Sól-
veigu Þorgeirsdóttur myndlistar-
konu, fékk Norrænu barnabóka-
verðlaunin 2003 og þau vestnor-
rænu 2004.
Kristín áréttar að því fylgir
mikil ábyrgð að skrifa fyrir börn.
„Nú tala margir um að börn lesi
minna og vafalaust er nokkuð
til í því en það er líka til fullt af
lestrarhestum. Það er mjög gaman
hversu frjóir og spurulir krakkar
geta verið. Það eru að mörgu leyti
forréttindi að fá að skrifa fyrir
þau en maður verður að vanda sig.
Þú sest ekki niður og rumpar ein-
hverju af bara vegna þess að þú
ert að skrifa fyrir krakka. Maður
má aldrei skrifa niður til þeirra
frekar en fullorðinna.“
Kristín hefur meðal annars
skrifað bók um vesturfarana og
bók sem byggir á einni Íslendinga-
sagnanna og segir það skemmti-
lega áskorun að vekja áhuga
ungra lesenda á fortíðinni. Hún er
að mörgu leyti dálítill brúarsmið-
ur í bókunum sínum þegar kemur
að því að kynna framandi aðstæð-
ur og öðruvísi fólk. „Það er ekkert
sjálfgefið að krakkar hafi áhuga
á því sem gerðist fyrir hundruð-
um ára. Maður er alltaf að reyna
að segja þeim sitthvað merkilegt
án þess að predika. Það er ekkert
hryllilegra en predikun í bókum!
Ég fer alveg úr húðinni. Það var
mikil predikun í barnabókum hér
áður fyrr,“ segir hún og hristir
hausinn hlæjandi.
Það blundaði víst alls ekki í Krist-
ínu að skrifa fyrir fullorðna til
að byrja með. Fyrsta skáldsagan
hennar, Sólin sest að morgni, kom
út árið 2004 en Kristín rekur að-
draganda hennar til flutninganna
frá Akranesi í borgina, breyting-
anna sem urðu henni til góðs og til-
rauna hennar með örsagna-formið
sem hún nýtti sér í fyrrgreindri
barnabók um vesturbæjar-
engilinn. „Svo var ég bara kom-
inn með hita í kroppinn,“ útskýrir
hún brosandi. Skáldsagan Á eigin
vegum sem kom út í fyrra fékk
frábæra dóma en þar er á ferðinni
óvanaleg þroskasaga fullorðinn-
ar konur, hinnar hæglátu Sigþrúð-
ar, sem lærir að láta drauma sína
rætast.
„Ég byrjaði fyrir alvöru á henni
þegar ég var svo heppin að fá inni
í listamannsíbúð í París. En þegar
ég var komin til borgarinnar og
byrjaði að ganga um göturnar þá
tróð París sér einhvern veginn
inn í söguna,“ segir Kristín sposk.
„París kom ekkert nálægt þessari
sögu áður, hún átti bara að gerast
í Reykjavík og norður í landi. En
það er svo unaðslegt að fá tæki-
færi til þess að komast burt – þá
kviknar á alls konar ljósum.“
Þannig leiddi einfaldlega eitt af
öðru á höfundarferli Kristínar en
hún útskýrir þá skoðun sína að það
sé best fyrir höfunda að festast
ekki í sama farinu of lengi. Nægir
eru um að draga fólk í dilka og
flokka niður og það þekkir Krist-
ín sem er þekktust fyrir barna-
bækur sínar. „Mér finnst frekar
fyndið að núna fyrst heita bæk-
urnar mínar „skáldsögur“ – af því
Bjartsýnn brúarsmiður
Kristín Steinsdóttir fagnar tuttugu ára rithöfundarafmæli sínu um þessar mundir en hún hlaut á dögunum sérstaka viður-
kenningu fyrir nýjustu skáldsögu sína, Á eigin vegum. Kristrún Heiða Hauksdóttir kíkti í skonsur til Kristínar og komst að því af
hverju hún hlustar svona mikið á veðurfréttirnar.