Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 86
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Cheerios með mjólk, er það
ekki íþróttanammi?“
„Við erum nokkrir saman sem
höfum verið að hlaupa síðan í
janúar,“ segir alþingismaðurinn
Bjarni Benediktsson, sem ætlar að
hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkur-
maraþoninu ásamt nokkrum félög-
um sínum. „Það hefur gengið mis-
jafnlega að koma sér virkilega vel
í gang og ýmis meiðsl hafa verið
að hrjá hópinn. Ég þurfti sjálfur að
taka mér smá pásu en er allur að
koma til,“ bætir Bjarni við.
Reykjavíkurmaraþonið er hald-
ið í ágúst en hlaupið sjálft er rúmir
fjörutíu kílómetrar. Þetta þykir
mikil þolraun og menn þurfa að
vera í æði góðu formi til að kom-
ast á leiðarenda. „Maður fer þetta
á skapinu en ég ætla mér ekki að
slá nein tímamet heldur bara kom-
ast í markið,“ segir Bjarni. „Og
ég vonast auðvitað til að komast
meiðslalaus í gegnum undirbún-
ingstímabilið.“
Bjarni segir að margir í hópn-
um séu fyrrverandi handbolta- og
knattspyrnukempur og því sé stutt
í keppnisskapið. „Annars er þetta
bara fín heilsurækt, að fara út að
hlaupa með félögunum og ræða um
leið um daginn og veginn,“ segir
Bjarni, sem tekur þó skýrt fram að
þeir félagar hlaupi ekki maraþon í
hvert skipti sem þeir reima á sig
hlaupaskóna. „Nei, þetta eru svona
tíu til fimmtán kílómetrar hverju
sinni og vonandi hleypur maður
bara maraþon einu sinni,“ útskýr-
ir Bjarni, sem var ekki í nokkrum
vafa um að þetta ætti eftir að nýtast
honum á fleiri stöðum en á hlaupa-
brautinni. „Þetta verður fínt fyrir
golfið í sumar enda aldrei gott að
vera móður og másandi yfir bolt-
anum áður en maður slær,“ segir
Bjarni.
Bjarni Ben ætlar að hlaupa maraþon
„Hvað er lax að flækjast í Minni-
vallalæk í Landsveit? Mér fannst
hann reyndar laxlegur. Urrrlax,“
segir Sigurður Sveinsson, hand-
boltakappi með meiru.
Fréttablaðið greindi skilmerki-
lega frá því að Sigurður hefði sett í
býsna stóran fisk í Minnivallalæk,
sem er frægur urriðaveiðistaður.
Fimmtán punda bolta. En þegar
menn til þess bærir fóru að rýna í
myndina sem birtist af Sigga hróð-
ugum með risaurriðann sinn, sem
hann reyndar hélt fram að væri
örvhentur, sáu menn að þarna var
kominn lax en ekki urriði.
„Já, veiðigeirinn segir að þetta
sé vel alinn niðurgöngulax eða
hoplax. Vel í holdum. Þegar ég fór
að rýna betur í myndina kom þetta
í ljós. Ég vissi bara ekki að það
væri lax í Minnivallalæk. Hvað
þá urrlax,“ segir Siggi spurð-
ur hvernig það megi vera að jafn
reyndur veiðimaður og hann hafi
ruglað saman laxi og urriða.
„Já, já, menn eru að hlæja að
mér. Ég líka. Eins gott að hann fór
ekki á platta þessi. En yfirleitt er
lax orðinn bjartur á vorin en þessi
var dökkur. Mjög urriðalegur. En
ég er niðurbrotinn maður,“ segir
Siggi.
Og enn stendur það þá að stærsti
urriðinn sem handboltakappinn
snjalli hefur dregið er níu pund en
ekki fimmtán og sá silungur var
veiddur í Þingvallavatni.
Örvhenti urriðinn reyndist lax
„Ég hélt fyrst að það væri einhver
að stríða mér þegar það var hringt
í mig og spurt hvort ég vildi spila
með Björk og fara í tónleikaferð
með henni þannig að ég afþakkaði
pent. Svo hugsaði ég smá um þetta
og fattaði hvað ég hefði gert, hringdi
til baka og endaði hér.” segir Valdís
Þorkelsdóttir trompetleikari. Valdís
er ein tíu stúlkna sem skipa blás-
arasveit Bjarkar Guðmundsdóttur
á komandi tónleikaferð hennar um
heiminn. Eins og kunnugt er gefur
Björk út sjöttu sólóplötu sína, Volta,
sjöunda maí næstkomandi.
Bergrún Snæbjörnsdóttir sem
spilar á franskt horn hafði svipaða
sögu að segja. „Ég var búin að týna
símanum mínum og vera símalaus í
viku og svo svona tíu mínútum eftir
að ég kveikti á nýja símanum var
hringt í mig og mér boðið að koma
í prufu, það munaði rosa litlu að ég
hefði misst af þessu.“
Bergrún og Valdís eru hluti tíu
stúlkna blásarasveitar sem mun
spila með Björk á tónleikaferðalagi
hennar um heiminn til að fylgja eftir
nýjustu breiðskífu hennar, Volta.
Stelpurnar eru á aldrinum sautján
til tuttugu og eins árs og voru vald-
ar úr góðum hópi umsækjenda eftir
viðtöl og prufur með Björk. Eftir
prufurnar voru þær svo fengnar til
að spila í tveimur af lögunum sem
verða á plötunni og eru búnar að
standa í ströngum æfingum síðan.
Eins og allt liggur fyrir í dag lítur
út fyrir að stelpurnar verði á far-
aldsfæti næstu átján mánuði.
„Þetta átti fyrst að vera ár en er
alltaf að lengjast, sem er bara betra.
Þetta er samt svolítið óraunveru-
legt en náttúrulega rosalegt tæki-
færi fyrir okkur,“ segja þær. „Svo
verður það ekkert leiðinlegt að vera
á þessum tónlistarhátíðum í sumar.“
Meðal þeirra staða sem þær munu
spila á eru Hróarskelda í Dan-
mörku, Glastonbury í Bretlandi og
Coachella í Bandaríkjunum.
Blásarasveitin samanstendur af
þremur trompetum, þremur frönsk-
um hornum, þremur básúnum og
einni túbu. Báðar hafa stelpurn-
ar lært á hljóðfæri frá því að þær
voru ungar og þóttu á tímabili hálf
kjánalegar að vera heima að æfa sig
á hljóðfæri þegar þær hefðu getað
verið úti í sjoppu að reykja eða eitt-
hvað á þá lund „Maður er búinn að
puðra í þetta frá því að maður var
lítill og allir að gera grín að okkur
og svo allt í einu erum við orðnar
svalar,“ segja þær og hlæja. „Það
var bara alltaf eitthvað sem togaði
í mann að halda áfram.“
Aðspurðar um hvernig þeim lítist
á nýju lögin sagði Bergrún: „Þetta
er frábær tónlist, nýja platan er
sjúk, alveg ótrúlega flott. Þegar ég
kem heim eftir æfingar langar mig
svo mikið að hlusta á sum lögin en
ég get það ekki, því við erum auðvit-
að ekki með diskinn.“ Valdís heldur
áfram og segir: „Þetta er eitthvað
alveg nýtt. Björk er náttúrulega
alltaf langt á undan og maður held-
ur að þetta hljóti að fara að hætta,
hún geti ekki verið svona mikið á
undan, en henni tekst það samt.“
Fyrstu tónleikarnir þar sem
Björk mun flytja efni af Volta verða
í Laugardalshöll núna á mánudag-
inn.
FYRSTUR
MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is