Fréttablaðið - 05.04.2007, Síða 78
Ekki víst að Alfreð hætti eftir Serbaleikina
Í gær var dregið í riðla
fyrir úrslitakeppni Evrópumóts
U-17 landsliða. Ísland er á meðal
keppenda en þetta er í fyrsta sinn
sem Ísland á lið í úrslitakeppni í
EM karla.
Keppnin fer fram í Belgíu í
byrjun maí. Ísland er í riðli með
heimamönnum, Hollendingum og
Englendingum. Í hinum riðlinum
eru Frakkland, Spánn, Þýskaland
og Úkraína.
Ísland hefur leik gegn Eng-
landi 2. maí, Holland bíður 4. maí
og loks heimamenn þann sjöunda.
Efstu fimm liðin tryggja sér sæti
á HM 2007 í Suður-Kóreu.
Ísland mætir
Englandi
Diego Maradona var
lagður inn á spítala síðasta mið-
vikudag þar sem hann var enn
eina ferðina búinn að ofgera sér
í mati, drykkju og reykingum.
Læknar segja hann vera á bata-
vegi en ljóst má vera að hann fer
ekki út af spítalanum næstu tvær
vikurnar.
Brasilíska goðsögnin Pelé finn-
ur til með Maradona. „Þetta er
alger synd. Við getum samt ekki
gert neitt annað en að halda áfram
að biðja fyrir honum,“ sagði Pelé.
„Við vorum búin að gera allt fyrir
hann. Ég fór meira að segja í
sjónvarpsþáttinn hans og tók þátt
í kveðjuleiknum hans.“
Pelé hefur einnig tjáð sig um
Romario, sem er einu marki frá
1000 mörkum að eigin sögn en
margir draga töluna í efa. Rom-
ario er 41 árs en Pelé var aðeins
29 ára þegar hann var búinn að
skora 1000 mörk. Hann skoraði
að lokum 1.281 mark í 1.363 leikj-
um.
„Hann mun skora þetta mark
á endanum. Það var samt ágætt
að hann gerði það ekki 1. apríl. Þá
hefði enginn trúað honum,“ sagði
Pelé léttur.
Pelé segist biðja fyrir Maradona
Emil Hallfreðsson
mun að öllum líkindum yfirgefa
Tottenham í sumar. Þetta sagði
hann í samtali við Fréttablað-
ið í gær. „Þetta gengur ágætlega
hjá mér en það virðist ekki skipta
neinu máli,“ sagði Emil. „Ég ætla
því að leyfa samningnum mínum
að renna út í sumar og hugsa þá
minn gang alvarlega.“
Hann sneri aftur til Englands
eftir að hafa leikið með Malmö í
Svíþjóð í eitt tímabil við góðan orð-
stír. Þar var hann í láni frá Totten-
ham. „Þegar tímabilinu lauk í okt-
óber vildi ég ekki halda áfram hjá
Malmö, af persónulegum ástæð-
um. Ég ætlaði að sjá til hvort eitt-
hvað myndi gerast í janúar en ætla
nú að bíða rólegur fram á sumar.
Það er mjög líklegt að ég fari eitt-
hvert annað. Ég er með einhver
járn í eldinum þannig að ég hef
engar áhyggjur af stöðu mála.“
Forráðamenn Tottenham geta
þó boðið honum að vera hjá félag-
inu í eitt ár til viðbótar. Emil segir
að þeir hafi gefið bæði í skyn,
hvort þeir vilji halda honum eða
ekki. „Það er líklega meira í átt-
ina að þeir vilji halda mér. Þetta
kemur þó endanlega í ljós í næsta
mánuði.“
Hann segir það ekki koma til
greina að snúa aftur í íslenska
boltann eins og er. „Ég væri
reyndar ekki heldur til í að fara í
ensku C-deildina, League One, þá
færi ég frekar til meginlandsins.
Það kæmi þess vegna til greina
að fara aftur til Svíþjóðar,“ sagði
Emil, sem hefur gott orð á sér
eftir dvölina hjá Malmö.
Hann var í byrjunarliði Íslands
sem mætti Spáni á útivelli í síð-
ustu viku. Hann sagði það gott að
fá loksins að spila alvöru leik á
nýjan leik. „Ég hef nú verið í byrj-
unarliðinu í tvo leiki í röð en það
er betra að fá að spila hjá sínu liði
vilji maður halda sínu landsliðs-
sæti.“
Emil neitar því ekki að dvöl-
in hans hjá Tottenham hafi vald-
ið nokkrum vonbrigðum. „Ég hef
aldrei komist í leikmannahóp aðal-
liðsins en það var það sem maður
ætlaði sér alltaf að gera. En þetta
er engu að síður enginn heims-
endir fyrir mér og ég er ekkert að
stressa mig á þessu ástandi.“
Emil Hallfreðsson segir yfirgnæfandi líkur á því að hann fari frá Tottenham í sumar. Hann hefur engin
tækifæri fengið með aðalliði félagsins þrátt fyrir að hafa gengið vel á æfingum og með varaliði félagsins.
BETRA ER EITT
SKOT Á
RAMMANN
EN TVÖ Í
INNKAST
Föstudagurinn langi
16.15 Man City-Charlton
18.30 Everton-Fulham
Laugardagur 7. apríl
11.45 Chelsea-Tottenham
14.00 Reading-Liverpool
14.00 Arsenal-West Ham S2
14.00 Sheff Utd-Newcastle S3
14.00 Blackburn-A Villa S4
14.00 Wigan-Bolton S5
16.15 Porstmouth-Man Utd
Mánudagur 9. apríl
11.45 Watford-Portsmouth
14.00 Newcastle-Arsenal
14.00 Bolton-Everton S2
14.00 Fulham-Man City S3
14.00 Aston Villa-Wigan S4
19.00 Charlton-Reading
GÓMSÆTT
PÁSKAPRÓGRAMM
Drottningamót ÍR
ámark 10 lið.