Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 40

Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 40
 5. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR2 fréttablaðið x-factor Úrslitin í X-Factor ráðast á morgun þegar stúlkna- dúettinn Hara og hinn fær- eyski Jógvan berjast um fyrstu X-Factor tignina. Spennan meðal lærimeistaranna er engu síðri en þar keppir sjálfur Einar Bárðarson við Pál Óskar Hjálmtýsson. Stemningin á áttundu hæð Nordica hótels var spennuþrungin. Blaða- mannafundur fyrir úrslitakvöld- ið fram undan og eftirvæntingin í hámarki. En það var ekki að sjá að þetta væri fyrsti blaðamannafund- ur þeirra Höru-stúlkna. Þær léku við hvurn sinn fingur, sögðust ætla að gefa út DVD-disk og töldu rétt- ast fyrir Lárusdæturnar víðfrægu að vara sig. „Við eigum sko líka trompet og þriðju systurina sem er trompið á hendinni.“ Jógvan hélt sig meira til hlés, lét læriföður sinn, Einar Bárðarson, að mestu leyti um að svara fyrir sig en grínaðist þó með látbragði að ef hann þyrfti að lúta í lægra haldi fyrir stúlkunum myndi hann láta hnefana tala. X-Factor þátturinn tók við af Idol-stjörnuleit á Stöð 2. Og sigur- vegarar þeirrar keppni hafa verið misáberandi í tónlistarlífi landans og margir orðið skyndifrægðinni að bráð. Hvorki Hara né Jógvan voru þó hrædd um að nafn þeirra yrði gleymt og grafið eftir hálft ár en gerðu sér hins vegar grein fyrir því að þau þyrftu að leggja á sig mikla vinnu. „Vonandi ekki, við ætlum að reyna að gera allt til að vera ótrúlega áberandi og meira heldur en ykkur langar. Við reyn- um bara að vinna vel og það er bara undir okkur komið. Það er ör- ugglega mjög auðvelt að tapa þess- ari athygli eins hratt og hún kom,“ segir Rakel í Hara og systir henn- ar Hildur kinkar kolli henni til samþykkis. Svar Jógvans var hins vegar og stutt og laggott: „Nei, ég er ekki hræddur.“ DIPLÓMATÍSKUR DÓMARI Talið barst fljótlega að Færeyj- um en eins og kom fram í fjölmiðl- um verður keppnin send beint til Færeyja þótt Færeyingum gef- ist ekki kostur á að greiða sínum manni atkvæði. Þótt Jógvan vilji lítið gera úr eigin frægð í heima- landi sínu stóðst lærimeistari hans, Einar Bárðarson, ekki mátið og skopaðist með það að búið væri að gera mót að styttu af Jógvan. Stemningin í Hveragerði er hins vegar engu síðri en þar steig dú- ettinn Hara sín fyrstu spor. „Það er mikil stemning þarna og allir rosalega spenntir. Þetta er eigin- lega orðið þannig að þegar maður fer út í Bónus þá hlaupa krakkarn- ir á eftir manni,“ segir Rakel. „Og þú átt bara að láta þau halda á pok- unum fyrir þig,“ skýtur Einar inn í og uppsker mikinn hlátur við- staddra. Það liggur augljóslega vel á fólki þótt spennan fari ekki framhjá neinum. Enda upplýsir Páll Óskar að hann hafi eingöngu sofið í þrjá tíma nóttina áður en skjólstæðingar hans hafi ekki fest blund. Þegar talið berst að sigurvissu dómaranna fyrir þáttinn bregð- ur Páll á það ráð að vera diplóm- atískur í svörum og telur að það eigi eftir verða mjótt á mununum. Seinna á fundinum gleymir Páll sér þó eitt andartak og telur nokk- uð öruggt að stúlkurnar sínar frá Hveragerði sigri. „Það er reyndar svo mikil væntumþykja hjá okkur báðum í garð þeirra beggja. Og mig grunar að kjósendur heima í stofu séu sama sinnis,“ segir Páll og þorir ekki að spá fyrir um hver eigi eftir að fara með sigur af hólmi. „Ég held að þetta eigi eftir að velta á 88 at- kvæðum eins og hjá Hafnfirðingun- um.