Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 23
fasteignir
Mest lesna fasteignablað landsins
Hringdu í 550 5600 ef blaðið berst ekki
- mest lesið
21. MAÍ 2007
Einstakt timburhús á Vatnsleysuströnd þar sem gert er ráð
fyrir heitum potti í turni er til sölu hjá Remax Center.
Að utan líkist húsið ævintýralegum kastala en það er hannað af
núverandi eiganda. Húsið er heilsárshús á tveimur hæðum sem
stendur á sjávarlóð þar sem útsýni er einstakt. Aftan við húsið sést
til Keilis en til Snæfellsjökuls að framanverðu. Húsið er smíðað
úr fyrsta flokks timbri frá Lettlandi og gluggar eru frá Kanada.
Komið er inn á neðri hæð í forstofu. Þar er gert ráð fyrir stofu,
borðstofu, eldhúsi, skála, búri, þvottahúsi og geymslu. Á efri hæð
er gert ráð fyrir tveimur svefnherbergjum, fataherbergi, skála,
vinnustofu og baðherbergi. Aðalhurð, svalahurð og þvottahús eru
úr mahóní.
Húsið er timburhús á steinsteyptri plötu. Eigninni fylgir 1.500
fermetra ræktuð eignarlóð.
Gert er ráð fyrir hita í gólfi á neðri hæð en ofnar eru á þeirri
efri. Enn fremur er gert ráð fyrir heitum potti í öðrum turninum
og arni í stofu á neðri hæð.
Eignin skilast fullfrágengin að utan og fokheld að innan.
Ævintýralegt hús við sjóinn
Eign sem er engri lík á sjávarlóð er til sölu hjá Remax Center.