Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 16
greinar@frettabladid.is
Verzlunarkeðjan Wal-Mart er tröll að vexti og teygir anga
sína út um öll Bandaríkin, Mex-
íkó, Kína og mörg önnur pláss.
Þegar Wal-Mart kemur í bæinn,
þarf kaupmaðurinn á horninu iðu-
lega að pakka saman, því að gömlu
viðskiptavinir hans snúa þá við
honum bakinu. Wal-Mart býður í
krafti stærðar sinnar, máttar og
megins meira vöruval við lægra
verði en litlar búðir geta gert, og
margir viðskiptavinir keðjunn-
ar taka það fram yfir vinsamlegt
viðmót.
Þeir, sem verða undir í sam-
keppninni við risann, bera Wal-
Mart stundum ekki vel söguna.
Þeir saka fyrirtækið um óbilgirni
í samningum við birgja og starfs-
fólk. Wal-Mart er nú næststærsta
fyrirtæki heims á eftir olíurisan-
um Exxon Mobil, það rakar saman
fé og færir sífellt út kvíarnar og
hefur til dæmis sótt um leyfi til
að hefja bankarekstur í Banda-
ríkjunum. Meðallaun starfsfólks
í fullu starfi hjá Wal-Mart vestra
eru rösklega 100 þúsund krónur á
mánuði, en forstjóra fyrirtækis-
ins voru til viðmiðunar greiddar
röskar 100 milljónir króna á mán-
uði 2004. Það gerir þúsundfaldan
launamun á forstjóranum og með-
almanninum. Innan við helming-
ur starfsmanna í Bandaríkjunum
hefur heilbrigðistryggingu. Wal-
Mart helzt ekki vel á starfsfólki:
fjórir starfsmenn af hverjum tíu
hætta á hverju ári. En viðskipta-
vinirnir njóta góðs af rekstrinum,
því að lágt vöruverð eykur kaup-
mátt heimilanna og örvar atvinnu
og aðra grósku í efnahagslífinu.
Einn lykillinn að velgengni Wal-
Marts í upphafi lá í sölu á ýmsum
meðfærilegum varningi, til dæmis
leikföngum, við lágu verði. Þetta
hefur tekizt með því að tálga allan
hugsanlegan umframkostnað af
rekstrinum, inn að beini. Verzl-
anir Wal-Marts líktust lengi vel
vöruskemmum frekar en venju-
legum búðum, og annað var eftir
því. Þessi aðferð gefst vel við sölu
á ýmsum óbrotgjörnum varn-
ingi, einnig til dæmis í vefsölu, og
hefur komið sér vel fyrir neytend-
ur. Sama aðferð á síður við ýmsa
aðra starfsemi, og þess vegna
getur verið ástæða til að vera á
varðbergi gagnvart slíkum fyrir-
tækjum, þegar þau byrja að færa
út kvíarnar.
Af þessu stafar varhugur
margra Bandaríkjamanna við fyr-
irhuguðum bankarekstri Wal-
Marts, en bandarísk yfirvöld hafa
hingað til synjað Wal-Mart til-
skilinna leyfa til slíks. Hugsunin
er þessi: menn, sem leggja höfuð-
áherzlu á að tálga allan hugsan-
legan umframkostnað af rekstri
sínum, geta reynzt brothættir í
bankarekstri, því að bankar hafa
betri aðstöðu en flest önnur fyr-
irtæki til að velta tapi sínu yfir á
saklausa vegfarendur. Þess vegna
eru í mörgum löndum reistar laga-
skorður við því, hverjir mega eiga
og reka banka, einnig hér heima.
Bankaeftirlit nægir ekki eitt
sér, heldur þarf einnig að byrgja
brunninn. Íslenzk bankalög (nr.
