Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 1
Tölvulistaverkið Bitmap Beauty var uppruna- lega flutt við lifandi tónlist og er til heiðurs gömlu tölvuleikjunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist en fannst hæfileikar mínir helst liggja á sjónræna sviðinu. Þess vegna fór ég að gera tölvulistaverk sem ég flyt við lifandi tónlist hljómsveitarinnar Steed Lord,“ segir Magnús Leifsson, nýútskrifaður grafískur hönnnuður frá Listaháskóla Ísla dÚtskrift Verkið er upptaka frá lifandi flutningi og er því ekki klippt eins og hefðbundin myndbönd. Að sögn Magnúsar eru ekki margir að fást við slíka listsköpun á Íslandi. Erlendis er þó lifandi myndbandsflutningur vel þekktur, hjá hljómsveit- um, skífuþeyturum og í leikhúsum.Markmiðið er að halda áfram að þróa lifandi efni til flutnings. Bæði fyrir Steed Lord og í við tónlistarmanninn D ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Fullkomnasti farsími í heimi Nokia N955 megapixla myndavélmp3 spilari 3 Kynslóð WLAN GPS 100 fríar stafrænar framkallanirfrá Hans Petersen fylgja Ævintýralegt hús við sjóinn Flytur tölvulistaverk við lifandi tónlist fasteignirMest lesna fasteignablað landsins Hringdu í 550 5600 ef blaðið berst ekki - mest lesið 21. MAÍ 2007 Einstakt timburhús á Vatnsleysuströnd þar sem gert er ráð fyrir heitum potti í turni er til sölu hjá Remax Center borðstofu, eldhúsi skál b Ævintýralegt hús við sjóinn Eign sem er engri lík á sjávarlóð er til sölu hjá Remax Center. Aldrei jafn grannur og fallegur Myndun nýrrar ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar er á síðustu metrunum og herma heimildir að líklegt sé að samkomulag takist í dag. Fámennir hópar frá báðum flokkum funduðu í bústað forsætis- ráðherra á Þingvöllum í gær, annan daginn í röð. Unnið var að orðalagi í stjórnarsáttmála, auk þess sem rætt var um skiptingu ráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið á níunda tímanum í gærkvöldi að viðræðurnar gengju ágætlega. „Þær eru drjúgar innan- sleikjurnar,“ sagði Ingibjörg, spurð hvort sanngjarnt væri að segja að viðræðurnar væru á loka- metrunum. Alltaf gæti eitthvað komið upp sem tæki tíma að vinna úr. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði viðræðurn- ar um helgina hafa gengið vel. Spurður hvort viðræður um skipt- ingu ráðuneyta hefðu verið erfiðar sagði hann að ekki væri enn farið að ræða þær svo ítarlega. Að öðru leyti vildu formennirn- ir lítið segja um viðræðurnar, annað en að vel gengi að koma stjórnarsáttmálanum á blað. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar höfðu ekki verið boðaðir til fundar í gærkvöldi, eftir því sem næst varð komist. Ingibjörg Sólrún sagði við frétta- menn á Þingvöllum um miðjan dag í gær að þingflokkarnir yrðu ekki kallaðir saman fyrr en stjórnar- sáttmáli lægi fyrir. Á laugardag fundaði tíu manna hópur á Þingvöllum en í gær voru hóparnir smærri. Auk Geirs voru þar frá Sjálfstæðisflokki þau Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir vara- formaður og Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Auk Ingibjargar voru þar Samfylking- armennirnir Össur Skarphéðins- son þingflokksformaður, Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður og Skúli Helgason, framkvæmda- stjóri flokksins. Stjórnarmyndun á síðustu metrunum Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar héldu áfram stjórnarmyndunarvið- ræðum á Þingvöllum í gær. Viðræður langt komnar og lýkur hugsanlega í dag. Fátækur bóndi í Kambódíu, Pheng Chea, segist heldur betur hafa dottið í lukku- pottinn þegar honum birtist í draumi látið fórnarlamb Rauðu khmeranna, sem ríktu þar harðri hendi á árunum 1975 til 1979. „Draugurinn sagði mér að gröfin væri nálægt gömlum trjástubbi, svo ég gróf hálfan metra og fann gullið,“ sagði bóndinn, sem tók þátt í uppgrefti á fjöldagröfum frá tíma Rauðu khmeranna þegar hann fann fjársjóðinn. Draugur vísar á fjársjóð í gröf Íbúar í Miðvestur- ríkjum Bandaríkjanna búa sig nú undir faraldur síðar í mánuðinum þegar milljarðar af söngtifum fara á kreik eftir að hafa dvalið neðanjarðar í sautján ár. Söngtifur eru fljúgandi skor- kvikindi á stærð við rækjur en bíta hvorki né stinga og lifa ekki lengi eftir að þær koma upp á yfirborðið. Þær eru hins vegar þekktar fyrir ærandi hljóð sín sem geta verið háværari en garðsláttuvélar. Söngtifur koma eftir sautján ár Stjórnarherinn í Líb- anon barðist í gær við herskáa múslima í palestínskum flótta- mannabúðum rétt hjá borginni Trípólí, sem er norðan til í land- inu. Hátt í fimmtíu manns fórust í þessum átökum, sem eru þau hörðustu sem stjórnarherinn hefur átt hlut að í áratug. Hinir herskáu múslimar til- heyra samtökum sem nefnast Fatah íslam, og eru þau grunuð um tengsl við Al Kaída. Bæði leiðtogar súnní-múslima í land- inu og PLO, samtök Palestínu- manna í Líbanon, hafa lýst stuðn- ingi sínum við stjórnarherinn í þessum átökum. Átökin hófust þegar hermenn og lögreglumenn réðust á bæki- stöðvar Fatah Islam í leit að mönnum sem grunaðir eru um aðild að bankaráni nýverið. Þeir mættu mikilli mótspyrnu og vopnaðar sveitir streymdu út úr flóttamannabúðunum Nahr el- Bared og lögðu undir sig her- stöðvar stjórnarhersins, rændu tveimur brynvörðum bifreiðum og sátu fyrir hermönnum. Stjórnarherinn náði yfirhönd- inni undir kvöld en óljóst var hvort herinn myndi ráðast til inn- göngu í sjálfar flóttamanna- búðirnar, sem njóta ákveðinnar friðhelgi eins og aðrar flótta- mannabúðir í Líbanon. Herinn hefur undanfarið átt fullt í fangi með að hemja vopn- aða hópa sem hafa hreiðrað um sig í Líbanon. Vesturport og Zik Zak hafa fengið sextíu milljóna króna styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til framleiðslu á kvikmynd- inni Brim, sem var upprunalega leikhúsverk eftir Jón Atla Jónasson. Að sögn Rakelar Garðarsdóttur, framkvæmdastjóra Vesturports, hefur lengi staðið til að kvikmynda verkið. Handrit myndarinn verður skrifað af leikhópnum Vesturporti, ásamt Óttó Geir Borg og Árna Ólafi Ásgeirssyni sem er jafn- framt leikstjóri Fyrirhugað er að hefja tökur seinna á árinu. Brimið verður að bíómynd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.