Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 30
Þegar sólarljósið hellist inn um gluggana og lýsir upp hverja einustu rykörðu sem kann að leynast á heimilinu finna marg- ir fyrir þörf til að þrífa heimili sín hátt og lágt. Vorhreingern- ing er þannig oft gerð af illri nauðsyn fremur en öðru. Þegar gera á hreint á heimilinu skiptir undirbúningur oft jafn miklu máli og sjálf athöfnin. Allar nauðsynlegar hreinlætisvörur verða að vera til taks og ómögu- legt er að hafa götótta gúmmí- hanska á höndunum. Farið því yfir birgðirnar og endurnýið þar sem við á. Best er að byrja tiltektina með því að setja alla hluti á sinn stað, en þetta getur oft tekið eina eða tvær tarnir á sumum heimilum og verður þannig einn mikilvægasti þáttur aðgerðarinnar. Þegar allt er komið á sinn stað er næsta mál að taka niður gardínur og þrífa þær, svo má ráðast í skápa og skúffur. Taka allt út, sortera og flokka og henda því sem ýmist er útrunnið eða búið að missa gildi sitt. Því næst eru skáparnir þrifn- ir og svo er raðað í þá aftur, eftir því hvað er notað mest. Það sem er mest notað fer yst og það sem er minnst notað fer innst. Ef fólk kýs að þrífa vegg- ina heima hjá sér er best að nota moppur í það en muna að nota litla sápu þar sem óhreinindi á veggj- um sitja yfirleitt ekki mjög föst. Nú eru allir lauslegir munir teknir af gólfum og mottur barðar, sængur, pullur, púðar og koddar viðraðir og gluggar opnaðir upp á gátt. Nauðsynlegt að lofta vel út og hafa góða, hvetjandi tónlist á fóninum til að efla táp og fjör. Við mælum með Abba, AC/DC eða Daft Punk. Svo er allt skúrað og ryksugað, sófinn, ofnar og gólf- listar og húsgögn eru færð til svo að hægt sé að þrífa undir þeim. Þegar þessu stórkostlega verki er lokið er nauðsynlegt að halda upp á dugnaðinn, til dæmis með góðri máltíð eða heitu unaðsbaði, hvítvínsglasi og jafnvel stórum vindli ef því er að skipta. Koma svo! Vertu til er vorið kallar á þig Fremstir síðan 1966. Ítalir hafa löngum verið heims- þekktir fyrir góðan smekk og ástríðu fyrir vandaðri fram- leiðslu. Síðan árið 1966 hefur hús- gagnaframleiðandinn B&B Italia verið ofarlega á listan- um yfir þá sem skara fram úr í smekkvísi en þeir hafa lagt sig fram um að skynja það sem koma skal og framleiða eftir því. Höfuðstöðvar B&B Ital- ia eru í Como-héraðinu á Ítalíu en verslanir þeirra eru í öllum borgum heimsins og nú í mars var ein að opna í Soho-hverfinu í New York. Til að kynna sér vöruúrval og framleiðslu B&B Italia má fara á vefsíðuna www.bebitalia.it Ítölsk húsgögn Verið velkomin Rýmingarsala 10 til 50% afsláttur af öllum vörum í búðinni, nýjum og eldri Ótrúlegt úrval af fallegum gjafavörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.