Fréttablaðið - 08.05.2007, Side 6
Arnarvarp virðist ekki
hafa gengið vel í ár, og er aðeins
vitað um 33 arnarhreiður saman-
borið við allt að 44 á árum áður.
Áætlað er að 64 fullorðin arnarpör
séu á Íslandi, og því innan við
helmingur sem hefur verpt í ár.
„Það hefur borið venju fremur
mikið á truflunum. Þótt það sé
kannski erfitt að fullyrða hvað
þær hafa í för með sér,“ segir
Kristinn Haukur Skarphéðinsson,
fuglafræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun Íslands (NÍ).
Að minnsta kosti fjögur högl
fundust með röntgenmyndatöku
af fullvöxnum haferni sem fannst
dauður við Breiðafjörð í apríl, en
Kristinn segir ekki hægt að full-
yrða að þau hafi dregið fuglinn til
bana. Hann segir það sorglegt að
nú þegar hafernir hafi verið frið-
aðir í næstum heila öld hér á landi
séu enn merki um að skotið sé á
fuglana. Það sé alltaf afar slæmt
þegar fullvaxinn fugl drepist, það
taki haferni 5-6 ár að verða kyn-
þroska, og fullvaxnir fuglar því
afar dýrmætir fyrir stofninn.
Eftirlitsmenn fundu að auki
merki um truflanir við 12 af 75
varpsvæðum sem könnuð voru í
vor. Tveir varphólmar höfðu verið
brenndir, grjót borið í hreiður og
fuglahræður og flögg sett upp til
að fæla erni frá óðulum.
Skýrt er í lögum að bannað er að
trufla arnarvarp, en Kristinn segir
erfitt að koma lögum yfir þá sem
trufli varpið, hreiðrin séu afskekkt
og erfitt að finna sökudólga og
sönnunargögn. Því sé brýnt að
auka eftirlit með arnarvarpinu og
auka áróður og fræðslu.
Kristinn segir erfitt að fullyrða
um áhrifin af truflununum. Í ein-
staka tilvikum skýri það af hverju
ákveðin pör hafi ekki orpið, en
aðrar ástæður komi væntanlega
einnig til. Tíðarfar í vor hafi þó
einmitt verið álitið hagstætt og
því komi ástandið nokkuð á óvart.
Þeir sem reyna að trufla arnar-
varp eru yfirleitt æðarbændur
sem vilja með því verja varp sitt
fyrir ránfuglinum. Kristinn segir
að langflestir æðarbændur virði
friðhelgi arnarins, en örfáir komi
óorði á stéttina með því að trufla
ernina.
Arnarvarpið í vanda
Fjögur högl fundust í haferni sem fannst dauður nýverið. Illa lítur út með arn-
arvarp í ár. Meira hefur borið á truflunum á varpslóðum arna í vor en undan-
farið. Erfitt að koma lögum yfir þá sem trufla varpið segir fuglafræðingur.
Enginn þeirra 114
manna sem voru í kenýsku far-
þegaþotunni sem hrapaði í skógi í
Kamerún á föstudag komst lífs af.
Þetta fullyrti Luc Ndjodo, fulltrúi
þarlendra yfirvalda, eftir að hafa
kannað vettvang slyssins.
Aðspurður sagðist hann ekki hafa
séð neina á lífi. „Nei,“ svaraði
hann. „Ég var þarna. Ég sá
engan.“
Vélin lenti í mýrlendi og sökk að
stórum hluta í forarbrúnt vatn.
Brak úr vélinni dreifðist um stórt
svæði. Verið er að undirbúa að
dæla vatninu burt og er þannig
vonast til að hægt verði að finna
lík allra farþeganna.
Mjög erfið skilyrði eru á svæð-
inu, þykkur skógur og tuttugu
mínútna gangur þangað sem bílar
komast næst. Því þarf að bera lík
og líkamshluta á börum langa leið
til að unnt sé að flytja látna í lík-
hús.
Vélin var á leið frá Douala, höf-
uðborg Kamerún, til Naíróbí, höf-
uðborgar Kenýu, og hrapaði eftir
einungis tuttugu kílómetra flug.
Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu,
en bandarískur sérfræðingur í
flugmálum segir að í ljósi þess
hversu snemma eftir flugtak vélin
hrapaði bendi allt til þess að um
stórkostlega bilun í byggingu vél-
arinnar hafi verið að ræða.
Fullkomnasti farsími í heimi
Nokia N95
5 megapixla myndavél
mp3 spilari
3 Kynslóð
WLAN
GPS
100 fríar stafrænar framkallanir
frá Hans Petersen fylgja
Meðal dagskráratriða í dag, 8. maí:
Leikskólinn Efstahjalla kl. 9–16. Sýning og opið hús.
Íþróttahúsið Smáranum kl. 10.30. Íþróttadagur Glóðarinnar.
Sýningar og gömlu góðu leikirnir.
Hamraborg 11 kl. 16–18. Opið hús hjá Kópavogsdeild Rauða
krossins. Sjálfboðaliðar kynna verkefni. Veitingar.
Digranesskóli kl. 16. Sólkerfisganga fyrir almenning.
Myndlistarsýningar • danssýning • opin hús.
Kynnið ykkur dagskrána nánar á kopavogur.is
Ferð þú reglulega til tann-
læknis?
Ætti að leyfa sölu léttvíns og
bjórs í matvöruverslunum?
„Við höfðum strax
samband við Hjálmar [Árnason]
vegna þess að reynsla hans á eftir
að skipta sköpum í þessu starfi,“
segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, um ráðningu
Hjálmars Árnasonar, fráfarandi
þingmanns Framsóknarflokksins,
sem forstöðumanns starfsgreina-
tengds fagskóla. Hann verður með
höfuðstöðvar á svæði gömlu her-
stöðvar varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli. Staða Hjálmars var
ekki auglýst og því hafði enginn
annar tækifæri til þess að sækjast
eftir stöðunni.
Runólfur Ágústsson, fyrrver-
andi rektor Háskólans á Bifröst,
er framkvæmdastjóri fræðamið-
stöðvarinnar sem ber heitið Keilir,
hlutafé þess í upphafi er um 300
milljónir króna. Meðal hluthafa í
Keili eru Hitaveita Suðurnesja,
fjárfestingafélagið Geysir Green
Energy, Háskóli Íslands og ýmis
önnur útrásarfyrirtæki.
Fyrsta verkefni Keilis verður
að stofnsetja frumgreinadeild
fyrir næsta skólaár en námið við
deildina verður þróað í samráði
við Háskóla Íslands.
Hjálmar verður forstöðumaður
stofnunar starfsgreinatengds fag-
skóla en fyrsta skref hans verður
að koma á fót flugakademíu í sam-
ráði við fyrirtæki í flugþjónustu.
Ýmis flugtengd störf verða kennd
í akademíunni.
Runólfur segir stjórn Keilis
hafa sett sig í samband við Hjálm-
ar um leið og ljóst var að hann
myndi hætta þingstörfum. „Hjálm-
ar hefur mikla reynslu af skóla-
málum og var meðal annars skóla-
stjóri í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Stjórnin lagði áherslu á að fá
Hjálmar strax til starfa og ég
fagna því að það hafi tekist.“
Árni Sigfússon er formaður
stjórnarinnar.
Ekki náðist í Hjálmar Árnason,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Staða Hjálmars var ekki auglýst