Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 05.04.2007, Qupperneq 32
BLS. 2 | sirkus | 5. APRÍL 2007 REYKJAVIK STORE LAUGAVEGI 86-94, S: 511-2007 Heyrst hefur Þula ólétt að öðru barni Þulan glæsilega Katrín Brynja Hermannsdóttir á von á sínu öðru barni. Fyrir á hún fjögurra ára gamlan son með manni sínum Auðuni Svafari Guðmundssyni. Katrín Brynja er ekki eina þulan hjá Ríkisútvarpinu sem er ólétt því Ellý Ármannsdóttir á von á stúlku um miðjan maí. Kaupir bústað Engilberts Athafnamaðurinn Andrés Pétur Rúnarsson hefur samkvæmt heimildum Sirkuss fjárfest í stórglæsilegum 130 fermetra sumarbústað í Borgarfirðinum. Sá sem seldi bústaðinn keypti hann af byggingaverk- takanum umsvifamikla Engilberti Runólfssyni og er bústaðurinn afar glæsilegur með rúmlega 100 fermetra verönd og heitum potti. Ekki er talið að Andrés Pétur hafi borgað undir 30 milljónum fyrir bústaðinn. Nylon í ræktinni Nylon-stúlkurnar eru greinilega farnar að undirbúa sig fyrir sumarið. Sést hefur til stúlknanna fjögurra í Laugum þar sem þær taka hressilega á nánast upp á hvern einasta dag. Haft hefur verið á orði að þær ætli sér greinilega að vera komnar í toppform áður en þær halda til Bretlands á nýjan leik í sumar til enn frekari landvinninga. G ítarleikarinn snjalli, Vignir Snær Vigfússon, sem getið hefur sér gott orð með Írafári og sem hljóm- sveitarstjóri í X-faktor-þáttunum, spilar ekki á gítarinn sinn á næstunni og jafnvel gæti liðið ár þar til hann slær á strengi á nýjan leik. Ástæðan er sú að handleggur hans er í hönk eftir handleggsbrot fyrir skömmu. Í kjölfarið mörðust taugaendar í hendinni vegna bólgu og getur hann hvorki rétt úr fingrum né úlnlið vinstri handar. „Þetta er auðvitað alveg ferlega súrt. Svona lagað getur tekið mánuð að jafna sig en líka allt upp í ár,“ segir Vignir í samtali við Sirkus. Þótt hann geti ekki slegið á strengi gítarsins er hann sem betur fer ekki óstarfhæfur því stór hluti af hans starfi felst í upptökustjórn. „Það er nóg að gera hjá mér, bæði við að klára X-Factorinn og önnur stúdíóverkefni.“ Óvíst hvenær Vignir Snær spilar aftur HÖNDIN Í HÖNK Þrátt fyrir að Vignir Snær sé ekki til stórræðanna þessa dagana var hann í stuði í Smáralindinni á föstudags- kvöldið. SIRKUSMYND/SIGURJON RAGNAR Þ etta snýst kannski frekar um að tæma hugann heldur en allsherjar afslöppun,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, um þá slökunaraðferð sína að setjast upp í Formúlubíl og aka á ógnarhraða. „Ég hef alltaf verið með bíladellu og ákvað að láta drauminn um að keyra Formúlubíl rætast,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis, í samtali við Sirkus en hann settist undir stýri á Formúlu 1-bíl síðasta haust. Það gerði hann á hinni frægu Magny-Cours braut í Frakklandi. „Ég keyrði 800 hestafla Prost-bíl, alvöru Formúlubíl, og það var alveg ótrúleg tilfinning að setjast undir stýri á bílnum. Hann var síðast notaður í keppni árið 2002 og ég held að Joe Alesi hafi keyrt hann,“ segir Róbert sem nýtti hvert einasta hestafl sem í boði var. „Ég fór upp í tæplega 300 á langa beina kaflanum áður en 90° beygjan kom. Ég náði ekki brautarmetinu sem Michael Schumacher á en var þó nokkuð ánægður,“ segir Róbert sem fór hraðasta hringinn á 1:40 mínútum, 26 sekúndum frá brautar- meti Schumachers. Það er ekki heiglum hent að stýra bíl eins og boðið er upp á í Formúlunni og Róbert segir að ekki sé hverjum sem er hleypt upp í stærstu bílana. „Við vorum látnir keyra minni bíla fyrr um daginn en það var auðveldara að keyra Formúlu 1-bílinn heldur en ég bjóst við. Það er reyndar mjög sérstakt. Maður er reyrður niður og getur ekki hreyft neitt nema fætur og úlnliði. Ég fór sex hringi og leið rosalega vel á eftir,“ segir Róbert sem hefur þrátt fyrir allt ekki farið á eina einustu Formúlu 1-keppni á ævinni. „Það er á planinu en mér finnst skemmtilegra að keyra hratt heldur en að horfa á bíla keyra hratt,“ segir Róbert. Hann er mikill áhugamaður um hrað- skreið farartæki og á til að mynda einn kraftmesta Porsche-jeppa landsins. Hann segist þó fá útrás fyrir hraðann annars staðar en í umferðinni í Reykjavík. „Hér heima keyrir maður í rólegheitum. Útrásina fær maður á þar til gerðum brautum í útlöndum,“ segir Róbert og hlær. Aðspurður segir hann alla eiga möguleika á því að aka Formúlubílum en panta þurfi slíkt í tíma. Það sé þó ekki ókeypis en Róbert vildi ekki gefa upp hversu mikið það hefði kostað hann að láta drauminn rætast á Magny-Cours brautinni í Frakk- landi síðastliðið haust. oskar@frettabladid.is FORSTJÓRINN RÓBERT WESSMAN NOTAR ÓHEFÐBUNDNAR SLÖKUNARAÐFERÐIR Á HÁMARKSHRAÐA Róbert þandi Prost- bílinn upp í tæplega 300 km/klst. á brautinni í Frakklandi. SIRKUSMYND/ÚR EINKASAFNIFLOTTUR Það er óhætt að segja að Róbert taki sig vel út með hjálminn í Formúlubílnum. SIRKUSMYND/ÚR EINKASAFNI KOMIÐ Í MARK Róbert ekur hér Prost- bílnum yfir endalínuna á Magny-Cours brautinni. SIRKUSMYND/ÚR EINKASAFNI TÆMIR HUGANN Á 800 HESTAFLA FORMÚLUBÍL ELSKAR HRAÐA Róbert Wessman er í mikilli keyrslu í starfi sínu sem forstjóri lyfjafyrir- tækisins Actavis. Hann keyrir líka hratt á þar til gerðum brautum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.