Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 43
Landsbankadeild karla Barcelona rak af sér slyðruorðið í gær með 6-0 stór- sigri á Atletico Madrid á útivelli. Eiður Smári Guðjohnsen lék síð- ustu tíu mínúturnar í leiknum. Messi skoraði tvö en Zambrotta, Eto‘o, Ronaldinho og Iniesta eitt hver. Toppliðin unnu öll í gær. Real Madrid er enn jafnt Barca að stigum í toppsætinu eftir 3-2 sigur á Recreativo á útivelli. Ro- berto Carlos skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Þá vann Sevilla 2-1 sigur á De- portivo. Barca slátraði Atletico Íslandsmeistarar FH halda uppteknum hætti í Lands- bankadeildinni en þeir unnu annan leikinn í röð á erfiðum útivelli í gær, nú úti gegn bikarmeisturum Keflavíkur sem voru betri aðilinn lengstum en nýttu ekki tækifær- in sín. Það gerðu FH-ingar aftur á móti. Það var skrautlegt veðrið þegar leikmenn gengu til leiks; þá var komið haglél en sólin skein skömmu áður. Veðrið hafði fín áhrif á heimamenn, sem mættu mun sprækari til leiks, tóku leik- inn strax í sínar hendur og settu talsverða pressu á Íslandsmeist- arana. Vörn FH-inga var óvenju óstöðug þar sem sjálfur Tommy Nielsen af öllum mönnum var í nokkrum vandræðum með sinn leik en vörnin í heild átti hreinlega í erfiðleikum með að koma bolt- anum frá. Það breytti því ekki að Keflvíkingum mistókst að koma boltanum yfir línuna. Keflvíkingar fengu þrjú mjög góð færi í hálfleiknum en fóru illa að ráði sínu í öll skiptin. Hin stórhættulega FH-sókn skapaði aðeins eitt teljandi færi í hálf- leiknum og ekki að ástæðulausu þar sem Keflavíkurvörnin, sem átti að vera svo brothætt sökum meiðsla, hélt uppteknum hætti frá fyrsta leiknum gegn KR og spilaði ákaflega vel. Fóru þar fremstir í flokki miðverðirnir Hallgrímur og Nicolai. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en það var allt annað yfir- bragð yfir FH-liðinu og leikmenn mun grimmari en í þeim fyrri. Sóknarlína FH sýndi hvað í henni býr er hún refsaði grimmilega á 56. mínútu þegar Arnar renndi boltanum yfir línuna eftir send- ingu Tryggva. Laglega gert. Keflvíkingar lögðu ekki árar í bát við markið heldur spýttu í lófana. Miðjumennirnir færðu sig framar á völlinn og Keflavík upp- skar í kjölfarið verðskuldað jöfn- unarmark á 64. mínútu þegar hinn skemmtilegi Færeyingur Simun Samuelsen kom boltanum í netið eftir að hafa farið illa með varnar- mann FH-inga. Það var aftur á móti Matthías Guðmundsson sem skoraði sigur- mark FH-inga tíu mínútum fyrir leikslok með góðu skoti utan teigs. Vel gert hjá Matthíasi, sem átti marga lipra spretti og hættulegar sendingar í teig Keflvíkinga. Hann skoraði þess utan sigurmarkið. Er hægt að fara fram á mikið meira? Frábær sigur hjá FH-ingum sem sýndu mátt sinn enn eina ferðina og nældu í þrjú stig á erfiðum úti- velli þrátt fyrir að vera lakari aðil- inn á vellinum lengstum. FH-ingar nýttu sín færi ákaflega vel og í því lá munurinn á liðunum í gær. Matthías Guðmundsson var sáttur við sitt í viðtali við Þorstein Gunnarsson á Sýn. „Ég ákvað bara að láta vaða með vinstri,“ sagði Matthías. „Maður hefði nú fengið að heyra það ef ég hefði ekki skor- að. Ég var því afar feginn að hann fór inn.“ Matthías Guðmundsson heldur áfram að slá í gegn með FH en hann tryggði meisturunum góðan sigur á Keflavík, 1-2, í gær suður með sjó.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.