Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 75

Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 75
 Það er allt annað en auð- velt fyrir FH-inga að bæta sig milli ára, svo frábær hefur sig- urganga liðsins verið undanfarin ár, en þetta afrekuðu þeir samt á sunnudagskvöldið. FH-liðið náði þá í fyrsta sinn að vinna báða titl- ana sem eru í boði á vormótun- um en þeir eru deildameistarar og meistarar meistaranna árið 2007. Ekkert félag hefur unnið báða þessa titla á sama ári síðan deilda- bikarinn var settur á laggirnar vorið 1996. FH-ingar hafa unnið þrjá Ís- landsmeistaratitla í röð en þeir eiga enn eftir að vinna bikarkeppn- ina og hafa enn fremur aldrei unnið fleiri en tvo titla á einu ári undanfarin ár. Hafnfirðingar von- ast örugglega til að hrakfarir FH- inga í bikarkeppninni séu á enda en þrír af átta tapleikjum FH-liðs- ins undanfarin þrjú tímabil hafa komið í bikarnum. Engu liði hefur tekist að vinna fjóra titla á sama árinu. Skaga- menn komust næstir því 1996 þegar þeir unnu þrefalt. ÍA fékk tvö tækifæri til þess að vinna Meistarakeppnina það sumar en tapaði báðum leikjum sínum, fyrst 1-3 fyrir KR um vorið og svo 3-5 í október. Eyjamenn unnu einn- ig þrjá titla sumarið 1998 en þá klikkaði liðið á deildarbikarnum, datt út fyrir verðandi meisturum KR-inga í átta liða úrslitunum. Bjarki Gunnlaugsson hefur byrjað vel með FH og skoraði fyrsta mark liðsins í báðum úr- slitaleikjunum á síðustu dögum. Mark hans í meistarakeppninni dugði til sigurs en Valsmenn náðu að tryggja sér framlengingu í úr- slitaleik Lengjubikarsins. FH-ingar hafa nú unnið tíu titla síðan þeir komu aftur upp í efstu deild sumarið 2001. Þeir hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla, fjóra deildarmeistaratitla og hafa tvisvar orðið meistarar meistar- anna auk þess að vinna Atlant- ic-bikarinn einu sinni en keppni í honum var frestað í vor. FH getur fyrst liða náð fernunni Hrafn Kristjáns- son hefur gert nýjan tveggja ára samning um að þjálfa áfram ný- liða Þórs frá Akureyri í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Hrafn hefur þjálfað Þórsliðið undanfarin þrjú tímabil og komið liðinu tvívegis upp í úrvalsdeild- ina en liðið féll úr deildinni á mið- árinu. Einhverjar breytingar verða á Þórsliðinu, sem vann alla leiki sína í vetur, en Hrafn vill styrkja liðið með tveimur íslenskum leik- mönnum. „Þegar litið er á hópinn hjá okkur er ljóst að hann þarfnast styrk- ingar í stöðu leikstjórnanda og undir körfunni og nú þarf að leggjast yfir þau mál. Planið er að bæta við okkur tveimur íslensk- um leikmönnum fyrir næsta tíma- bil auk tveggja erlendra,“ segir Hrafn á síðunni. Vill fá tvo nýja íslenska menn Frank Freder- icks, heimsfrægur frjálsíþrótta- maður frá Namibíu, hefur fram- sögu á umræðufundi Samtaka ís- lenskra ólympíufara sem fram fer í dag. Umfjöllunarefnið er „líf að loknum ferli“ og hefst fundurinn kl. 18 í fundarsal E á þriðju hæð í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Frank Fredericks er einn fræg- asti spretthlaupari í heimin- um síðustu ár og eftir að hann lagði hlaupaskóna á hilluna hefur hann tekið virkan þátt í störfum íþróttahreyfingarinnar og er eft- irsóttur fyrirlesari. Fredericks vann til fernra silf- urverðlauna á Ólympíuleikum 1992 og 1996, fékk tvenn í 100 metra hlaupi og tvenn í 200 metra hlaupi. Frægur hlaup- ari á landinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.