Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 36
nám fjölbreytt við allra hæfi I ‹ N S K Ó L I N N Í R E Y K J A V Í K Almennar bóklegar greinar eru hluti af námi á öllum brautum skólans. Allt almenna námið er matshæft á milli skóla eftir því sem við á. Einnig er hægt að stunda nám í almennum greinum í eina til fjórar annir. Þeir nemendur sem lokið hafa eða stunda nám á starfsmenntabrautum geta bætt við sig námi sem leiðir til stúdentsprófs af starfsmenntabrautum/ tæknistúdentspróf. Á rafiðnasviði eru eftirtaldar brautir: Grunnnám rafiðna – NÝTT: Hraðnám í grunnnámi rafiðna. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt • Rafvirkjun • Rafeindavirkjun • Rafvélavirkjun • Rafveituvirkjun • Símsmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á byggingasviði eru fimm iðnbrautir í framhaldi af grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina: Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Múrsmíði • Málun • Veggfóðrun og dúklagningar. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á tölvusviði er ein braut: Tölvubraut sem býður upp á sérhæfingu í forritun og netkerfum. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á sérdeildarsviði eru tvær brautir: Starfsdeild • Nýbúabraut. Auk þess er endurhæfingarnám Janusar (rekið í tengslum við skólann). Á hönnunarsviði eru fjórar brautir: Listnámsbraut (almenn hönnun og keramik) • Hársnyrting • Fataiðnabraut (klæðskurður og kjólasaumur) • Gull- og silfursmíði. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Á upplýsinga- og margmiðlunarsviði eru þrjár brautir: Upplýsinga- og fjölmiðlabraut • Tækniteiknun • Margmiðlunarskólinn. Stúdentspróf af list- og starfsnámsbraut. Fjarnám er áhugaverður kostur fyrir þá sem ekki geta nýtt sér staðbundið nám, t.d. vegna vinnu eða búsetu. Í fjarnáminu er boðið upp á fjölbreytt námsúrval í bóklegum og fagbóklegum greinum ásamt ýmsum greinum meistaranámsins. Skólavörðuholti I 101 Reykjavík Sími 522 6500 I Fax 522 6501 www.ir.is I ir@ir.is al mennt svið h önnunars vi ð rafiðnasv ið fjarnám sérdeildasv ið by ggingasvið tö lvusviðu pp lý si n ga - o g m ar g m ið lun arsvið Innritun nemenda sem ljúka grunnskólaprófi í vor stendur yfir og lýkur 11. júní n.k. Innritun er rafræn og eru allar upplýsingar á skólavef menntamála- ráðuneytisins, www.menntagatt.is og á vef skólans www.ir.is Aðstoð við innritun fyrir eldri nemendur verður í skólanum 21. og 22. maí n.k. frá kl. 12–16. Einnig geta þessir nemendur sótt um rafrænt og stendur sú innritun yfir. Veflykill og allar nánari upplýsingar eru á skólavefnum www.menntagatt.is og á vef skólans www.ir.is Rafræn innritun í fjarnám og kvöldskólann hefst 21. maí n.k. og eru allar nánari upplýsingar á vef skólans www.ir.is og á skrifstofu í síma 522 6500. Konungur heimildarmynd- anna, Michael Moore, frum- sýndi nýjustu mynd sína, Sicko, á Cannes-hátíðinni um helgina. Hanna Björk Valsdóttir sat blaðamanna- fund með Michael Moore í Cannes. Sicko hefur fengið mikið lof gagn- rýnenda á hátíðinni, sem segja hana bestu mynd Michaels Moore hingað til. Myndin fjallar um heil- brigðiskerfi Bandaríkjanna sem rekið er af tryggingar- og lyfja- fyrirtækjum sem hafa það eitt að markmiði að auka hagnað og græða peninga, en sú stefna dregur sjúk- linga daglega til dauða. Moore gagnrýnir þetta kerfi harkalega en í myndinni kveður við annan tón en í fyrri myndum Moore