Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 34
9 É g æfi fjóra tíma á dag, sex sinnum í viku,“ segir fim-leikastúlkan Fríða Rún Ein- arsdóttir spurð um hvaða vinna liggi að baki þeim frábæra árangri að vinna til sex gullverðlauna á Norðurlandamóti unglinga, sem er besti árangur sem íslenskt fim- leikafólk hefur náð á þeim vett- vangi. GÓLFÆFINGAR SKEMMTILEGASTAR „Ég held að árangurinn á Norður- landamótinu núna sé algjörlega toppurinn á ferlinum. Það gekk alveg frábærlega og það var yndislegt að heyra þjóð- sönginn spilaðan. Ég fékk gæsahúð þá,“ segir Fríða Rún en hún vann gull í fjölþraut og liðakeppninni auk þess sem hún sigraði í öllum einstaklingsgreinunum, stökki, á jafnvægisslá, í gólfæfingum og á tvíslá. „Mér finnst skemmtilegast í gólfæfingum,“ svarar Fríða Rún spurð hvaða grein fimleikanna sé skemmtilegust. Aprílmánuður var síðan full- komnaður þegar hún bar sigur úr býtum í Skólahreysti 2007 ásamt félögum sínum úr Lindaskóla, Haraldi Birgissyni, Guðmundi Erni Magnússyni og Rakel Reyn- isdóttur. „Þetta var skemmtileg tilbreyting. Það var mikil stemn- ing og gaman að glíma við fjöl- breyttar greinar,“ segir Fríða Rún. Fimleikabakgrunnurinn kom sér vel í keppninni en hún segir að meirihluti keppendanna í Skólahreystinni hafi æft fimleika þannig að forskotið hafi ekki verið mikið. ÁHUGINN ENN MIKILL Fríða Rún var aðeins fimm ára þegar hún byrjaði að æfa fimleika og fann sig strax. „Ég hef alltaf þurft að vera mikið á hreyfingu og byrjaði í samkvæmisdönsum þegar ég var fjögurra ára. Það var hins vegar full rólegt fyrir mig þannig ég byrjaði að æfa fimleika og sé ekki eftir því. Ég fann strax að þetta er íþróttin fyrir mig,“ segir Fríða Rún og bætir við að hún sé ekkert að fá leið á þessu þótt æfingarnar séu oft erfiðar. „Mér finnst þetta alltaf jafn gaman. Auðvitað koma tímar sem eru erfiðir en áhuginn er ennþá mjög mikill,“ segir Fríða Rún. Hún stefnir hátt og segist vera að gæla við að komast jafnvel á Ólympíuleikana í Peking á næsta ári. Framundan eru ferðalög á Smá- þjóðaleikana í Mónakó og Ólympíu- leika æskunnar í Belgrad. Auk þess vonast Fríða Rún til að komast á HM í Þýskalandi í september. GOTT SKIPULAG En lífið er ekki bara fimleikar. Fríða Rún er að klára 10. bekk í Lindaskóla og segist reyna að vera dugleg að læra þegar hún hefur tíma. „Það er auðvitað mikið að gera en ég reyni að skipuleggja mig vel. Ég hef alltaf náð að klára allt og er að því er ég veit best bara fyrirmyndarnemandi,“ segir Fríða Rós og hlær. 4 sport HVAR ER HÚN NÚ? RAGNHEIÐUR RUNÓLFSDÓTTIR Skagastúlkan Ragnheiður Runólfsdóttir er sigursælasta sunddrottning Íslands frá upphafi. Íslandsmetin sem hún setti á ferlinum skipta hundruð- um og hún var valin í A-landsliðið aðeins tólf ára gömul. Ragnheiður bar ægishjálm yfir aðrar sundkonur á Íslandi allt þar til hún lagði sundbolinn á hilluna eftir Ólympíuleikana í Barcelona árið 1992. Sama ár lauk hún námi frá Háskólanum í Alabama í íþróttaeðlisfræði. Hún kom heim og byrjaði að þjálfa sund og kenna uppi á Akranesi. Hún var þrjú ár í Mosfellsbæ og tvö í Keflavík áður en hún flutti aftur upp á Skaga árið 1999. Á sama tíma kynntist hún sambýlismanni sínum, þingmanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Hún hellti sér út í þjálfun í fullri vinnu árið 2001 og hefur síðan unnið sem þjálfari hjá Sundfélagi Akraness og stýrir gríðarlega vel sóttum sundskóla sem sinnir ungbarnasundi og krökkum upp til fimm ára. Ragnheiður á þrjú börn: Birgi Viktor 12 ára, Önnu Söru 5 ára og Sigurjónu 3 ára. Fríða Rún Einarsdóttir er fimmtán ára Kópavogsmær. Hún er efnilegasta fimleikastúlka landsins og vann meðal annars til sex gullverðlauna á Norðurlandamóti unglinga á dögunum. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON » FÉKK GÆSAHÚÐ « ÞEGAR ÞJÓÐSÖNGURINN VAR SPILAÐUR Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur MEISTARATITLAR Ryan Giggs hefur níu sinnum orðið meistari með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Giggs varð fyrst meistari tímabilið 1992 til 1993, þá aðeins nítján ára gamall. Hann hefur verið frábær með United í vetur og á stóran þátt í titlinum sem félagið landaði um helgina. Fríða Rún Einarsdóttir átti eftirminnilegan aprílmánuð og vann sjö gull í fimleikum og Skólahreysti. SPORTMYND/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.