Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 39
Tónleikar bandarísku rokkaranna í hljómsveitinni Incubus á Ís- landi sem haldnir voru í vetur eru fyrirferðarmiklir í myndbandi nýjustu smáskífu sveitarinnar, Love Hurts. Myndbandið, sem er að miklu leyti gert af hljómsveitar- meðlimunum sjálfum, sýnir myndskeið frá uppákomum í tón- leikaferðalagi þeirra um Evr- ópu og er meðal annars sýnt frá heimsókn hljómsveitarmeðlima í Bláa lónið. Þar leika þeir sér við að kaffæra hver annan og maka botnleðju lónsins á líkamann. Um er að ræða fína auglýsingu fyrir Bláa lónið, en lagið hefur meðal annars náð töluverðum vinsæld- um í Þýskalandi þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi ekki kveikt á því enn sem komið er. Íslensku tónleikagestirnir fá einnig að láta ljós sitt skína í myndbandinu þar sem nokkur myndbrot eru frá tónleikunum sjálfum í Laugardalshöllinni. Þrátt fyrir að Incubus sé einna þekktust fyrir rokk í þyngra kantinum er Love Hurts róleg ballaða og er lagið að finna á nýj- ustu skífu sveitarinnar, Light Grenades. Íslandsferð Incubus í nýju myndbandi Leikarinn Gerard Butler, sem fór með aðalhlutverkið í hasarmynd- inni 300, er á bólakafi í verkefn- um um þessar mundir. Hann hefur tekið að sér hlutverk í Capone Ris- ing, sem á að gerast á undan The Untouchables sem kom út fyrir tuttugu árum. Leikstjóri verður Brian De Palma, sem einnig stýrði The Untouchables. Nicolas Cage leikur glæpafor- ingjann Al Capone, sem Robert De Niro lék í fyrri myndinni. Butler mun leika Jimmy Malone, sem Sean Connery túlkaði á sínum tíma og hlaut Óskar fyrir. Butler ætlar einnig að leika í framtíðartryllinum Game þar sem hugarstjórnun ræður ríkjum í heiminum. Auk þess mun hann leika á móti Jodie Foster í ævin- týramyndinni Nim‘s Island sem er byggð á samnefndri barnabók. Butler sést næst á hvíta tjaldinu í P.S. I Love You þar sem mótleik- kona hans er Hilary Swank. Butler á bólakafi Safnplatan Óskalög sjómanna kemur út hinn 29. maí í tilefni sjó- mannadagsins 3. júní. Platan, sem er tvöföld, inniheldur fjörutíu sígild lög um sjómenn og sjómennsku. Á safnplötunni er að finna lög frá árinu 1953 til dagsins í dag. Rjóminn af lögunum er með flytj- endum sem gerðu garðinn fræg- an á árum áður og eru öll lögin orðin sígild í dag. Mörg af þessum lögum hafa ekki áður komið út á geislaplötu eða hafa verið ófaáan- leg í mörg ár. Á meðal laga á safn- plötunni má nefna Ship-o-hoj, Ó, María mig langar heim, Simbi sjó- maður, Á sjó, Kátir voru karlar og Gvendur á Eyrinni. Sígild lög um sjómenn Rokkarinn Ozzy Osbourne verð- ur í júlí fyrstur allra til að fá nafn sitt á frægðarstétt Birmingham- borgar í Eng- landi. Ozzy, sem ólst upp í út- hverfinu Aston í Birmingham, verður við- staddur athöfn- ina hinn 6. júlí. Ozzy fékk nafnið sitt á frægðarstétt Hollywood árið 2002 en segir hina nýju frægðarstétt mun mikilvægari. „Nafnið mitt er til á frægðarstétt Hollywood en að eiga stjörnu í heimaborg minni skiptir mig miklu meira máli,“ sagði Ozzy. Skipuleggjandi athafnarinnar í Birmingham er hæstánægður með komu Ozzy. „Ozzy er af flest- um talinn frægasta manneskjan frá Birmingham.“ Osbourne á frægðarstétt TÓPAS TIL FÓLKSINS TÓPAS ER FRAMTÍÐIN!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.