Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 30
Þegar sólarljósið hellist inn um gluggana og lýsir upp hverja einustu rykörðu sem kann að leynast á heimilinu finna marg- ir fyrir þörf til að þrífa heimili sín hátt og lágt. Vorhreingern- ing er þannig oft gerð af illri nauðsyn fremur en öðru. Þegar gera á hreint á heimilinu skiptir undirbúningur oft jafn miklu máli og sjálf athöfnin. Allar nauðsynlegar hreinlætisvörur verða að vera til taks og ómögu- legt er að hafa götótta gúmmí- hanska á höndunum. Farið því yfir birgðirnar og endurnýið þar sem við á. Best er að byrja tiltektina með því að setja alla hluti á sinn stað, en þetta getur oft tekið eina eða tvær tarnir á sumum heimilum og verður þannig einn mikilvægasti þáttur aðgerðarinnar. Þegar allt er komið á sinn stað er næsta mál að taka niður gardínur og þrífa þær, svo má ráðast í skápa og skúffur. Taka allt út, sortera og flokka og henda því sem ýmist er útrunnið eða búið að missa gildi sitt. Því næst eru skáparnir þrifn- ir og svo er raðað í þá aftur, eftir því hvað er notað mest. Það sem er mest notað fer yst og það sem er minnst notað fer innst. Ef fólk kýs að þrífa vegg- ina heima hjá sér er best að nota moppur í það en muna að nota litla sápu þar sem óhreinindi á veggj- um sitja yfirleitt ekki mjög föst. Nú eru allir lauslegir munir teknir af gólfum og mottur barðar, sængur, pullur, púðar og koddar viðraðir og gluggar opnaðir upp á gátt. Nauðsynlegt að lofta vel út og hafa góða, hvetjandi tónlist á fóninum til að efla táp og fjör. Við mælum með Abba, AC/DC eða Daft Punk. Svo er allt skúrað og ryksugað, sófinn, ofnar og gólf- listar og húsgögn eru færð til svo að hægt sé að þrífa undir þeim. Þegar þessu stórkostlega verki er lokið er nauðsynlegt að halda upp á dugnaðinn, til dæmis með góðri máltíð eða heitu unaðsbaði, hvítvínsglasi og jafnvel stórum vindli ef því er að skipta. Koma svo! Vertu til er vorið kallar á þig Fremstir síðan 1966. Ítalir hafa löngum verið heims- þekktir fyrir góðan smekk og ástríðu fyrir vandaðri fram- leiðslu. Síðan árið 1966 hefur hús- gagnaframleiðandinn B&B Italia verið ofarlega á listan- um yfir þá sem skara fram úr í smekkvísi en þeir hafa lagt sig fram um að skynja það sem koma skal og framleiða eftir því. Höfuðstöðvar B&B Ital- ia eru í Como-héraðinu á Ítalíu en verslanir þeirra eru í öllum borgum heimsins og nú í mars var ein að opna í Soho-hverfinu í New York. Til að kynna sér vöruúrval og framleiðslu B&B Italia má fara á vefsíðuna www.bebitalia.it Ítölsk húsgögn Verið velkomin Rýmingarsala 10 til 50% afsláttur af öllum vörum í búðinni, nýjum og eldri Ótrúlegt úrval af fallegum gjafavörum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.