Fréttablaðið - 08.05.2007, Side 78

Fréttablaðið - 08.05.2007, Side 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég fer ofsalega oft á Vegamót og verð eiginlega aldrei fyrir vonbrigðum þar. Þeir hafa mjög lengi haft gott eldhús og mat á góðu verði.“ Sveinn Kjartansson, matreiðslu- meistarinn góðkunni á Fylgi- fiskum, sýndi mikið hugrekki og dirfsku á föstudaginn þegar hann elti uppi glæpaflokk frá Rúss- landi. Þeir höfðu látið greipar sópa í veisluþjónustu staðarins á Suð- urlandsbraut og rænt bíl staðar- ins. „Þetta gæti líka hafa verið heimska,“ segir Sveinn í samtali við Fréttablaðið. Málavextir voru þeir að Sveinn og kollegar hans hjá Fylgifisk- um höfðu verið að útbúa veislu fyrir kvöldið og komu til þess að ganga frá síðustu réttunum. Þegar þeir komu að húsnæðinu á Suður- landsbrautinni sáu þeir að brot- ist hafði verið inn og hverjum ein- asta munnbita stolið. „Við ætl- uðum auðvitað að bæta þennan skaða, hófumst handa við að búa til nýja rétti en þegar við ætluðum að keyra réttina út uppgötvast að bílnum hafði líka verið stolið,“ út- skýrir Sveinn og voru þá góð ráð dýr. „Við hringdum auðvitað bara á lögregluna,“ segir Sveinn. Þegar starfsfólkið stóð fyrir utan húsnæðið í öngum sínum yfir þjófnaðinum keyrir hins vegar bíll framhjá þeim sem er grun- samlega líkur Fylgifiska-bíln- um. Og Sveinn æðir af stað til að sjá hvert hann fer. „Hann svínar fyrir annan bíl og keyrir inn í port sem er þarna skammt hjá,“ segir Sveinn og viðurkennir að honum hafi liðið eins og stórborgarlöggu í bandarískri kvikmynd. „Hjartað tók nokkur aukaslög og „rushið“ lifði langt fram eftir kvöldi,“ segir Sveinn. „Ég sé hvar bílnum er lagt og út koma tveir strákar. Ég geng bara að þeim og spyr hvað þeir séu að spá,“ segir Sveinn en mikið fát kom á þjófana þegar kokkakr- umlurnar náðu taki á þeim. „Ég varð þess þó fljótlega áskynja að þeir voru ekki íslenskumælandi og held að þetta hafi hreinlega bara verið bófagengi sem fer um bæinn og stelur öllu steini létt- ara,“ segir Sveinn sem bætir því þó við að þegar leitað var að stolna matnum var augljóst að þjófarnir höfðu tekið hraustlega til matar síns. Aðeins einn lítill brauðmoli var eftir af öllum veisluföngun- um. „Þannig að kannski verður að líta á þetta rán sem einhvers konar hrós.“ Þorleifi Erni Arnarssyni hafa bor- ist fimm tilboð frá þýskum leik- húsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þor- leifur er leikstjóri sýningarinn- ar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokk- uð óljós. Sýningarnar á Eilífri hamingju í Maxím Gorkí-leikhúsinu voru vel sóttar af þýsku leikhúsfólki að sögn Þorleifs, en Maxím Gorkí- leikhúsið er eitt þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við Þor- leif. „Þar myndi ég setja upp verk eftir Lars Norén. Það yrði frum- sýnt á norrænni hátíð í Sophien- sale og færi þaðan yfir í Maxím Gorkí,“ útskýrði Þorleifur. Hann er einnig í viðræðum við Schaubühne-leikhúsið. „Gengi það eftir yrði þetta brjálæðislega spennandi. Það er svona eins og að vera valinn í brasilíska landslið- ið,“ sagði Þorleifur. Í kortunum er einnig sýning í borginni Schwerin í Austur-Þýskalandi og uppsetn- ing á Hamlet. „Svo hafa margir af stórleikurunum í Berlín tekið sig saman og stofnað sitt eigið leikhús og ég hef verið í viðræðum við þá um að koma inn með sýningu. Það er samt alveg á frumstigi,“ sagði Þorleifur og benti á að síðasta sýn- ing á Eilífri hamingju hér á landi fer fram í Borgarleikhúsinu á morgun. Gerir það gott í Þýskalandi „Ég gat varla staðið í fæturna eftir leikinn og Hjálmar bróðir var rúmliggjandi,“ segir Sigmar Vilhjálmsson. Hann lék síðasta leikinn með meistaraflokki Hattar frá Egilsstöðum í fyrstu deild Ís- landsmótsins í handknattleik á dögunum, ásamt bróður sínum Hjálmari Vilhjálmssyni. Hattarmenn höfðu ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í deildinni, höfðu tapað öllum leikjunum og brugðu því á það ráð að fá bræð- urna Sigmar og Hjálm- ar til aðstoðar við að innbyrða fyrsta sig- urinn. Og það tókst. Höttur vann Gróttu með 31 marki gegn 28 úti á Seltjarnar- nesi. „Ég skoraði þrjú og var rekinn út af í tvær mín- útur tvisvar sinn- um,“ segir Sigmar en á héraðsvefnum austur- landid.is kemur fram að þeim Hjálmari og Sig- mari hafi verið falið að fylla upp í götin á varnar- leik liðsins. Sigmar er reyndar alls ekki ókunnur park- ettinu og harpix- inu því hann hefur meðal annars afrekað að komast í hópinn hjá 16 ára landsliði Svía. „En svo flutti ég heim og fór að æfa með Hetti. Og þar stöðnuðu hæfileikarnir,“ segir Sigmar sem þó lék einnig með yngri flokk- um ÍR og Vals. Hann segir leikinn hins vegar ekki hafa vakið gamla handboltadrauma. „Keppnisskap- ið er einfaldlega oft meira en lík- amlegt form og þó ég fari í World Class á hverjum degi þá er það allt öðruvísi en að berjast inni á vellin- um,“ segir Sigmar og bætir því við að hann hafi fundið fyrir vöðvum sem hann vissi ekki að væru til. „En eflaust mun ég láta mig hafa það að taka einn eða tvo leiki með liðinu á næsta ári,“ bætir varnar- jaxlinn Sigmar við. Óvænt endurkoma Simma í handboltann Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is TIL SÖLU LÉNIÐ www.jol.is Vinsælasti jólavefur síðust ára samkvæmt Samræmdri Vefmælingu www.modernus.is/sv. Vefur fylgir með léninu. Nánari upplýsingar veitir Jón Gunnar Gylfason í síma +1 218-556-8828 eða jongunnar@jol.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.