Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 21
heldur skiptast á skoðunum, deila
reynslu og gleði.“
Kristín áréttar mikilvægi þess að
leggjast ekki í skotgrafahernað og
vísar aftur til þess hversu hættu-
legt það er að hengja sig í flokka
eða klisjur. „Stundum er sagt að
barnabókahöfundar séu skör neðar
en höfundar fullorðinsbóka og að
konur sé skör neðar en karlar. Eftir
þessari skilgreiningu eru konur
sem skrifa fyrir börn alveg assgoti
neðarlega. Ég veit það ekki. Ég held
að allar svona skilgreiningar séu
varasamar. Hvað varðar barnabæk-
ur er staða þeirra heldur að styrkj-
ast en betur má ef duga skal,“ segir
hún og rifjar upp hvernig gagnrýni
á þær gleymdist nálega alveg í síð-
asta jólabókaflóði.
Kristín var á leið norður í land til
að vera viðstödd sextándu upp-
færsluna á leikriti hennar og
Iðunnar, Síldin kemur og síldin
fer, hjá Leikfélagi Hörgdæla um
síðustu helgi. „Það er líka sama
ævintýrið í hvert einasta sinn,“
segir hún kát í bragði. Talið berst
að uppvextinum og náttúruöflun-
um sem dúkka upp í skrifum henn-
ar. „Ég veit ekki, ég hef aldrei verið
annar höfundur en ég er, en nátt-
úran hefur alveg ótrúlega mikið
að segja um það hvernig ég skrifa.
Skýjafarið á himninum getur skipt
sköpum fyrir kafla sem ég er að
skrifa. Alls kyns veður, ekki bara
falleg ský heldur einmitt einhverj-
ir kólgubakkar líka. Fallegt tungl-
skinskvöld getur algjörlega hleypt
mér á sprett.”
Hún segist vera nokkuð veður-
knúin og því fylgir að hún hlustar
iðulega á veðurfréttirnar á Rás 1.
Það rekur hún til bernskuáranna
á Seyðisfirði og þess tíma þegar
allir lögðu við hlustir þegar spáin
var lesin, hvort heldur bændur,
sjómenn eða skólastjórar líkt og
faðir hennar. „Ég hlusta á veðrið
ár og síð og alla tíð. Maðurinn
minn hlær nú ekki lítið þegar ég er
að hlusta á veðrið. Hann segir það
ekki skipta miklu hvort ég hlusti
eða ekki, veðrið komi hvort eð er.
En þetta er mitt mál. Alveg eins og
ég hlusta á Passíusálmana þegar
þeir eru lesnir.“
Uppvöxturinn fyrir austan og
árin á Akranesi hafa líka gert höf-
undinn háðan fjöllum og sjávar-
föllum. „Ég þarf alltaf að hafa út-
sýni til fjalla og helst að geta farið
niður í fjöru og hlustað á öldurnar.
Þá daga sem ég er of upptekin og
kemst ekki niður af loftinu get ég
hlustað á útvarpið. Ef ég finn ekki
veðrið á eigin skinni færir útvarp-
ið mér að minnsta kosti fréttir af
því.“
Ég skrifa fyrir
fólk. Hvort sem
það er lítið fólk
eða stórt fólk, það
skiptir mig ekki
máli.
að ég er farin að skrifa fyrir full-
orðna. Það hefur verið ákveðin til-
hneiging í þá átt að setja barna-
bækur skör lægra en önnur skáld-
verk, því miður. Hún segir hina
eilífu flokkun á höfundum ósköp
hvimleiða. „Ég hef verið markaðs-
sett fyrir þennan ákveðna hóp en
það breytir því ekki að bækurn-
ar mínar eru lesnar af alls konar
fólki. Ég reyni að láta ekki þessa
stimplun fara í taugarnar á mér –
ég held að maður verði bara gam-
all og ljótur ef maður er alltaf að
ergja sig yfir einhverju og mig
langar ekkert til þess!“ Kristín
segist vera rithöfundur sem skrif-
ar fyrir fólk. „Hvort sem það er
lítið fólk eða stórt fólk, það skiptir
mig ekki máli.“
Margir eru á þeirri skoðun að jóla-
bókaflóðið og þær markaðsaðferð-
ir, sem þá ráða ferðinni, gefi ekki
rétta mynd af þeim fjölbreyttu rit-
verkum sem gefin er út á Íslandi
þar sem fjöldi áhugaverðra bóka
nær sér ekki á flot í því mikla
flóði. Telja ýmsir að bókum eftir
konur sé sérlega hætt við slíkum
örlögum. Kvenrithöfundar héldu
Góugleði á dögunum og verðlaun-
uðu þá fimm stallsystur sínar
fyrir nýjar frumsamdar bækur
sem komu út fyrir síðustu jól en
saga Kristínar, Á eigin vegum, var
ein þeirra.
