Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.05.2007, Blaðsíða 12
PLATÍNUM-KORT N‡tist stjórnendum fyrirtækja sem þarfnast ví›tækrar þjónustu og bestu trygginga. Glitnir er fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja a› bjó›a Platínum-kreditkort fyrir fyrirtæki. FYRIRTÆKJAKORT GLITNIS NÝJUNG Glitnir b‡›ur fjölbreyttara úrval fyrirtækja- korta en þekkst hefur og fleiri frí›indi standa til bo›a. Hægt er a› velja milli eftirtalinna frí›inda: Endurgrei›slu af veltu kortsins, sem er n‡r valkostur fyrir fyrirtæki Fer›aávísunar MasterCard, sem rennur til fyrirtækis e›a starfsmanns Vildarpunkta Icelandair 55 85 Guðrún Ásmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur, vill að borgin kosti leikhóp til að túlka sögu gamalla húsa í eigu borgarinnar. Guðrún nefnir sem dæmi Viðeyjarstofu og Gröndalshús þar sem síðast hafi búið ein dætranna úr Húsinu á Eyrarbakka. „Við konugskomuna seint á 20. öld komu þessar fimm dætur niður stigann eftir kvöld- verð og sungu þær margraddað,“ lýsir Guðrún í greinargerð. „En ekki þarf það að vera svo nákvæmt í flutningi því óþarfi er að hafa fimm leikara í hlutverki dætranna – þrír væru nóg.“ Leikarar glæði gömul hús lífi Karlar ná hæstum aldri í smáríkinu San Marínó, þar sem þeir geta búist við að lifa til áttatíu ára aldurs. Japanskar konur lifa kvenna lengst að meðaltali, eða til 86 ára aldurs. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar. Karlar sem eiga stysta ævi, aðeins 37 ár að meðaltali, búa í Síerra Leóne. Konur sem ná styst- um aldri búa hins vegar í Svasí- landi. Á eftir körlunum í San Marínó eru næsthæstu lífslíkurnar 79 ár og eiga við um karla á Íslandi, í Ástralíu, Japan, Svíþjóð og Sviss. Konur í Mónakó skipa annað sætið á sínum lista, geta búist við að ná 85 ára aldri, konur í Andorra, Ástralíu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Sviss skipa þriðja sætið með 84 ár. Þarnæst eru íslenskar konur sem ásamt konum í Kanada og Sví- þjóð geta búist við að ná 83 ára aldri. Hæsta tíðni barnadauða er í Afganistan þar sem 16,5 prósent nýfæddra barna deyja. Til viðmið- unar þá er þetta hlutfall 0,2 pró- sent á Íslandi. En Síerra Leóne er hættulegra fyrir mæður þar sem tvö prósent mæðra látast af barnsförum. Lægst dánartíðni mæðra við barns- burð er á Írlandi þar sem hlutfallið er 0,00004 prósent. Skýrsluhöfundar tilgreindu ekki sérstakar ástæður þess að lífslíkur eru mismunandi milli landa en bentu á að mörg ríki þar sem ástandið var slæmt eyddu minna í heilbrigðismál en hin ríkin. Japanskur maður var handtekinn á föstudag eftir að hafa haldið fyrrverandi konu sinni í gíslingu í sólarhring. Einn lögreglumaður lést þegar gíslatökumaðurinn hóf skothríð. Einnig særðust sonur og dóttir hjónanna fyrrverandi auk lögreglumanns. Lögregla var með gríðarlegan viðbúnað og yfir tvö hundruð lögreglumenn umkringdu húsið meðan á gíslatökunni stóð. Stuttu áður en umsáturs- ástandinu lauk tókst konunni að forða sér út um glugga á húsinu. Hún slapp án meiriháttar meiðsla. Hélt konu í sólarhring Kaupmannahafnarmaraþonið fór fram í blíðskaparveðri um helgina, 27. árið í röð. Glitnir er aðalstuðningsaðili hlaupsins að þessu sinni en bankinn er einnig bakhjarl Reykjavíkurmaraþonsins sem fer fram í ágúst og Oslóarmaraþonsins sem fer fram í október. Rúmlega 5.600 hlauparar tóku þátt í maraþoninu í gær og er það met ef marka má upplýsingar á heimasíðu hlaupsins. Íslenski hlauparinn Jens Viktor Kristjáns- son var meðal keppenda í gær. Hann segir um eitt hundrað Íslendinga hafa verið skráða til leiks. Jens hélt utan ásamt fimmtán manna hlaupahópi úr Reykjavík og segir árangurinn nokkuð undir væntingum, sökum hita. Julius Mutai, frá Kenía, bar sigur úr býtum í hlaupinu, kom í mark á tímanum 2.23.24. Að sögn Péturs Óskarssonar, forstöðu- manns kynningarmála og fjárfestingatengsla Glitnis, er markmiðið með stuðningi við maraþonhlaupin að taka þátt í uppbyggilegu starfi í þeim löndum sem bankinn hefur starfsemi. Glitnir heiti á hlaupara og ágóðinn renni til góðgerðamála, svo sem krabbameinsfélaga á Íslandi, í Noregi og Danmörku. Hundrað Íslendingar tóku þátt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.