Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 17
Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag
erlends fólks við uppbyggingastarf í íslensku
samfélagi. En Frjálslyndi flokkurinn vill að mun
ákveðnari og meiri stjórn verði höfð með
því hve margir innflytjendur koma til landsins
á hverjum tíma. Afar mikilvægt er að nýir
borgarar aðlagist samfélaginu sem best og
kynnist menningu þjóðarinnar og tungu.
Frjálslyndi flokkurinn mun beita sér fyrir því
að undanþága sú, sem samið var um í EES-
samningnum, varðandi innflutning verkafólks
frá aðildalöndum EES, verði nýtt og honum
stjórnað – öllum til góðs.
Kjóstu F !
forysta fyrir íslenska þjóð
www.xf.is
VILJUM VIÐ SITJA UPPI
MEÐ SÖMU VANDAMÁL
OG AÐRAR ÞJÓÐIR SEM
HAFA LEYFT ÓHINDRAÐAN
INNFLUTNING ERLENDS
VINNUAFLS?
• Hver verða kaup og kjör íslenskra iðnaðar-
manna og byggingaverkamanna þegar um
hægist á vinnumarkaði?
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var meðaltalshækkun launa
meðal iðnaðarmanna 8,8% árið 2006, en 10,3% hjá öðrum stéttum.
Þetta er eina atvinnugreinin þar sem verulegt frávik er frá meðaltalinu
og einnig sú atvinnugrein þar sem hlutfall erlendra starfsmanna er hæst.
• Erum við að leggja of mikið á velferðar-
kerfið með ótakmörkuðum innflutningi
erlends vinnuafls á skömmum tíma?
Hætta er á því að álagið á ýmsa innviði íslenska velferðarkerfisins verði
of mikið í því ástandi sem nú blasir við okkur. Að auki má nefna að nú
búa hátt í þrettán hundruð manns í atvinnuhúsnæði sem er óíbúðarhæft
og ósamþykkt sem slíkt. Þessu fólki ber okkur skylda til að búa viðunandi
skilyrði á öllum sviðum.
• Hlutfallslega eru margfalt fleiri erlendir
ríkisborgarar starfandi á Íslandi en á
hinum Norðurlöndunum
Árið 2006 voru erlendir ríkisborgarar um 9% af vinnumarkaðnum hér
á landi. Um 11.000 erlendir starfsmenn komu til Íslands á síðasta ári.
Sambærilegar tölur fyrir hin Norðurlöndin sýna að straumurinn hingað
hefur verið gífurlegur.
Hlutfall erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði árið 2006:
Ísland 9% | Finnland 2% | Danmörk 4% | Svíþjóð 5% | Noregur 4,5%
• Geta okkar til að kenna öllu því fólki íslensku,
sem flyst til landsins, er takmörkuð
Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram skýrar tillögur um hvernig standa
skuli að stóraukinni íslensku- og samfélagsfræðikennslu fyrir það fólk
sem hingað kemur til starfa. Eins og ástandið er í dag erum við ekki
í stakk búin til að uppfylla þá sjálfsögðu kröfu að erlendir ríkisborgarar,
sem hingað koma til starfa, sæki grunnnám í íslensku.