Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 52
BLS. 10 | sirkus | 5. APRÍL 2007 Færeyingar eru stúlkur mánaðarins „Ég hef ekki fylgst með þessu nema með hálfu augu en ég held nú samt að frændi okkar frá Færeyjum sigri keppnina, einfaldlega vegna þess að hann er Færeyingur. Færeyingar eru stúlkur mánaðarins um þessar mundir.“ Ólafur Páll Gunnarsson Rokklandi Færeyingar fleyta sínum manni alla leið „Ég hef séð hálfan þátt og get þess vegna ekki tjáð mig af viti um þetta. En mér sýnist sem það hafi verið lagt upp með það í byrjun að Færeyring- urinn myndi taka þetta og það á eftir að ganga eftir. Ég veit ekkert hvort hann hefur hæfileika þessi strákur en hann tekur þetta hvort sem er af þeirri einföldu ástæðu að hann er Færeyingur. Þetta er bara eins og þegar Magni var í Rockstar. Ef áhorfendur hefðu ákveðið úrslitin hefði hann auðvitað unnið. Færey- ingarnir eiga eftir að fleyta sínum manni alla leið.“ Ágúst Bogason útvarps- og tónlistarmaður Vona að Jógvan vinni „Það er mjög erfitt að gera upp á milli þessara tveggja og ég held að þau séu öll sigurvegarar. Perónulega hef ég haldið upp á Hara alla keppnina en Jógvan hefur sótt mjög á og í endann er ég farin að halda með honum. En ég vona að Jógvan vinni. Þær systur eiga hvort eð er eftir að hafa nóg að gera, hafa hvor aðra til að peppa sig upp, en Jógvan þarf held ég miklu meira á þessu að halda, kröftugur drengur frá Færeyjum sem kemur til Íslands í leit að ævintýrum og hefur svo sannarlega ekki séð eftir því hugsa ég. Þannig að ef ég þarf að velja segi ég Jógvan, hann er fantagóður söngvari og tekur mann alveg með sér inn í lagið þegar hann syngur sem er mjög erfitt að gera í gegnum sjónvarp. Ég vona svo sannarlega að Hara haldi áfram að koma fram því þær eru skemmti- kraftar af líf og sál. Í hvert sinn sem þær koma fram með sitt atriði brosi ég allan hringinn og langar að hoppa inn í sjónvarpið og knúsa þær.“ Íris Kristinsdóttir söngkona Jógvan er stjarna „Hara eru mjög flottar og skemmti- legar í sviðsframkomu, í gegnum keppnina hafa þær örugglega lagt mest á sig í því að dansa og búa til sýningu fyrir áhorfendur í Vetrar- garðinu og þá sem sitja heima. Þær eru náttúrulega góðar söngkonur eins og allir vita. Jógvan er aftur á móti heill her af hæfileikum og það virðist ekkert lag sem hann getur ekki sungið og gert það með stæl. Ef ég á að meta frammistöðu hans í gegnum keppnina þá verð ég að gefa honum mitt atkvæði, hann er stjarna og hefur alla eiginleika til að ná mjög langt. Jógvan er það að mínum mati, en nota bene það er sagt áður en úrslitakvöldið fer fram og þá gæti maður breytt um skoðun.“ Ívar Guðmundsson á Bylgjunni Jógvan hefur allt til að bera „Ég myndi velja Jógvan. Ég held hann hafi lengri líftíma sem artisti. Jógvan hefur allt til að bera, útlitið, hann er góður söngvari og er með þetta „star quality“ sem er nauðsynlegt. Þær í Hara eru með skemmtilegt „show“ en mjög ólíkar Jógvan.“ María Björk Sverrisdóttir söngkennari Jógvan á skilið að vinna „Ég hef eiginlega ekkert fylgst með þessari keppni en ég gæti nú trúað að Hara-stelpurnar tækju þetta. Er þetta ekki símakosning annars? Það gæti orðið erfitt fyrir Færeying að vinna svoleiðis kosningu hér á landi. Annars finnst mér Jógvan nokkuð góður söngvari, það litla sem ég hef heyrt í honum, og hann á miklu frekar skilið að vinna keppnina en Hara því þær verða nú seint taldar sterkar á söngsvellinu. Ég vona allavega innilega að þær tapi því það er eitthvað óskaplega þreytandi við þær.“ Heimir Eyvindarson Á móti Sól Besta tvennan í úrslitum „Það fer ekkert á milli mála að besta tvennan er í úrslitum. Ég hef verið mjög hrifinn af Hara-dúettinum og vona að þær vinni en mig grunar samt að Jógvan taki þetta á einu atkvæði. Það þarf pottþétt að telja tvisvar.“ Bragi Guðmundsson útvarpsmaður Jógvan á að vinna „Engin spurning hvað ég vel, Jógvan á að vinna keppnina hann er búinn að sýna og sanna að hann hefur það sem þarf og hefur bara bætt sig með hverjum þættinum. Hara eru góðar en Jógvan er betri söngvari og passar betur inn í bransann, hann er flottur strákur með flotta rödd, svo ég spái og vil að hann sigri í X- Factor.“ Sigga Beinteins söngkona ÚRSLITIN Í X-FACTOR KOMA Í LJÓS Á FÖSTUDAGINN. HRESSU SYSTURNAR SEM MYNDA HARA OG ERU FRÁ HVERAGERÐI KEPPA VIÐ FÆREYINGINN JÓGVAN. ÁLITSGJAFAR SIRKUSS TELJA FÆREYSKA FOLANN SIGUR- STRANGLEGRI. JÓGVAN SIGRAR Í X-FACTOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.