Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 54

Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 54
BLS. 12 | sirkus | 5. APRÍL 2007 MEÐ KÆRUSTUNNI Simon og fyrirsætan Terri Seymour hafa verið á föstu í sjö ár. S imon Cowell fæddist í Brighton á Englandi hinn 7. október 1959 og er því 48 ára. Simon ólst upp í Hertford- shire þar sem faðir hans, Eric, sem er látinn, starfaði í fasteigna- og tónlistarbransanum, mamma hans, Julie, var hins vegar áberandi á senu breska félagslífsins. Simon á þrjá hálfbræður og eina hálfsystur og einn yngri albróður. Flest systkini hans hafa náð langt í lífinu og eru tvö þeirra milljarðamær- ingar þótt ekkert af þeim slái Simon út. Áhuginn á bransanum vaknar Simon flosnaði úr námi aðeins 17 ára og fór að vinna fyrir sér. Ekkert gekk og var hann rekinn úr hverju starfinu af fætur öðru. Að endingu reddaði faðir hans honum sendlastarfi hjá EMI tónlistarrisanum en Simon sýndi lítinn áhuga og ákvað fljótlega að sá bransi ætti ekki við sig. Lítið gekk í atvinnuleitinni svo Simon leitaði aftur til föður síns sem notaði sambönd sín og Simon fékk starf sem aðstoðar- maður tónlistarframleiðanda hjá EMI. Þarna vaknaði áhuginn og Simon ákvað að hætta hjá fyrirtækinu og stofna sitt eigið fyrirtæki, E&S Music, sem fór á hausinn á innan við ári. Árið 1980 hélt Simon enn einu sinni til EMI þar sem hann kynntist mönnum sem trúðu á háleitar hugmyndir hans. Saman yfirgáfu þeir fyrirtækið og stofnuðu útgáfufyrirtækið Fanfare Records. Seinna lét Simon hafa eftir sér að það sem hann lærði á þeim tíma hefði hann aldrei lært hjá stóru fyrirtæki eins og EMI. Hafnaði Spice Girls Þrátt fyrir gott start fór Fanfare Records á hausinn. Simon, sem þarna var þrítugur, stóð illa fjárhags- lega eftir ævintýrið og flutti heim til mömmu og pabba. Síðar um árið reyndi hann enn einu fyrir sér og boltinn fór fljótlega að rúlla með samningum við listamenn eins og Curiosity Killed the Cat, Sonia, 5ive og Westlife. Þrátt fyrir að hafa augljóst nef fyrir hæfileikum gerði Simon þó nokkur reginmistök líkt og að senda stelpubandið Spice Girls frá sér og ákveða að aðalsöngvari Take That væri of feitur til að bandið gæti slegið í gegn. Árið 2002 þróaðist fyrirtækið Syco Records sem var í eigu Simons yfir í Columbia Records og Sony BMG Music Entertainment þar sem Simon starfar sem forstjóri. Simon sló umsvifalaust í gegn þegar hann var valinn einn af dómurum hins breska raunveruleikaþátts Pop Idols. Þegar þátturinn var ameríkan- íseraður með Simon innanborðs varð hann að heimsþekktri stjörnu og einn mest umtalaði sjónvarpsmaður allra tíma. Grimm hreinskilni og hnyttin svör eru hans aðalsmerki svo áhorfendur elska að hata hann. Íslendingar hitta Simon Simon hlaut verðlaun eftir fyrstu syrpuna af American Idol með góðri launahækkun og fór þannig fram úr meðdómurum sínum þegar kemur að launum. Þór Freysson, fram- leiðslustjóri X-Factors á Íslandi, fór til London ásamt Heimi Jónassyni og Friðriki Friðrikssyni hjá Saga Film til að fylgjast með breska þættinum og hittu þeir félagar goðið. „Við fórum út að kíkja á breska sjóvið áður en við störtuðum þessu hérna heima og hittum Simon í tengslum við það. Hann virkaði afar viðkunnanlegur náungi og sýndi því sem við vorum að gera mikinn áhuga,“ segir Freyr og bætir við að Simon sé líklega stærsti sjónvarpsmaður samtímans og sá hæstlaunaði. „Við hittum hann í svona korter og hann hafði eins og aðrir sem við töluðum við mikinn áhuga á að koma til Íslands en engan tíma til þess.