Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 14
nær og fjær „ORÐRÉTT“ – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006 Úrvalsvísitalan eins og arkitektúrinn Svæðið hefur mikla sögu Egill Kolbeinsson tann- læknir er heiðursfélagi í skútusiglingaklúbbnum Royal Cruising Club, RCC, í London. Klúbburinn hefur það markmið að miðla upp- lýsingum um siglinga- leiðir og gefa út á bók. Egill aðstoðaði klúbbfélaga fyrir nokkrum árum og var í kjölfarið heiðraður með þessum hætti. „Ég var mjög hissa á þessu sjálfur og átti alls ekki von á því,“ segir hann. Tveir Hafnfirðingar og skútu- siglingamenn, Magnús og Geir Jónssynir, höfðu lengi verið Royal Cruising Club innan handar, meðal annars þegar Will Ker, félagi í klúbbnum, hefur komið við á Íslandi en hann hefur skrifað leið- sögubækur um skútusiglingar til Færeyja, Íslands og Grænlands. Will Ker er 82 ára og siglir alltaf einn en hefur verið með bát sinn í Hafnarfirði þegar hann hefur komið hingað til lands. „Sú hugmynd kom upp í Bretlandi að halda sumarfund á Íslandi í fyrra í tilefni þess að 150 ár væru liðin frá því að Dufferin lávarður kom til Íslands. Dufferin kom á áttatíu feta skonnortu til Íslands árið 1856 og gaf í framhaldi af því út „Letters from High Latitude“ sem Hersteinn Pálsson þýddi síðar. Bretarnir ákváðu að þarna væri tilefni til að halda fundinn hér og ég skipulagði heimsókn- ina,“ segir Egill. „Mér fannst ekkert sérstaklega merkilegt við þetta en þegar Anth- ony Brown, formaður klúbbsins, sendi mér bréf og spurði hvort ég vildi þiggja það að vera gerður að heiðursfélaga þá gat ég ekki annað en sagt já takk. James Nixon, læknir í Belfast og einn aðaltengi- liður minn við klúbbinn, segir að það hafi ekki verið mjög algengt í 126 ára sögu klúbbsins að einhver væri gerður að heiðursfélaga. Það komast víst líka færri í klúbbinn en vilja. Félagafjöldinn takmark- ast við 400.“ Upphaflegt markmið Royal Cruis- ing Club var að klúbbfélagar gætu skipst á upplýsingum, til dæmis um það hvar á að sigla, hvar er gott akkerislægi, hvernig sigl- ingamenn hafa hagað sér við til- teknar aðstæður, hvernig þeir hafa brugðist við í vondum veðr- um og svo framvegis. Klúbburinn hefur enn þetta markmið og gefur nú út siglingaleiðsögubækur. Hann hefur gefið út upplýsingar um siglingar hér við land, alls konar reynslusögur, og telur Egill að íslenskir siglingamenn geti lært af Bretunum í upplýsinga- miðlun um siglingaleiðir og gefið „pínulítið af sjálfum sér“, segir hann. RCC er styrktarfélag. Öll vinna við útgáfu leiðsögubókanna fer fram í sjálfboðavinnu og rennur ágóðinn í styrktarsjóð en sjóðinn gat klúbburinn stofnað vegna arfs sem klúbbnum hlotnaðist á sínum tíma frá ríkum Bandaríkjamanni. Klúbburinn hefur gefið út margar bækur, þar á meðal tvær eftir Will Ker. Stöðugt er verið að uppfæra upplýsingarnar, endurútgefa og senda klúbbfélögum. Þannig vissu Bretarnir til dæmis ekki að þeir gætu keypt hráolíu hér á landi án virðisaukaskatts þangað til í fyrra. Egill hefur tvisvar farið á klúbb- fundi hjá Bretunum, í fyrra og hittifyrra, og lætur vel af. Segir að íslenskir siglingamenn geti tekið ýmislegt upp eftir þeim, til dæmis sé haldinn sérstakur dagur til sigl- inga með barnabörnunum. Reynslusögur af siglingum Langþráð tennishöll Tennisfélags Kópavogs var vígð í gær og kom það í hlut Gunnars Birgissonar að slá fyrsta boltann. Tennisfélagið hefur ekki haft aðstöðu til tennisiðkunar síðan í september. Að sögn Jóns Páls Björnssonar gengu framkvæmdir vel þá tíu mánuði sem tók að byggja húsið. Tennisíþróttin er mikil fjöl- skylduíþrótt og að sögn Jóns Páls nýtur hún sífellt meiri vinsælda. „Með tilkomu nýju hallarinnar verður unnt að anna eftirspurn eftir íþróttinni, sem sífellt eykst,“ segir Jón Páll. Félagsmenn í Tennisfélagi Kópa- vogs eru um hundrað talsins, en að sögn Jóns Páls æfa á milli sjö og átta hundruð manns tennis hér- lendis. Í nýju höllinni eru þrír góðir inni- vellir ásamt útivöllum. Kópavogs- bær hefur verið tennisfélaginu dyggur stuðningsaðili að sögn Jóns Páls og hefði höllin ekki orðið að veruleika án bæjaryfirvalda. Höllin orðin að veruleika Gelgja í Kópavogi Aldurinn gleður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.