Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 18
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
„Þetta leggst bara vel í mig þó ég hafi nú ekki
eytt miklum tíma í að hugsa um aldurinn,“
segir Þorsteinn Stephensen athafnamaður,
sem er fertugur í dag. Þorsteinn segist ekki
vera vanur að halda upp á afmæli sitt, það
hafi hann varla gert í 20 ár. Á þessu var þó
gerð breyting nú um helgina þegar Þorsteinn
hélt tvær veislur, til að „drekkja þessari mið-
aldrakrísu“, eins og hann orðar það í gríni. Á
föstudag bauð hann vinum og samstarfsfólki
í teiti og fjölskyldunni var svo haldin veisla
daginn eftir. „Þetta hentaði mjög vel því Vor-
blótið var í gangi og maður gat boðið öllum
gestunum á tónleika á eftir,“ segir hann.
Ástæða þess að Þorsteinn hefur ekki
verið mikið fyrir að fagna afmælum sínum
með veisluhaldi kann að leynast í því að
hann starfar mikið við að skipuleggja
slíka atburði. Þorsteinn er sem kunnugt
er maðurinn á bak við Iceland Airwaves-
tónlistarhátíðina og Vorblótið sem var hald-
ið í annað sinn um liðna helgi. „Þetta setur
auðvitað aukna pressu á mann og fólk býst
vitaskuld við miklu. En ég hef hins vegar
alltaf verið tilbúinn að mæta í veislur ann-
arra,“ segir Þorsteinn.
Hann kannast ekki við það að hafa gengið í
gegnum neina tilvistarkreppu í tengslum við
þetta stórafmæli. „Nei, alls ekki. Ég er bara
sáttur. Enda verð ég bara grennri og fallegri
með hverju árinu.“
Þorsteinn virðist heldur ekki vera á leið-
inni að minnka við sig í vinnu og umsvifum.
Þvert á móti hefur hann nýverið fest kaup
á Kaffibarnum og tískuvöruversluninni
Liborius í félagi við aðra. Þessu fylgist hann
með, ásamt starfi Hr. Örlygs, frá heimili sínu
í Madríd þar sem hann býr stóran hluta árs-
ins. „Þessi nýju verkefni falla vel að því sem
Hr. Örlygur er að gera. Ég er reyndar bara
á hliðarlínunni í þessum verkefnum, á vara-
mannabekknum.“
„Ég hef alltaf átt í vandræðum með
konur. Ég skil þær eiginlega ekki. Í
fyrsta lagi segja fáar konur sannleik-
ann.“
Lindbergh lendir í París
Fallegir legsteinar
á góðu verði
„Um fjögur hundruð palestínsk börn
og ungmenni undir átján ára aldri sitja
nú í fangelsi í Ísrael, aðallega vegna
þjóðernis,“ segir Adli Dana, formaður
Alþjóðlegra æskulýðssamtaka Palest-
ínu.
Dana heimsótti landið á dögunum til
að flytja erindi á ráðstefnu Veraldar-
vina. Dana segir að í raun sé tala fang-
elsaðra barna mun hærri. Meira og
minna allir Palestínumenn búi í ein-
hvers konar fangelsi. „Þetta eru
fangabúðir og við njótum ekki lág-
marks mannréttinda,“ segir hann og
nefnir dæmi um skert ferðafrelsi,
aðskilnaðarmúrinn og fleira.
Samtök Dana vinna að því að styðja
við ungmenni og halda þeim frá glap-
stigum. „Við reynum að efla og næra
vonina í hjörtum þeirra. Það er erfitt í
landi sem býr við 65 prósenta atvinnu-
leysi. Börnin þurfa að heyra að ofbeldi
sé ekki lausnin á vandanum, heldur sé
menntun dýrmætt verkfæri. Við reyn-
um þannig að koma í veg fyrir að þau
verði heilaþvegin til ofbeldisverka,
því það er vissulega auðvelt við núver-
andi aðstæður,“ segir hann.
„Ímyndið ykkur ef það gerðist í Evr-
ópu að þjóð byggi við okkar aðstæður.
Að matur, drykkur, rafmagn og sími
væri háð skilyrðum annarrar þjóðar.
Það yrði aldrei þolað. Við trúum því
að við höfum rétt til að lifa, en Ísraels-
menn hafa aðrar hugmyndir. Þeir eru á
kerfisbundinn máta að sölsa undir sig
stærra og stærra landsvæði og reikna
með því að það takist að brjóta okkur
niður. Þeir reikna með því að vonleysið
nái yfirhöndinni.“
Dana segist hafa orðið fyrir
vonbrigðum með sigur Hamas-samtak-
anna, en hvetur Íslendinga til að ræða
við þjóðstjórnina áður en þeir hafni
henni. „Utanríkisráðherrann kenndi
mér stjórnmálafræði í háskólanum.
Hann er veraldlegur í hugsun og hóf-
samur. Honum ætti að bjóða hingað svo
íslensk stjórnvöld geti dæmt sjálf, áður
en þau hlýða Ísraelsmönnum.“
Hvetur Íslendinga til
að hjálpa Palestínumönnum
AFMÆLI