Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 20
Speglar James Webb-stjörnu- sjónaukans eru þrisvar sinnum stærri en Hubble. Hubble-sjónaukinn hefur þjónað mannkyninu vel. Eftir að honum var skotið á sporbaug 1990 hafa myndir hans gert stjarnfræðingum kleift að auka skilning okkar á um- heiminum margfalt. James Webb-sjónaukinn var kynntur í síðustu viku og hefur NASA byggt líkan af honum í raun- stærð. Speglar James Webb eru þrisvar sinnum stærri en speglar Hubble og því verður hægt að skyggnast mun lengra og um leið mun aftar í tímann en nú. Nýi sjónaukinn er nefndur eftir James Webb sem var annar for- maður NASA. Hann átti stóran þátt í að tryggja NASA áframhald- andi stuðningi stjórnvalda á sjö- unda áratug síðustu aldar. Án hans hefðu Bandaríkjamenn að öllum líkindum hætt við tungllendingu sína. James Webb-sjónaukinn er ekki á leið út í geim alveg á næstunni en áætlað er að skjóta honum á loft 2013 í fyrsta lagi. James Webb leysir Hubble af hólmi Regnhlíf með myndavél, GPS- tæki og internet-tengi. Fyrst voru það farsímarnir með innbyggðum myndavélum, hljóm- græjum og öðrum aukabúnaði. Nú er röðin komin að regnhlífum. Pilus Internet Umbrella er nýj- ung á markaðinum, regnhlíf með veftóli til að deila myndum og þrí- víðri kortsjá, sem tengist Google Earth. Regnhlífin varð til upp úr rann- sóknarverkefni nemenda við há- skólann í Keio, en þeir eru nú að þróa verkefnið fyrir almennan markað. Er fram líða stundir kemur regnhlífin þannig til með að vera útbúinn hreyfiskynjara, GPS- tæki, stafrænum áttavita, stór- um myndskjá efst í skyggninu og internet-tengi. Regnhlífin á því vafalaust eftir að koma að góðum notum hjá þeim sem týnast í dembu. Nánari upplýsingar á www.pil- eus.net. Tæknivædd regnhlíf Sigma linsur fyrir flestar gerðir myndavéla 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.