Fréttablaðið - 08.05.2007, Side 66

Fréttablaðið - 08.05.2007, Side 66
Verk eftir sex íslenska listamenn voru valin á stórsýningu á portrett- listaverkum sem nú er uppi í Frið- riksborgarhöll í Kaupmannahöfn. Það eru þau Dodda Maggý Kristj- ánsdóttir, Helgi Gíslason, Krist- veig Halldórsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Sess- elja Tómasdóttir og Sigrún Eld- járn sem nutu þess heiðurs að fá inni á sýningunni, sem var opnuð á fimmtudag. Sýningin byggir á samkeppni um verðlaun fyrir portrett sem efnt er til að frumkvæði hallar- safnsins sem á stærsta safn por- trettmynda á Norðurlöndunum. Eru verðlaunin kennd við brugg- arann J.C. Jacobsen og nema 75 þúsund krónum dönskum. Fag- leg dómnefnd valdi verk á sýninguna sem var safnað á síðasta ári. Þar eru ekki ein- göngu hefðbundin portrett- málverk heldur hafa lista- mennirnir frjálst val um efnistök. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til norrænnar sam- sýningar af þessu tagi en framveg- is verða þær haldnar annað hvert ár. Ekki var ís- lenska listafólk- ið sigursælt: Sonja Lillebæk Christensen frá Danmörku, Svíinn Sven Ljungberg og Daninn Torben Eskerod skipuðu verðlaunapallinn. En ánægjulegt er að ís- lenskir portrettistar skuli nýta sér þennan vettvang. Mannlýsing í mynd er sér- hæft listform og mörg af meistaraverkum mynd- listarinnar eru ein- mitt pöntun á mynd af mektarmanni. Mannamyndir sýndar í Höfn „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is KVENFRELSI ER LÍKA OKKAR MÁL Paul Nikolov 3. sæti Reykjavíkurkjördæmi norður Ögmundur Jónasson 1. sæti Suðvesturkjördæmi Gestur Svavarsson 3. sæti Suðvesturkjördæmi Atli Gíslason 1. sæti Suðurkjördæmi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.