þar sem hann ræðst ekki á stjórnmálamenn og fyrirtækin í eins miklum mæli heldur beinir sjónum að sjúklingunum. Myndin fjallar ekki bara um þær fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna sem eru ekki með sjúkratryggingu, og þar af eru 9 milljónir barna, heldur 250 milljónir Bandaríkja- manna sem eru með tryggingu en fá ekki lækningu þegar þeir þurfa. Daglega er sjúklingum neitað um nauðsynlegar meðferðir vegna þess að þeir hafa ekki efni á þeim og eru ekki með réttar tryggingar en tryggingafélögin reyna stöðugt að komast undan því að borga fyrir dýrar meðferðir. Moore bendir í Sicko á að Banda- ríkin eru eina landið í hinum vest- ræna heimi þar sem heilbrigðis- kerfið er rekið í einkageiranum. Þá fer hann til Kanada, Bretlands og Frakklands og kannar hvernig heilbrigðiskerfið virkar þar. Minnstu munaði þó að myndin kæmist ekki til Cannes því yfir- völd hófu rannsókn á myndinni og mun Moore mæta í yfirheyrslur og á hugsanlega í vændum fangelsis- vist vegna ferðar hans til Kúbu. Sicko endar á því að Moore fer með nokkra Ameríkana til Kúbu en ætlunin var að fara með þá til Guantanamo til að veita þeim sömu læknisaðstoð og fangar þar fá. Moore sagði á blaðamannafund- inum að myndin væri ætluð til þess að fá Bandaríkjamenn til að hugsa og hann vonaði að fólkið myndi taka málið í sínar hend- ur. Forsetakosningar eru á næsta leiti í Bandaríkjunum en í mynd- inni lýsir Moore hvernig lyfja- og tryggingafélögin kaupa atkvæði stjórnmálamanna fyrir háar upp- hæðir og þá skiptir ekki máli í hvaða flokki. „Ég vona að fólk muni hlusta í þetta skipti. Ég vil ekki þurfa að bíða í 10 til 20 ár eftir að allir Bandaríkjamenn eigi rétt á að komast til lækna og á spítala. Ég varaði við skotárásum í skólum í Bowling for Columbine en því miður eiga skotárásir sér enn stað. Ég varaði við stríði í Fahrenheit 9/11 en því miður erum við ennþá í stríði. Í þetta sinn snýst myndin ekki um að fletta ofan af einhverj- um heldur að fólkið taki sig saman um að breyta ástandinu,“ sagði Moore við blaðamenn. Moore upplýsti einnig að við gerð myndarinnar hefði hann farið að hugsa betur um sína eigin heilsu, en hann er einn af þeim mörgu Bandaríkjamönnum sem mega passa línurnar. „Ég er farinn að ganga meira og borða það sem fólk kallar grænmeti og ávexti,“ sagði hann og bætti við: „Ég hef misst 25 pund nú þegar.“ Myndin Sicko er sýnd á Cannes- hátíðinni í flokki sem er fyrir utan keppnina. Spurður af hverju hann hefði ákveðið að koma til Cannes þó að myndin væri ekki í keppninni svaraði Moore: „Ég er búinn að vinna Gullpálmann fyrir Fahrenheit 9/11 og ég þarf ekki að vinna annan. Þessi mynd snýst ekki um mig. Þessi mynd er um alla Bandaríkjamenn. Þessi mynd snýst líka um að við hættum að hugsa bara um okkur sjálf og förum að hugsa um annað fólk líka.“ Keith Richards, gítarleikari The Rolling Stones, hefur lítið dá- læti á rappstjörn- um. „Ég hef engan áhuga á hip-hoppi. Samt er fullt af fólki þarna úti sem heldur að það sé aðalmálið,“ sagði Richards í við- tali við tímaritið Rolling Stone. „Ég vil ekki láta öskra á mig; ég vil að það sé sungið til mín. Ég hef aldrei skilið hvers vegna fólk vill láta einhvern glæpamann frá Los Angeles ota fingrinum framan í sig. Ég fíla ekki þessa tónlist. Taktarnir eru leiðin- legir, enda eru þeir allir gerðir í tölvum.“ Keith fílar ekki rapp

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.