“ Freyr segist hafa heyrt sögur af prímadonnustælum Simons og er ekki frá því að þær séu sannar. „Hann var eini maðurinn sem reykti í stúdíóinu en það er bannað að reykja í öllum stúdíóum í öllum heiminum. Hann tók hins vegar upp pakkann og reykti við dómaraborðið í auglýsinga- hléum,“ segir Freyr og bætir við að augljóst hafi verið að Simon hafi verið vinsælli en hinir dómararnir til samans. „Áhorfendur fengu að spyrja dómarana spurninga í hléum og af þeim 10 til 15 manns sem fengu að spyrja beindu allir spurningu sinni til hans. Hinir fengu engar.“ Talar umbúðalaust Heimir Jónasson hjá Icelandair og fyrrverandi forstöðumaður Stöðvar 2 segir Simon hafa virkað vingjarn- legur og kurteis. „Hann er alveg í 180 gráður í hina áttina miðað við það sem hann er í sjónvarpinu,“ segir Heimir og bætir við að Simon hafi verið ofsalega blíður og kurteis maður og í raun ekta Breti. „Kannski var hann svona almennilegur þar sem hann var að taka á móti okkur sem viðskiptavinum en viðmót hans var hlýlegt,“ segir Heimir sem tekur þó undir orð Þórs að um svakalega stórstjörnu sé að ræða. „Röðin fyrir framan búningsherbergið hans var mjög löng og það vildu allir hitta hann og tala við hann. Ég held að hann sé ekkert vondur karl, hann vill vera hreinskilinn og talar umbúðalaust og segir hluti sem við hin hugsum aðeins.“ Heimir viðurkennir þó að örlað hafi á stjörnustælum og tekur undir reykingasöguna með Þór. „Hann er náttúrlega langflottastur og á þetta prógram skuldlaust og má því reykja þarna þótt aðrir megi það ekki.“ Hæfileiki Simons til að spotta út stjörnur hefur gert hann að einum ríkasta sjónvarpsmanni allra tíma. Það hafa allir skoðanir á Simon sem hefur fyrir vikið setið ofarlega á listum yfir kynþokkafyllstu karlmenn heims. Simon er þó frátekinn en hann og kærastan, breska fyrirsætan, leikkonan og sjónvarpskonan Terri Seymour, hafa verið saman síðan árið 2000. Með því að sameina raunveru- leikaþætti og tónlist er Simon best launaða breska stjarnan og 23. ríkasti Bretinn. Auður hans er metinn á um 60 milljónir breskra punda. indiana@frettabladid.is SIMON COWELL ER EINN UMDEILDASTI SJÓNVARPSMAÐUR ALLRA TÍMA. ÁHORFENDUR ELSKA AÐ HATA ÞENNAN TUNGULIPRA DÓMARA SEM SEGIST EINFALDLEGA SEGJA ÞAÐ SEM AÐRIR HUGSA. SIRKUS DRÓ UPP NÆRMYND AF ÞESSUM HÆFILEIKARÍKA MANNI. STÓRSTJARNA Í GÓÐRA MANNA HÓPI Heimir og Þór eru sammála um að Simon hafi verið viðkunnan- legur. Á myndinni er einnig Friðrik Friðriksson hjá Saga Film. AMERICAN IDOL Þátturinn hefur gert Simon að alþjóðlegri stórstjörnu og einni umdeildustu sjónvarpspersónu allra tíma. SIMON COWELL Simon sló í gegn eftir að hafa verið valinn einn af dómurum raunveruleikaþáttar- ins Pop Idol. með prímadonnustæla nærmynd sirkus

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.