“ Einar var þó ögn kokhraustari og sagðist ekki vera eins mikill jafn- aðarmaður og keppinauturinn. „Við ætlum okkur að vinna þessa keppni og höfum undirbúið okkur fyrir það síðan í október,“ lýsir Einar yfir en hvorugur þeirra var þó reiðubú- inn til að leggja nokkuð undir. „Og þeir sem þekkja ríginn á Suðurlandi vita að Selfyssingar tapa ekki fyrir Hvergerðingum,“ bætir hann við og uppsker mikinn hlátur. „Og hvað þá þegar menn eru Færeyingar.“ ANDLEGUR UNDIRBÚNINGUR MIKILVÆGUR Keppendurnir upplýsa að mikil vinna liggi að baki hverri frammi- stöðu og það eitt hafi komið þeim hvað mest á óvart. „Ég hefði bara aldrei trúað því hvað þetta væri mikið fyrirtæki en þetta hefur líka verið frábær skóli. Að ógleymdu öllu þessu fólki sem við höfum kynnst á þessum mánuðum,“ segir Rakel. Og Einar tekur undir þessu orð og bætir því við að það séu ekki bara sönghæfileikar sem komi fólki svona langt. „Það er mik- ill hraði og athygli sem þau hafa þurft að takast á við. Og þeir sem eru hvað best andlega undirbúnir undir þetta skila sér hvað lengst. Það er ekki á hvers manns færi að standa í þessum sporum í keppni sem yfir þúsund manns skráðu sig í. Og keppnin er í raun bara upphafið að ævintýrinu.“ Og Páll Óskar tekur við keflinu af Einari og segist vera ákaflega stoltur af sínum stúlkum og telur þær hafa höndlað þetta álag ótrúlega vel. „Það er ekki bara álagið sem er í þáttunum heldur líka álagið heima fyrir. Þær eru báðar mæður, eiga unga krakka en hafa mætt mikl- um skilningi bæði hjá þættinum og heima hjá sér. En eftir þessi alvarlegu ræðu- höld kennaranna eru keppendurnir gripnir einhverjum galsa. Jógvan bendir á að þrátt fyrir að hann hafi í allri keppninni verið hluti af eldri hópnum sé hann ekki aldursfor- setinn í úrslitaþættinum. „Nei, því eftir að Inga Sæland datt út var ég allt í einu orðin elst,“ segir Rakel og skellir upp úr. „Og mér fannst það hræðilegt,“ bætir hún við og hlær. - fgg Hveragerði og Selfoss keppa Hersingin Páll Óskar, Hara, Jógvan, Einar Bárðarson og Ellý verða öll í Vetrargarðinum á föstudaginn þegar sigurvegari X-Factor verður krýndur. Hildur Ætlar ekki að verða skyndifrægðinni að bráð heldur leggja mikið á sig til að viðhalda þessari athygli. Jógvan Lærimeistari hans taldi nokkuð öruggt að það væri þegar búið að taka mót af honum fyrir styttu. Rakel Fannst eiginlega verst þegar Inga Sæland datt úr keppni því þá var hún orðin elst. Þeir félagar Óskar Páll Sveinsson og Stefán Hilmarsson voru fengnir til að semja lagið sem báðir kepp- endur flytja annað kvöld í Vetr- argarðinum. Lagið heitir Hvern einasta dag og að sögn Óskars varð það til í Kjósinni þar sem hann býr. „Þessi hugmynd kom upp fyrir tveimur mán- uðum, að gera lag sem báðir aðilar myndu syngja í þættin- um,“ segir Óskar Páll. „Ég samdi fyrst grunn og bar hann undir Stef- án sem leist mjög vel á þetta og við þróuð- um það í sameiningu,“ útskýrir Óskar sem segir Hvern einasta dag vera létt popplag sem allir ættu að geta sungið. „Svo lengi sem þeir hafa þennan X-Factor,“ bætir Óskar við. Keppendurnir Hara og Jógvan eru búin að taka upp lagið og segir Óskar að þau hafi komið sér alveg ótrúlega á óvart. „Það var eins og þetta væru miklir reynsluboltar og ég er ótrúlega ánægður með útkom- una hjá þeim,“ segir Óskar. Þegar Frétta- blaðið náði tali af Stefáni Hilmarssyni var hann á leiðinni í sólina yfir páskana. Hann sagði textann fjalla um lífs- ins söng sem allir syngja en hver með sínu nefi. Hann hafði hins vegar ekki heyrt útkomuna hjá keppendum. „En bíð bara spennt- ur eftir því að heyra þetta þegar ég kem heim.“ Syngja um lífsins söng Óskar Páll Samdi lagið Hvern einasta dag, í Kjósinni þar sem hann býr. Stefán Hilmarsson Hefur verið einn fremsti textahöfund- ur þjóðarinnar um árabil.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.