Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 12

Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 12
 „Ég útiloka ekkert í því máli að það verði tekið á því frekar,“ segir bæjarstjóri Hafnar- fjarðarbæjar, aðspurður hvort svo geti farið að blásið verði til kosninga um álver í Hafnarfirði á hverju kjörtímabili, eða þar til Alcan hætti við. „Við höfum ekki umboð til að tala um hvað gerist á næsta kjörtímabili,“ segir hann. „Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að Alcan myndi skoða sín mál.“ Gunnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri raf- greiningar innan ISAL, tekur í sama streng og segir að það „blasi við að þessu var hafnað með mjög naumum meirihluta. Ég tel að ekki sé hægt að líta á kosninguna sem bindandi um aldur og ævi. Annar meirihluti ætti að hafa leyfi til að láta kjósa um þetta aftur,“ segir Gunnar. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu lét Dick Evans, forstjóri Alcan, þau orð falla á fundi að niðurstaða íbúakosninga í Hafnarfirði hefði tafið fyrir ákvörðuninni um að stækka álverið þar. Hann er bjartsýnn á að Alcan takist að snúa almennings- álitinu. „Svona stór verkefni verða oft fyrir svona töfum,“ sagði Evans og tók fram að kosningin í Hafnarfirði hefði ekki verið bindandi. „Nú þurfum við að athuga hvernig við getum aflað stuðnings innan samfélags- ins,“ sagði hann. Gætu kosið oft um stækkun Hafin er endur- skoðun á því hvernig sérgreinum lækninga verði hagað á Landspít- ala - háskólasjúkrahúsi, LSH. Í nýlegri samantekt Magnúsar Pét- urssonar forstjóra kemur fram að mikilvægt sé að reglugerð um sérfræðimenntun og sérfræði- leyfi lækninga verði endurskoðuð og löguð að ákvæðum ESB og aðstæðum hér. Ákveða þurfi hvaða sérgreinar og undirsér- greinar eigi að starfrækja við LSH. Í samantektinni er bent á að sérgreinar og undirsérgreinar séu samtals sjötíu og fimm tals- ins hér á landi eða mun fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Íslendingar hafi 26 aðalsérgrein- ar og tæplega fimmtíu undirsér- greinar meðan aðrar nágranna- þjóðir takmarki fjölda undirsérgreina. Ákveða þurfi „hvaða sérgreinar eigi að starf- rækja við LSH og hvaða undirsér- greinar,“ segir í samantektinni. Yfir sérgreinum, sérstökum verkefnum og fjórum öðrum verkefnum starfa samtals tæp- lega áttatíu yfirlæknar. Magnús velti upp þeirri spurningu á kynn- ingarfundi nýlega hvort færa ætti rekstrarlega ábyrgð á yfirlækn- ana, margir þeirra teldu til dæmis að aukin aðild að starfsmanna- málum væri æskileg en af hag- nýtum ástæðum gæti verið óráð- legt að færa rekstrarábyrgð alfarið á þeirra hendur. Sérgreinarnar flestar hér Nýr, fallegri og miklu betri Opel. 0 kr. í útborgun* 28.412* kr. á mánuði fyrir beinskiptan Opel Astra 1.6 ( Verð: 1.890.000 kr. ) 31.836* kr. á mánuði fyrir sjálfskiptan Opel Astra 1.8 ( Verð: 2.120.000 kr. )

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.