Upphefð þessi er kennd við
Fjöruverðlaunin og það lítur út
fyrir að framhald verði á þeim
auk þess sem þar gefst kærkom-
inn vettvangur fyrir rithöfunda til
að skiptast á skoðunum og ræða
sín mál. „Mér þótti ósköp vænt
um að fá þessi verðlaun,“ segir
Kristín og bendir á að það hafi
komið sér á óvart hversu margar
bækur komu út eftir konur í fyrra
en fjöldi frumsaminna titla var í
kringum sextíu. „Það var gaman
að sjá allar þessar bækur og til-
heyra þessum hópi. Að ég tali nú
ekki um þau forréttindi að fá að
vera ein af þessum fimm sem
voru valdar út.“
Þegar talið berst að uppskeru
kynjanna í hinu títtnefnda jóla-
bókaflóði segist Kristín trúa því
að margir eigi mjög bágt í þeim
flaumi, bæði konur og karlar.
„Sjálfsagt njóta þess einhverj-
ir, við erum svo misjafnlega sam-
sett. En margir kvíða mjög þess-
um tíma og sumum karlkyns kol-
lega minna finnst þetta algjört
svartnætti ekki síður en okkur.“
Hún segir að konur séu mögu-
lega síður duglegar að ota sér
fram í því kynningarkapphlaupi
sem fylgir jólabókavertíðinni og
þetta leggist því enn þá þyngra á
þær. „Það er bara svo mikil vitl-
eysa að við skulum ekki geta haft
bókadreifingu allt árið. Ég hrein-
lega skil ekki hverjum er gerður
greiði með þessu.“ Kristín útskýr-
ir að þessi knappi tími etji fólki
saman. „Þetta er svo mikið brjál-
æðiskapphlaup sem markaðurinn
ýtir undir og sumir hálfdrukkna í
flóðinu. Síðan er allt gleymt eftir
áramótin. Þess vegna eru Fjöru-
verðlaunin svo frábær, þau voru
haldin síðasta dag góu þegar allir
voru búnir að gleyma jólabóka-
flóðinu.“
Kristín segist mjög ánægð með
viðtökur gagnrýnenda við nýjustu
skáldsögunni en bendir á að sú
uppskera sé ekki það sem dregur
lengst þegar kemur að kaupum og
sölu. „Þá er mikilvægara hvað er
á hvaða borði í stórmörkuðum og
hver hrynur inn hjá forlögunum
í auglýsingum og svo framvegis.
Ég verð bara að segja að mér
finnst þetta afskaplega sorglegt,
eftir hverju er eiginlega verið að
dansa?“
Þátttakendur á málþinginu sem
kennt var við Fjöruverðlaun-
in ræddu vítt og breitt um stöðu
kvenrithöfunda og Kristín segir
að hún myndi gjarnan vilja gera
meira af því að hitta kollega sína
því eins og hún áréttar er það á
margan hátt einmanalegt starf
að vera rithöfundur. „Við sitj-
um bara fyrir framan skjáina og
þegjum, tölum í mesta lagi við
persónurnar okkar. Það er mjög
gaman að geta hist og spjall-
að, við höfum öll gott af því. Þá
á ég ekki bara við að konur þurf-
um að hittast bara til að kvarta –
Þökkum fyrir móttökurnar
á ferð okkar um landið
ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum
GLEÐILEGA PÁSKA