Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 42
 Framarar geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki nýtt nokkur afgerandi marktæki- færi í leiknum gegn Víkingum í gær. Með réttu hefðu Framar- ar átt að skora 3-4 mörk í leikn- um í gær en voru klaufar uppi við mark andstæðingsins. Gestirnir úr Víkingi þökkuðu heimamönnum fyrir klaufaskap- inn á besta mögulega hátt, með því að skora tvö lagleg mörk í síð- ari hálfleik. Fyrst skoraði Egill Atlason eftir flotta skyndisókn, en þær eru klárlega helsta vopn Víkinga. Sinisa Kekic gulltryggði síðan sigurinn á 86. mínútu með marki af stuttu færi. Grétar Sig- finnur Sigurðsson brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik en það kom ekki að sök. Framarar pressuðu nokkuð eftir mark Egils en eins og áður segir var þeim fyrirmunað að koma boltanum framhjá Bjarni Þórði Halldórssyni í marki Vík- ings, sem varði nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik. Liðið spilaði engu að síður ágætlega á köflum, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Víkingar virðast vel meðvitað- ir um eigin getu og spila eftir því. Leikmenn liðsins berjast eins og ljón, eru fastir fyrir í vörn- inni og beita svo skyndisóknum. Sinisa Kekic er sem fyrr algjör lykilmaður og sá sem sér um að byggja upp sóknarspilið. Víkingar nýttu færin en Framarar ekki„Við erum með eldfljóta menn frammi og það væri ein- faldlega vitleysa að nýta það ekki,“ sagði Egill Atlason eftir Víkings og Fram í gær. Hann skoraði fyrra mark Víkings í 2-0 sigri á Fram. „Okkur líkar við að spila hraðar sóknir en þær voru miklu betri í dag en í fyrsta leiknum. Þá vorum við meira að þruma fram og vona það besta en í dag náðum við að byggja upp virkilega góðar sóknir,“ bætti hann við. Byggðum upp góðar sóknir KR og Breiðablik sætt- ust á jafnan hlut í Vesturbænum í gærkvöldi. Heimamenn komust yfir snemma leiks eftir að hafa sótt hart að marki Blika frá upp- hafsmínútunni. Sigmundur Kristj- ánsson gerði þá harða atlögu að Guðmanni Þórissyni, sem hreins- aði boltann nánast í Sigmund og inn. Slysalegt mark en KR komið yfir. Eftir markið duttu leikmenn KR neðarlega á völlinn og beittu óskynsamlegri aðferð í að senda boltann langt fram völlinn. Í raun óskiljanlegt þar sem þeir spiluðu á móti vindi og boltinn lét að von illa að stjórn í háloftunum. Þegar liðið spilaði boltanum með jörð- inni gengu atlögur þess að Blika- markinu betur enda sóknarmenn liðsins hrifnari af því að fá bolt- ann í fæturna. KR er með marga leikmenn sem eru góðir á boltan- um og með ólíkindum að liðið spili boltanum ekki betur á milli sín. Blikar spiluðu vel í síðari hálf- leiknum og uppskáru verðskuldað jöfnunarmark þegar Magnús Páll Gunnarsson nýtti sér hik í vörn KR. Hvorugt liðið náði að bæta við mörkum en spilamennska KR hélt áfram að vera á þann veg að senda langa bolta fram völlinn á meðan Blikar spiluðu betur sín á milli. „Þetta var sorglegt. Í fyrri hálf- leik erum við miklu betri en svo byrjum við að kýla boltann fram og höldum því út leikinn. Við eigum að halda boltanum betur meðfram jörðinni og eitt stig eftir tvo leiki er alls ekki ásættanlegt,“ sagði Sigmundur Kristjánsson, markaskorari KR í leiknum. Arnar Grétarsson átti frábær- an leik inni á miðjunni hjá Blik- um og hann var sáttur með stig- ið. „Ég held að þetta sé ásættan- legt eftir að hafa verið hræðilega lélegir fyrstu tíu mínúturnar. Við spiluðum glimrandi vel í síð- ari hálfleik og hefðum kannski getað uppskorið meira miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Ég er þó mjög sáttur með hvernig liðið er að spila, við erum að spila flottan bolta og ef við höldum þessu áfram munum við hala inn mörg stig í sumar,“ sagði Arnar, sem eins og fleirum kom spila- mennska KR á óvart. „Við erum með gott fótboltalið og spilamennska KR í þessum leik kom mér á óvart. Þeir eru með hörku mannskap en þessir löngu boltar skiluðu þeim ekki miklu. Þetta er kannski ekki mitt vanda- mál en kom engu að síður á óvart. Það hefði verið gaman að taka þrjú stig en við reynum að hirða þau í næsta leik,“ sagði Arnar. „Þessi spilamennska er ekki ásættanleg“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.