Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 22
Í
slenskt launafólk eyðir að
meðaltali rúmlega 13 pró-
sentum ráðstöfunartekna
sinna í að kaupa og reka
húsnæði. Hlutfallið hefur
hækkað á undanförnum
árum, en það var nokkuð stöðugt
á bilinu 11 til 12 prósent af ráð-
stöfunartekjum þar til á síðustu
árum.
Í kjölfar breytinga á húsnæðis-
lánakerfinu árið 2004 hefur stað-
an á markaðnum tekið gríðar-
legum breytingum. Það hlutfall
tekna sem fólk eyðir í húsnæði
hefur hækkað, en það segir bara
hálfa söguna. Erfiðleikar þeirra
sem eru að kaupa sína fyrstu
íbúð, eru jafnvel að reyna að
komast út af leigumarkaðinum,
hafa vaxið verulega, þrátt fyrir
að hlutfall lána Íbúðalánasjóðs
hafi verið hækkað og bankarnir
hafi komið á markaðinn.
Ástæðan ætti ekki að vefjast
fyrir þeim sem velta fyrir sér
framboði og eftirspurn. Fram-
boð á lánsfé jókst verulega en
framboðið á íbúðarhúsnæði jókst
ekki í réttu hlutfalli. Húsnæðis-
verð hefur því rokið upp undan-
farin ár, sér í lagi á höfuðborgar-
svæðinu.
Hækkunin á húsnæðisverði er
augljós þegar meðalverð kaup-
samninga undanfarin ár er skoð-
að. Fyrir 10 árum, árið 1997, hljóð-
aði meðalsamningur upp á tæp-
lega 7,9 milljónir króna. Verðið
hefur hækkað fremur reglulega
ár frá ári, og fram til ársins 2004
var hækkunin á bilinu 0,5 til 1,5
milljónir króna milli ára.
Árið 2004 kom stökk, meðal-
kaupsamningurinn hækkaði um
tvær milljónir frá árinu 2003, og
var kominn upp í 15,8 milljónir
króna, tvöfalt hærri en árið 1997.
Hækkunin var svo enn meiri árið
á eftir, meðalkaupsamningur árið
2005 hljóðaði upp á 19,7 milljón-
ir króna, og hafði hækkað um 3,9
milljónir frá árinu 2004.
Með því að skoða upplýsingar
frá ríkisskattstjóra um framtelj-
endur síðastliðin 10 ár má leggja
gróft mat á ráðstöfunartekjur
einstaklinga, þær tekjur sem fólk
á eftir í veskinu eftir að skattar
og gjöld hafa verið innt af hendi.
Þegar tölurnar eru skoðað-
ar kemur í ljós að ráðstöfunar-
tekjurnar fyrir tíu árum voru að
meðaltali um 104 þúsund krónur
á mánuði. Meðalskattgreiðandinn
átti sem sagt 104 þúsund krónur í
veskinu til að greiða allan kostn-
að sem til fellur við að reka sjálf-
an sig, fjölskyldu, bíl og eignast
þak yfir höfuðið.
Segja má að mánaðarlegar
ráðstöfunartekjur skattgreið-
enda hafi að meðaltali aukist um
í kringum 12-15 þúsund krónur
á mánuði á milli ára síðastliðinn
áratug, mismikið þó. Árið 2006
kom svo verulegur kippur, og ráð-
stöfunartekjurnar jukust um tæp-
lega 34 þúsund krónur frá árinu
2005, og meðalmaðurinn átti um
244 þúsund eftir af laununum
eftir skatta og gjöld.
Þegar útgjöld vegna húsnæðis
eru skoðuð sem hlutfall af ráð-
stöfunartekjum síðastliðin 10 ár
sést að útgjöldin sem fylgja því
að kaupa og eiga eigið húsnæði
haldast því sem næst í hendur við
ráðstöfunartekjur.
Það er ekki hlaupið að því
að reikna út meðalkostnað við
að kaupa húsnæði og borga af
lánum. Hagstofa Íslands hefur
reiknað þennan kostnað út og
kallar reiknaða húsaleigu. Reikn-
uð húsaleiga felur í sér greiðslur
vegna eigin húsnæðis sem væru
hluti af leiguverði væri viðkom-
andi á leigumarkaði.
Hægt er að bera þessa reikn-
uðu húsaleigu saman við ráðstöf-
unartekjur til að fá út hlutfall
húsnæðiskostnaðar af ráðstöf-
unartekjum meðal skattgreið-
andans. Eins og með öll meðal-
töl verður þó að gæta þess að það
geta verið miklar sveiflur milli
einstaklinga, sem ekki sést í svo
einföldum samanburði.
Hlutfall húsnæðiskostnaðar
af ráðstöfunartekjum á árunum
frá 1997 til 2000 var stöðugt um
11,5 prósent, en eftir það lækk-
aði hlutfallið nokkuð árið 2001 og
2002. Þannig greiddi dæmigerð-
ur íslenskur skattgreiðandi lægra
hlutfall en áður af sínum tekjum
í húsnæði, eða í kringum 11 pró-
sent. Árið 2003 hækkaði hlutfall-
ið í 11,7 prósent.
Greinileg aukning er á því
hvað meðalmaðurinn eyddi í að
koma sér upp og reka húsnæði
árið 2005, árið eftir að breytingar
voru gerðar á íbúðalánakerfinu.
Hlutfallið af ráðstöfunartekj-
um sem runnu í húsnæðismál fór
þá upp í 13,4 prósent. Hlutfallið
var svipað á síðasta ári, 13,3 pró-
sent, 1,8 prósentustigum hærra
en fyrir 10 árum síðan.
Þótt þessar tölur verði að skoða
með fyrirvara um þær miklu
sveiflur sem eru á því hvað mis-
munandi einstaklingar greiða
fyrir húsnæði, má þó draga af
þeim nokkrar ályktanir. Þó ráð-
stöfunartekjur hafi aukist veru-
lega undanfarinn áratug hefur sú
aukning ekki haldist í hendur við
þá gríðarlegu hækkun sem hefur
orðið á húsnæðisverði frá árinu
2004. Meðalmaðurinn eyðir því
hærra hlutfalli af því sem hann
aflar í húsnæði nú en fyrir nokkr-
um árum.
Tekjur úr takti við
húsnæðishækkun
Flestir sem eru að reyna að kaupa íbúð eða eru að
greiða af íbúð kannast við hækkun á húsnæðisverði
undanfarin ár. Brjánn Jónasson kynnti sér hversu
stór hluti ráðstöfunartekna almennings hefur farið
í að greiða af húsnæði síðastliðin tíu ár. Á áratug
hefur hlutfall ráðstöfunartekna sem renna í hús-
næðismál aukist úr 11,5 prósentum í 13,3 prósent.