Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 2
Fjögurra ára drengur
fær ekki pláss á leikskóla þótt
yngri bróður hans sé velkomið að
fá vist þar. Halla Rut Bjarnadóttir,
móðir drengsins, segir ástæðuna
sem leikskólastjórinn hafi gefið
þá að drengurinn sé einhverfur.
Ekki sé hægt að leggja á starfs-
fólkið að veita honum pláss þar
sem þegar sé annað barn með ein-
hverfu á leikskólanum.
„Ívan Victor greindist með
ódæmigerða einhverfu þegar
hann var rúmlega tveggja ára.
Hann var þá í leikskólanum Heiðar-
borg í Seláshverfi. Við fluttum svo
tímabundið til Englands og bjugg-
um í um það bil ár og ætluðum að
flytja aftur heim í þessum mán-
uði. Ég sendi umsókn í sama leik-
skóla fyrir drengina mína tvo en
fékk þau svör að aðeins væri hægt
að taka við þeim yngri. Leikskóla-
stjórinn sagði mér að barn eins og
Ívan gæti ekki fengið pláss,“ segir
Halla Rut.
Halla telur mjög undarlegt að
leikskóli ætli sér að velja inn börn
eftir heilbrigði þeirra.
Ekki náðist í Emelíu Möller,
leikskólastjóra á Heiðarborg, en
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for-
maður leikskólaráðs Reykjavíkur-
borgar, segir klárt mál að börn
með sérþarfir eigi að njóta for-
gangs á leikskóla. Ekki sé hægt
undir nokkrum kringumstæðum
að bera manneklu fyrir sig í
málum sem þessum.
Guðrún Pétursdóttir, stjórnar-
maður Umsjónarfélags einhverfra,
segir mál sem þetta ekki eins-
dæmi. Oft komi upp á að börn með
fatlanir gangi ekki fyrir þótt þau
eigi að njóta forgangs samkvæmt
öllum reglum. „Það er mjög slæm
staða því það er afar mikilvægt að
markviss vinna hefjist í kringum
börn með sérþarfir. Þetta getur
svo valdið því að fjölskyldur ein-
angrast,“ segir Guðrún, sem telur
velferðarþjóðfélagið oft ekki ná
til þeirra sem helst þurfa á því að
halda.
„Þetta eru sorglegar fréttir og
full ástæða til að vera á varðbergi
þegar maður heyrir að verið sé að
velja börn inn á leikskóla eftir
heilbrigði þeirra. Að úthýsa barni
með sérþarfir af leikskóla er
algerlega óviðunandi, brýtur gegn
reglum og á ekki að eiga sér stað,“
segir Gerður Aagot Árnadóttir,
læknir og formaður Sjónarhóls,
ráðgjafarþjónustu foreldra barna
með sérþarfir.
Þetta eru sorglegar
fréttir og full ástæða til
að vera á varðbergi þegar maður
heyrir að verið sé að velja börn
inn á leikskóla eftir heilbrigði
þeirra.
Náttúruverndar-
samtök Íslands (NÍ) ættu frekar
að fordæma skilyrðislaust
aðferðir Sea Shepherd heldur en
að setja á svið leikrit fyrir
íslenskan almenning, segir Einar
K. Guðfinnsson sjávarútvegs-
ráðherra.
Hann gagnrýnir harðlega bréf
sem formaður NÍ sendi forseta
Sea Shepherd nýverið og sagði
það virka á sig eins og leikrit sem
sett væri á svið.
„Þarna er um það að ræða að
hryðjuverkasamtökin Sea
Shepherd hóta því að koma til
Íslands, brjóta lög og reglur og
ráðast gegn rétti okkar sem sjálf-
stæðrar þjóðar til að nýta náttúru-
auðlindir okkar,“ segir Einar.
„Viðbrögð Náttúruverndarsam-
taka Íslands er að skrifa bæna-
skjal til þessara hryðjuverkasam-
taka þar sem fyrst og fremst er
beðist vægðar á þeim forsendum
að það sé taktískt ekki mjög snið-
ugt, og sé ekki nægilega snjöll
herstjórnarlist,“ segir Einar.
Hann segir málið ekki snúast
um hernaðarlist, heldur þá grund-
vallarspurningu hvort NÍ séu til-
búin til að fordæma skilyrðislaust
aðgerðir af því tagi sem Sea Shep-
herd hóti Íslendingum. Bréfa-
skipti NÍ og Sea Shepherd virðist
ekki til marks um að svo sé og NÍ
ættu að kveða upp úr með afdráttar-
lausum hætti um hótanir Sea
Shepherd um valdbeitingu.
Ættu að fordæma aðferðirnar
Valtýr, er kostur að hafa
fingralanga menn í garðyrkju?