161 frá 2002) kveða til dæmis á um
það, að lagt sé „mat á hvort um-
sækjandi sé hæfur til að eiga eign-
arhlutinn með tilliti til heilbrigðs
og trausts reksturs fjármálafyrir-
tækis. Við mat á hæfi umsækjenda
skal m.a. höfð hliðsjón af ...refs-
ingum sem umsækjandi hefur
verið dæmdur til að sæta og hvort
hann sæti opinberri rannsókn.“
Lögin segja ennfremur: „Stjórn-
armenn og framkvæmdastjór-
ar fjármálafyrirtækis ... mega
ekki á síðustu fimm árum (!) hafa
verið úrskurðaðir gjaldþrota eða í
tengslum við atvinnurekstur hlot-
ið dóm fyrir refsiverðan verknað
...“ og „...skulu stjórnarmenn og
framkvæmdastjóri búa yfir nægi-
legri þekkingu og starfsreynslu
til að geta gegnt stöðu sinni á til-
hlýðilegan hátt.“ Það er engin þörf
fyrir sambærileg lagaákvæði um
eignarhald og rekstur til dæmis
smásölubúða og frystihúsa, því að
starfsemi þeirra er annars eðlis
en bankarekstur og býður færri
hættum heim.
Fyrirstaðan gegn þreifingum
Wal-Marts á bandarískum banka-
markaði leiðir hugann að því,
hvort viðskiptahugmyndir keðj-
unnar eigi að öllu leyti vel við í
öðrum rekstri, sem sérstakar ör-
yggiskröfur eru gerðar til, svo sem
í flugrekstri. Er það hyggilegt að
tálga allan hugsanlegan umfram-
kostnað af rekstri flugfélags í hag-
ræðingarskyni? Eru svo gallhörð
hagræðingarsjónarmið einhlít í
rekstri, þar sem öryggi viðskipta-
vinanna þarf að vera í fyrirrúmi?
Þetta er öðrum þræði hugsunin á
bak við bankalögin hér heima og
í öðrum löndum. Það er með líku
lagi umhugsunarefni nú, þegar rík-
isflugfélögum fer fækkandi um
heiminn og lággjaldafélög í einka-
eigu ryðja sér æ frekar til rúms,
hvort sams konar öryggisákvæði
ættu heima í lögum um eignarhald
og rekstur flugfélaga.
Viðskiptatröllið Wal-Mart
Hugsunin er þessi: menn, sem
leggja höfuðáherzlu á að tálga
allan hugsanlegan umfram-
kostnað af rekstri sínum, geta
reynzt brothættir í banka-
rekstri.
Jón Kristjánsson hefur nú hlaupið undir bagga með Siv Friðleifsdóttur. Hann
viðurkenndi í Fréttablaðinu á þriðju-
dag að hafa veitt Óperukórnum styrk
uppá hálfa milljón úr Framkvæmdasjóði
aldraðra – samkvæmt dularfullri munn-
legri heimild sem ráðherra heilbrigð-
ismála hefði til að veita „smástyrki“ úr
sjóðnum. Í sjóðinn greiðum við flest 6.314
krónur á ári með nefskatti - og höldum að það fé sé
notað til að byggja yfir afa okkar og ömmur, for-
eldra okkar og að lokum okkur sjálf – og öll önnur
gamalmenni nú og síðar.
Jón segist hafa fengið ósk frá Óperukórnum um
að ráðuneytið keypti 133 aðgöngumiða fyrir 266 þús-
und krónur. Hann hafi orðið nokkuð hvumsa sem
heilbrigðisráðherra en ákveðið að styrkja gott mál-
efni – um helmingi meira fé, 500 þúsund! – úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra! Til að möndla þetta með
sjóðinn hafi hann beðið um sex óperukórstónleika
á öldrunarstofnunum. Söngur á öldrunarstofnunum
var tylliástæða ráðherrans til að gera vel við kór-
inn, sem er út af fyrir sig lofsvert. Því miður kemur
óperukórsöngurinn heilbrigðisráðherranum ekkert
við sem slíkum – hvað þá Framkvæmdasjóði aldraðra.
Merkustu upplýsingarnar sem fram
koma hjá Jóni eru þó þær að hann hafi
haft einhverskonar munnlega heimild til
að veita fé úr sjóðnum:
„Á mínum tíma var talað um heimild
um smástyrki sem ráðherra hefði til ráð-
stöfunar í samráði við stjórn sjóðsins í
þágu aldraðra.“
Ha? „var talað um“?? Heimild án stoðar
í lögum eða reglugerð? Hér viljum við fá
að heyra meira. Var ekki Ólafur Ólafsson
hjá Eldri borgurum að biðjast afsökunar
á að hafa gefið í skyn að Siv ráðherra
hefði brotið lög? Svo kemur Jón fyrrverandi ráð-
herra og segist hafa haft munnlega heimild til að
veita fé úr sjóðnum? Hver gaf honum þá heimild?
