Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 46
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar
um heita vatni›
www.stillumhitann.is
„Ég hlusta bara á allt sem
Bylgjan býður upp á. Ég er
mest fyrir að hlusta á eitthvað
létt og gamalt, sjómannalög
og svona. Mér finnst Ívar alltaf
rosalega góður og þremenn-
ingarnir í Reykjavík síðdegis
eru alveg ómissandi.“
Jón Gnarr er nú á góðri leið með
að leggja lokahönd á sjálfstætt
framhald bókarinnar Indjáninn og
hyggst hann gera upp pönkið í sínu
lífi í næstu bók en hún verður ögn
fræðilegri en Indjáninn. „Pönkið
var mjög merkilegt tímabil í lífi
mínu og reyndar sögu íslenska lýð-
veldisins,“ útskýrir Jón og segir
að sér finnist allt sem hafi verið
skrifað um pönkið hingað til hafa
verið séð frá sjónarhóli þess sem
stóð fyrir utan. „En ég er að skrifa
um þetta innan frá,“ bætir Jón við
og segist ætla að beina kastljósinu
að anarkismanum og lífsstílnum
sem einkenndi pönkarana. „Fólk
hefur alltaf séð fyrir sér tónlist og
tísku en fyrir mér var þetta fyrst
og fremst heimspeki. Ég var til að
mynda mjög mikið á móti þess-
ari markaðsvæddu pönktísku,“ út-
skýrir hann.
Jón hefur greinilega lagst í
miklar pælingar fyrir bókina sem
verður skrifuð í minningarstíl en
ekki sem upplifun eins og Ind-
jáninn. „Á árunum 1977 til 1981
var mikill níhilismi í gangi. Kalda
stríðið var í algleymingi og kjarn-
orkustyrjöld virtist einhvern veg-
inn á næsta leiti og það lá í loftinu
þetta framtíðarleysi,“ segir Jón og
inn í það hafi pönkið komið. „Fólk
án hugsanlegrar framtíðar,“ bætir
hann við.
Jón var einn af fyrstu Hlemmur-
unum eins og þeir voru kallaðir en
það voru krakkar sem létu daginn
líða á strætisvagnabiðstöðinni við
Hlemm. Jón segir að þau hafi orðið
fyrir barðinu á miklum fordómum,
sumir hafi talið þau vera glæpa-
gengi á meðan aðrir voru nokk-
uð vissir um að þau notuðu eitur-
lyf. „En við vorum bara krakk-
ar á aldrinum 13-15 ára og vorum
ekkert í slíku,“ segir Jón. „Flestir
þeirra sem voru þarna voru mjög
skapandi enda eru flestir starfandi
listamenn í dag. Við settum upp
leikrit og lékum okkur í Role Play,“
segir Jón sem býst við því að bókin
verði klár fyrir haustið en það er
Edda útgáfa sem gefur út.
Rithöfundurinn hefur annars
haft í nógu að snúast og er meðal
annars nýbúinn að leika í sjón-
varpsþáttaröðinni Næturvaktin
en hún var að mestu leyti tekin
upp að næturlagi. „Þetta var mjög
skemmtilegt en um leið mjög erf-
itt því ég veiktist alveg heiftar-
lega þegar tökunum var lokið og
var lagður inn á spítala sökum of-
þreytu,“ segir Jón sem tekur þó
skýrt fram að hann hafi ekki feng-
ið þyrlu til að flytja sig, líkt og
sumir.
Kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur,
Sveitabrúðkaupið, hefur verið
seld ítalska dreifingaraðilan-
um Fortissimo Films til dreifing-
ar utan Norðurlandanna. Þetta
kemur fram á kvikmynda-
vef Screen Daily. Eins og
fram kom í Fréttablaðinu
á föstudaginn er
Valdís stödd hér á
landi við upptök-
ur en hún hefur
að undanförnu
verið að leggja lokahönd á klipp-
ingu myndanna Martian Child og
Vantage Point þar sem Forest
Whitaker, Matthew Fox
og Sigourney Weaver
eru í helstu hlut-
verkum. Sveita-
brúðkaupið er
frumraun Valdís-
ar í leikstjóra-
stólnum en hún
er margverðlaun-
aður klippari. Til
stendur að mynd-
in verði til fyrir
Cannes-hátíðina á
næsta ári. Val-
dís vildi hins
vegar ekki tjá
sig við Frétta-
blaðið um málið þegar eftir því
var leitað. Meðal framleiðenda
myndarinnar er Jim Stark
sem síðast gerði Factot-
um með þeim Matt Dill-
on og Marisu Tomei í
aðalhlutverkum.
Samkvæmt heim-
ildum Fréttablaðs-
ins verður tökulið-
ið statt úti á Malar-
rifi á Snæfellsnesi
yfir helgina en
Sveitabrúðkaupið
segir frá hópi
Íslendinga
sem halda
út á land
til að vera
viðstadd-
ir brúðkaup. Á vef Screen Daily
kemur fram að hinn virti leikhópur
Vesturports verði í helstu hlut-
verkum, þar á meðal þau Nína
Dögg Filippusdóttir, Gísli
Örn Garðarsson, Ingvar
E. Sigurðsson og Björn
Hlynur Haraldsson. Auk
þeirra hefur Fréttablað-
ið heimildir fyrir því
að Rúnar Freyr Gísla-
son og Ágústa Eva Er-
lendsdóttir verði í
öðrum stórum hlutverk-
um.
Sveitabrúðkaupið selt til Ítalíu
Nýaldarverslunin Orkusteinninn
var opnuð í Aðalstræti á Ísafirði
á laugardag. Það eru mæðgurn-
ar Ólöf Hildur Gísladóttir og Guð-
björg K. Ólafsdóttir sem reka búð-
ina. Þetta hefur verið langþráð-
ur draumur hjá þeim mæðgum og
létu þær hann loks verða að veru-
leika. Verslunin mun selja nýald-
arvörur frá öllum heimshornum
og er ef til best lýst sem „norna-
búð“, þeirri fyrstu á Vestfjörðum
svo vitað sé til í háa herrans tíð.
Enda voru Vestfirðir einn helsti
vettvangur nornabrenna á fjór-
tándu öld.
Ólöf Hildur segist hins vegar
ekkert óttast að hún endi á báli
enda séum við öll nornir inn við
beinið. „Þessi menning hefur
alltaf verið til staðar og það eru
allir nornir og seiðkarlar sem
búa á Vestfjörðum. Þeir hafa
þetta alla vega í sér,“ segir Ólöf
og hlær.
Ólöf segir þær mæðgur hafa
fengið mikið af fyrirspurnum og
fólk hafi verið verulega forvitið
hvað færi þarna fram. Þær hafi
hins vegar hulið alla glugga með
dagblöðum til að halda spennunni
sem mestri. Og það kom líka á
daginn þegar verslunin var opnuð
á laugardaginn því húsfyllir var
og Ísfirðingar flykktust til að sjá
hvað væri þarna á seyði.
Ólöf segir það koma vel til
greina að hefja einhvers konar
samstarf við Galdrasafnið á
Ströndum sem hefur um árabil
verið vinsæll ferðamannastaður.
„Við útilokum ekki neitt og sjáum
bara til hvernig gengur hérna,“
segir Ólöf.
Nornabúð opnuð á Ísafirði