Fangaverðir sem
sagt höfðu upp störfum vegna
óánægju með launakjör hafa nú
dregið uppsagnir sínar til baka, í
kjölfar þess að skrifað var undir
nýjan stofnanasamning á dögun-
um.
Fangavarðafélagið kynnti
stofnanasamninginn á fundum með
fangavörðum og ákváðu þeir í kjöl-
farið að hætta við uppsagnirnar, að
því er fram kemur á vef Fangelsis-
málastofnunar.
Alls eru um áttatíu fangaverðir
starfandi í fangelsum landsins,
stærstur hluti þeirra við fangelsið
á Litla-Hrauni.
Draga uppsagn-
ir sínar til baka
Leikskóli vísar ein-
hverfum dreng frá
Halla Rut Bjarnadóttir fékk þau svör að leikskólinn tæki ekki við fjögurra ára
syni hennar þar sem hann væri einhverfur. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formað-
ur leikskólaráðs, segir börn með sérþarfir eiga að njóta forgangs á leikskóla.
Múrhúðun og
endursteining á Þjóðleikhúsinu
hefur nú verið boðin út, en það er
lokaáfanginn í utanhússviðgerð-
um á Þjóðleikhúsinu.
Við þennan verkþátt verða
notuð þau fimmtíu tonn af
hrafntinnu sem tekin var úr
Hrafntinnuskeri síðasta haust, en
þau hafa þegar verið mulin niður.
Hrafntinnan var tekin innan
friðlýsts svæðis með leyfi
Umhverfisstofnunar. Efnistakan
var kærð til umhverfisráðherra
af Guðrúnu S. Gísladóttur
leikkonu, fyrst í eigin nafni en
síðar í nafni félagsins Hrafntinnu-
riddaranna.
Umdeild hrafn-
tinna notuð
Guantanamo-fanginn David Hicks er
kominn til Ástralíu, heimalands síns, þar sem hann
fær að afplána það sem eftir er af fangelsisdómnum
sem hann hlaut nýverið.
Hicks varð fyrstur fanga Bandaríkjahers í
Guantanamo á Kúbu til að koma fyrir herdómstól í
mars síðastliðnum, eftir sex ára fangavist án dóms
og laga.
Hann átti yfir höfði sér ævilangt fangelsi, en hlaut
samkvæmt samkomulagi við ákæruvaldið níu
mánaða fangelsisdóm eftir að hafa játað sig sekan
um að hafa aðstoðað Al Kaída, meðal annars með því
að sækja þjálfunarbúðir á vegum samtakanna í
Afganistan.
Hicks var járnaður og klæddur í appelsínugulan
fangabúning þegar hann kom til Ástralíu í gærmorg-
un. Hann var fluttur í Yatala-fangelsið skammt frá
Adelaide, þar sem hann verður hafður í haldi í
sérstakri öryggisdeild í litlum fangaklefa ekki
ósvipuðum þeim sem hann mátti dúsa í á Kúbu.
„Hann er ánægður með að vera kominn aftur á
ástralska grund,“ sagði David McLeod, lögmaður
hans, við blaðamenn fyrir utan Yatala-fangelsið.
„Honum var greinilega létt þegar flugvélin lenti.“
Sjö mánuðir eru eftir af fangelsisdómnum en að
þeim afplánuðum verður Hicks látinn laus.
Verk í eigu Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar mynd-
höggvara sem ekki eru til sýnis
eru geymd í
óviðunandi
húsnæði og
safnið á í
rekstrarvanda.
Á næsta ári er
öld frá fæðingu
Sigurjóns og
menningar- og
ferðamálaráð
Reykjavíkur
segir við hæfi
að nota tæki-
færið og heiðra minningu
listamannsins með veglegum
hætti og tryggja komandi
kynslóðum aðgang að verkum
hans.
Starfshópur á að gera tillögur
um rekstur, viðhald og framtíðar-
uppbyggingu safnsins í Laugar-
nesi. Ráðið segir Sigurjón vera í
hópi merkustu listamanna
þjóðarinnar.
Höggmyndir á
hrakhólum
Akureyrarbær auglýsir
nú á vef sínum eftir eigendum
nokkurra illa farinna bíla sem eru
þyrnir í augum bæjarbúa.
Af myndum að dæma er ljóst
að umræddum bílum verður ekki
ekið á brott, og gefi eigendur sig
ekki fram verða bílarnir dregnir
af vettvangi og fargað eftir 45
daga í geymslu.
Þetta er hluti af umhverfisátaki
sem umhverfisnefnd, fram-
kvæmdaráð og heilbrigðisnefnd
Akureyrar hafa efnt til. Þegar
hafa nokkur bílflök verið
fjarlægð og þeim fargað.
Lýsa eftir eig-
endum bílflaka