Ráðuneytisstjórinn? Formaður sjóðstjórnarinnar?
Aðstoðarmaðurinn? Eða fékk ráðherrann kannski
heimildina í draumi?
Og síðast en ekki síst: Var það sama munnlega
heimildin sem Siv Friðleifsdóttir nýtti sér til að
láta Framkvæmdasjóð aldraðra borga bæklinginn
„Nýja sýn – nýjar áherslur“ um „sýn mína á mála-
flokkinn sem hér er kynnt“? Er það samkvæmt vitr-
un að ofan sem skattborgarar eru látnir borga fyrir
pólitískan áróður Framsóknarflokksins úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra?
Höfundur er alþingismaður.
Fjárveitingarheimild úr draumi
Opið í dag
Skírdag
Lambahryggur kryddaður
1.358 kr/kg. áður 1.698 kr/kg.
20%
afsláttur
Öll Nóa eggin
á frábæru verði!
Þ
róun íslensks samfélags undanfarin ár frá miðstýrðu
hálfsósíalísku hagkerfi yfir til vestræns samfélags
hefur verið afar hröð. Við svo örar breytingar er
ekki að undra að margir kenni sig utangátta og skilji
ekki lengur þær stærðir sem eru í spilunum.
Meðal þess sem gætt hefur er að stjórnmálamenn virðast
ekki átta sig á þeim breytta heimi sem blasir við. Þannig hafa
menn brugðist við einstökum málum í tengslum við viðskipta-
lífið með lögum og reglugerðum sem hafa verið úr takti við al-
menna þróun í átt til frjálsræðis og opinna viðskipta eins og
þau tíðkast í hinum vestræna heimi.
Það verður þó að segja stjórnvöldum til hróss að í stærstu
dráttum hefur verið staðið sæmilega að málum, með þeim ár-
angri að upp hafa sprottið öflug fyrirtæki sem borga há laun og
skila sköttum og skyldum innanlands.
Á örfáum árum hefur sprottið upp heil hálaunaatvinnugrein,
sem er fjármálageirinn. Vöxtur hans er undraverður og nú
er flutt út í stórum stíl þekking í fjármálastarfsemi. Framlag
greinarinnar til landsframleiðslu er komið yfir sjávarútveg og
hagnaður fjármálafyrirtækja í fyrra var meiri en sem nemur
útflutningi alls sjávarafla. Þetta er eftirsóknarverð staða fyrir
samfélagið.
Það er því mikilvægt að þau stjórnmálaöfl sem bjóða fram í
þessum kosningum geri skýra grein fyrir því hvaða umhverfi,
skatta og regluverk boðið verður upp á fyrir þessa vaxandi at-
vinnugrein. Fjármálageirinn þolir síst allra greina að um hann
ríki óvissa. Þar á bæ er starfsemin háð almennum trúverðug-
leika á alþjóðamörkuðum, þangað sem fjármagn er sótt. Skýr
umgjörð um greinina þar sem bátnum er ekki ruggað í stundar-
æsingi yfir ofsagróða er fjármálageiranum jafn mikilvæg og
regluverk um hreinlæti fyrir fiskútflutning.
Tækifæri í slíkri starfsgrein eru nánast endalaus ef rétt er á
haldið. Til þess að greinin geti vaxið þarf því að huga að skýrri
framtíðarsýn fyrir greinina. Til er skýrsla nefndar um að gera
Ísland að fjármálamiðstöð. Fróðlegt væri að fá í aðdraganda
kosninga afstöðu stjórnmálahreyfinga til tillagna sem þar er
að finna.
Við erum ekki lengur eyland í alþjóðaviðskiptum og höft og
heimóttarskapur geta svipt okkur mikilsverðum tækifærum.
Það er því nauðsynlegt að flokkarnir taki af allan vafa um
stefnu sína í því hvaða skilyrði eigi að búa slíkri atvinnugrein,
sem ef rétt er á spilum haldið getur tryggt lífskjör hér á landi
sem best þekkjast í heiminum. Það er sjálfsögð kurteisi við
kjósendur að þeim sé gerð skýr grein fyrir stefnu sem getur
varðað möguleika þeirra og framtíðarkynslóða til atlætis í
efsta flokki.
Geri grein fyrir
atvinnustefnu